Vignir Vatnar Íslandsmeistari í hraðskák Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 17:48 Vignir Vatnar Stefánsson er nú Íslandsmeistari í skák og hraðskák. skák.is Vignir Vatnar Stefánsson er nýr Íslandsmeistari í hraðskák en mótið fór fram í höfuðstöðvum Landsbankans í dag. Um það bil níutíu skákmenn kepptu um titilinn. Íslandsmótið í hraðskák fór fram í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans í dag. Mótið fór fram í tuttugasta skiptið og voru margir af bestu skákmönnum Íslands mættir til að tefla. Leiknar voru þrettán umferðir þar sem hver keppandi hafði þrjár mínútur á klukkunni. Fyrir hvern leik bættust svo tvær sekúndur við og hver skák allt að tíu mínútna löng. Keppendur voru á öllum aldri og stóðu sig með prýði. „Hérna eru eiginlega allir sterkustu skákmenn landsins sem eiga heimangengt,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Klippa: Nýr Íslandsmeistari í hraðskák Og hvernig hefur þetta gengið? „Þetta hefur gengið gríðarlega vel fyrir sig, gaman að tefla á nýjum og glæsilegum stað,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Hann segir skákhreyfinguna finna fyrir auknum áhuga. „Við finnum aukinn áhuga á skákinni, og eins og þetta mót, það er metþátttaka á þessu móti. Og það er metþátttaka á flestum mótum og við reynum að halda straumnum hjá okkur,“ segir Gunnar. Og það hefur gengið ágætlega? „Það hefur gengið ágætlega, auðvitað vill maður alltaf meira en það hefur gengið almennt ágætlega,“ segir Gunnar. Leikar enduðu svo að Vignir Vatnar Stefánsson vann mótið með 12 og hálfan vinning af þrettán. Vignir, sem er yngsti stórmeistari Íslands, er einnig Íslandsmeistari í venjulegri skák. Hjörvar Steinn Grétarsson, ríkjandi meistari í atskák og slembiskák gat ekki teflt í dag en hann varð íslandsmeistari í hraðskák í fyrra. Eina skákin sem Vignir vann ekki var gegn Birni Þorfinnssyni í áttundu umferð. Í öðru sæti varð Jón Viktor Gunnarsson með tíu vinninga og téður Björn í því þriðja með níu og hálfan vinning. Björn Þorfinnsson. Skák Tengdar fréttir Vignir Vatnar vinnur Vignir Vatnar Stefánsson sigraði kólumbískan andstæðing sinn í fyrstu skák sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í Rúmeníu í gær. 23. apríl 2013 07:25 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Íslandsmótið í hraðskák fór fram í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans í dag. Mótið fór fram í tuttugasta skiptið og voru margir af bestu skákmönnum Íslands mættir til að tefla. Leiknar voru þrettán umferðir þar sem hver keppandi hafði þrjár mínútur á klukkunni. Fyrir hvern leik bættust svo tvær sekúndur við og hver skák allt að tíu mínútna löng. Keppendur voru á öllum aldri og stóðu sig með prýði. „Hérna eru eiginlega allir sterkustu skákmenn landsins sem eiga heimangengt,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Klippa: Nýr Íslandsmeistari í hraðskák Og hvernig hefur þetta gengið? „Þetta hefur gengið gríðarlega vel fyrir sig, gaman að tefla á nýjum og glæsilegum stað,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Hann segir skákhreyfinguna finna fyrir auknum áhuga. „Við finnum aukinn áhuga á skákinni, og eins og þetta mót, það er metþátttaka á þessu móti. Og það er metþátttaka á flestum mótum og við reynum að halda straumnum hjá okkur,“ segir Gunnar. Og það hefur gengið ágætlega? „Það hefur gengið ágætlega, auðvitað vill maður alltaf meira en það hefur gengið almennt ágætlega,“ segir Gunnar. Leikar enduðu svo að Vignir Vatnar Stefánsson vann mótið með 12 og hálfan vinning af þrettán. Vignir, sem er yngsti stórmeistari Íslands, er einnig Íslandsmeistari í venjulegri skák. Hjörvar Steinn Grétarsson, ríkjandi meistari í atskák og slembiskák gat ekki teflt í dag en hann varð íslandsmeistari í hraðskák í fyrra. Eina skákin sem Vignir vann ekki var gegn Birni Þorfinnssyni í áttundu umferð. Í öðru sæti varð Jón Viktor Gunnarsson með tíu vinninga og téður Björn í því þriðja með níu og hálfan vinning. Björn Þorfinnsson.
Skák Tengdar fréttir Vignir Vatnar vinnur Vignir Vatnar Stefánsson sigraði kólumbískan andstæðing sinn í fyrstu skák sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í Rúmeníu í gær. 23. apríl 2013 07:25 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Vignir Vatnar vinnur Vignir Vatnar Stefánsson sigraði kólumbískan andstæðing sinn í fyrstu skák sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í Rúmeníu í gær. 23. apríl 2013 07:25