Endurflytja ofbeldismál í héraði vegna seinagangs dómara Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2023 16:04 Flytja þarf málið aftur í héraðsdómi vegna þess að dómur var kveðinn upp meira en fjórum vikum eftir að málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Landsréttur úrskurðaði í vikunni að endurflytja þurfi mál í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þess að dómur var kveðinn upp meira en fjórum vikum eftir að málið var dómtekið þar. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála á þess vegna að endurflytja málið, nema að dómari eða aðilar máls hafi talið það óþarft. Fram kemur í dómi Landsréttar að hvorki hafi verið bókað að flytja þyrfti málið að nýju eða að aðilar málsins teldu það óþarft. Þá segir að ekki hafi legið fyrir skrifleg yfirlýsing um að aðilar máls hafi ekki talið þörf á endurflutningi máls. Samkvæmt því var skilyrðum laga um meðferð sakamála ekki uppfyllt við uppkvaðningu dómsins og því komst Landsréttur ekki hjá því að ómerkja áfrýjaða dóminn og vísa málinu aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Dómur var upprunalega kveðinn upp þann 11. nóvember árið 2022 og skotið 8. desember sama ár til Landsréttar, af ríkissaksóknara. Fékk sex mánaða óskilorðsbundinn dóm Málið varðar ofbeldisbrot manns gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni en hann hafði í héraði verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar auk þess sem hann var sviptur ökurétti í þrjú ár. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt brot í nánu sambandi, nauðgun og hættubrot, með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð þáverandi sambýliskonu sinnar. Þá var hann ákærður fyrir ýmis eignaspjöll en hann skemmdi ýmsan fatnað í eigu fyrrverandi sambýliskonu sinnar, tölvu og myndavél. Umrætt atvik eru sögð hafa átt sér stað árin 2017 og 2018. Í dómi Landsréttar segir að ekki sé hægt að gera annað en að senda það aftur til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Hann var sakfelldur fyrir að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra þar sem hann hellti á hana kaffi, sparkaði í klof hennar og hrinti henni þannig að hún féll. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa stofnað lífi hennar í hættu með því að aka á bifreið hennar. Hann var sýknaður af ákæru um nauðgun og annað líkamlegt ofbeldi. Hann játaði eignaspjöll. Ófyrirleitin framkoma Fram kemur í dómi héraðsdóms að hann kannist við ákveðin atriði sem hafi verið borin undir hann í skýrslutöku, þá árið 2018, en ekki við það að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi. „Hann kannaðist við að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og að hafa verið virkilega orðljótur og stjórnlaus í samskiptum við hana. Þá viðurkenndi hann þá háttsemi sem honum er gefin að sök þann 6. nóvember 2018 og jafnframt að hafa eyðilagt tiltekna muni í hennar eigu af ásetningi.“ Í niðurstöðu dómsins segir að meðal gagna málsins séu samskipti milli ákærða og brotaþola sem afrituð voru úr síma brotaþola. „Samskiptin liggja fyrir í málinu en sérstaklega voru dregin fram í rannsóknargögnum þau sem áttu sér stað á tímabili ákæru. Þau samskipti sýna svo ekki verður um villst hversu ófyrirleitin framkoma ákærða var gagnvart henni. Sú framkoma var einhliða af hans hálfu og til þess fallin að brjóta hana niður andlega.“ Kynferðisofbeldi Dómstólar Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Samkvæmt lögum um meðferð sakamála á þess vegna að endurflytja málið, nema að dómari eða aðilar máls hafi talið það óþarft. Fram kemur í dómi Landsréttar að hvorki hafi verið bókað að flytja þyrfti málið að nýju eða að aðilar málsins teldu það óþarft. Þá segir að ekki hafi legið fyrir skrifleg yfirlýsing um að aðilar máls hafi ekki talið þörf á endurflutningi máls. Samkvæmt því var skilyrðum laga um meðferð sakamála ekki uppfyllt við uppkvaðningu dómsins og því komst Landsréttur ekki hjá því að ómerkja áfrýjaða dóminn og vísa málinu aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Dómur var upprunalega kveðinn upp þann 11. nóvember árið 2022 og skotið 8. desember sama ár til Landsréttar, af ríkissaksóknara. Fékk sex mánaða óskilorðsbundinn dóm Málið varðar ofbeldisbrot manns gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni en hann hafði í héraði verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar auk þess sem hann var sviptur ökurétti í þrjú ár. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt brot í nánu sambandi, nauðgun og hættubrot, með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð þáverandi sambýliskonu sinnar. Þá var hann ákærður fyrir ýmis eignaspjöll en hann skemmdi ýmsan fatnað í eigu fyrrverandi sambýliskonu sinnar, tölvu og myndavél. Umrætt atvik eru sögð hafa átt sér stað árin 2017 og 2018. Í dómi Landsréttar segir að ekki sé hægt að gera annað en að senda það aftur til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Hann var sakfelldur fyrir að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra þar sem hann hellti á hana kaffi, sparkaði í klof hennar og hrinti henni þannig að hún féll. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa stofnað lífi hennar í hættu með því að aka á bifreið hennar. Hann var sýknaður af ákæru um nauðgun og annað líkamlegt ofbeldi. Hann játaði eignaspjöll. Ófyrirleitin framkoma Fram kemur í dómi héraðsdóms að hann kannist við ákveðin atriði sem hafi verið borin undir hann í skýrslutöku, þá árið 2018, en ekki við það að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi. „Hann kannaðist við að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og að hafa verið virkilega orðljótur og stjórnlaus í samskiptum við hana. Þá viðurkenndi hann þá háttsemi sem honum er gefin að sök þann 6. nóvember 2018 og jafnframt að hafa eyðilagt tiltekna muni í hennar eigu af ásetningi.“ Í niðurstöðu dómsins segir að meðal gagna málsins séu samskipti milli ákærða og brotaþola sem afrituð voru úr síma brotaþola. „Samskiptin liggja fyrir í málinu en sérstaklega voru dregin fram í rannsóknargögnum þau sem áttu sér stað á tímabili ákæru. Þau samskipti sýna svo ekki verður um villst hversu ófyrirleitin framkoma ákærða var gagnvart henni. Sú framkoma var einhliða af hans hálfu og til þess fallin að brjóta hana niður andlega.“
Kynferðisofbeldi Dómstólar Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira