Sport

Anton Sveinn vann til silfur­verð­launa á EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anton Sveinn synti frábærlega í dag.
Anton Sveinn synti frábærlega í dag. Sundsamband Íslands

Anton Sveinn McKee tryggði sér í dag silfur í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug.

Anton Sveinn synti á 2:02,74 í úrslitunum en það er hans langbesti tími í ár. Var einungis 0,33 sekúndum frá sigurvegaranum Caspar Corbeau frá Hollandi. Um tíma var Anton Sveinn fremstur meðal jafningja en að lokum kom hann annar í mark, frábær árangur hjá þessum magnaða sundkappa.

Anton Sveinn er fyrsti íslenski sundmaðurinn til að komast á verðlaunapall á EM í 25 metra laug síðan Örn Arnarson nældi í brons árið 2006.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×