„Alltaf að reyna tönglast á því að við séum ágætis varnarlið“ Stefán Marteinn skrifar 8. desember 2023 22:16 Pétur Ingvarsson og lærisveinar unnu frábæran sigur í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Keflavík heimsóttu nágranna sína í Njarðvík í kvöld þegar lokaleikur 10. umferðar Subway deildar karla fór fram í Ljónagryfjunni. Fyrirfram mátti búast við hörku leik sem náði þó aldrei þeirri spennu sem vonast var eftir því gestirnir í Keflavík voru hreinlega bara mun betri í kvöld og sóttu virkilega sannfærandi sigur, lokatölur 82-103. „Það er gaman að vinna hérna, við erum ekki vanir því. Við lögðum kannski líka áherslu á að vinna hérna frákasta baráttuna. Við töpuðum henni mjög stórt hérna í bikarleiknum og þar bættum við okkur sem var lykillinn af þessu,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Keflavík tóku yfir leikinn snemma í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl og vildi Pétur meina að undirbúningurinn hafi skipt lykilmáli aðspurður um hvar honum fyndist leikurinn hafa unnist. „Hann eiginlega vannst bara í þessari viku. Við náðum að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og það er búin að vera góður undirbúningur hjá liðinu og það er svona lykilinn af þessu.“ Njarðvíkingar hafa sýnt í vetur að þeir geta vel skotið boltanum og verið með góða skotnýtingu en það gekk lítið upp hjá þeim í dag. „Ég er alltaf að reyna tönglast á því að við séum ágætis varnarlið en það trúir því enginn en mér er alveg sama. Við höldum bara áfram að gera það sem við erum góðir í.“ Pétur vildi ekki meina að mont rétturinn í bænum eða stórsigur hafi endilega verið það sem var lagt upp með en sagði það vissulega bónus í átt að markmiðum Keflavíkurliðsins. „Auðvitað er það svona smá bónus í þessu en þetta er bara einn hóll sem að maður er að vinna og það er enginn orusta unninn. Við erum að stefna á tvo hluti og einn af þeim var ekki að vinna hérna (svona stórt), þetta var ekki einn af þeim hlutum sem við lögðum upp með að gera í vetur. Við erum með ákveðin markmið og það er það sem við erum að vinna í.“ Keflavík er núna komið í þéttan pakka á toppi deildarinnar og sitja þar í efsta sætinu á innbyrðis viðureignum og útlitið því bjart. „Ég held að við séum örugglega með innbyrðis viðureignina besta þannig við eigum að vera efstir þannig ég held að leiðin liggi ekkert meira upp á við en þetta er langt tímabil og ef tímabilið væri búið eftir tíu leiki þá væri ég alveg sáttur en það eru alveg tólf leikir eftir þannig það gefur okkur ekki neitt.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Keflavík vann nokkuð óvæntan stórsigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Með sigri hefði Njarðvík komist á topp deildarinnar en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2023 21:00 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Fyrirfram mátti búast við hörku leik sem náði þó aldrei þeirri spennu sem vonast var eftir því gestirnir í Keflavík voru hreinlega bara mun betri í kvöld og sóttu virkilega sannfærandi sigur, lokatölur 82-103. „Það er gaman að vinna hérna, við erum ekki vanir því. Við lögðum kannski líka áherslu á að vinna hérna frákasta baráttuna. Við töpuðum henni mjög stórt hérna í bikarleiknum og þar bættum við okkur sem var lykillinn af þessu,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Keflavík tóku yfir leikinn snemma í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl og vildi Pétur meina að undirbúningurinn hafi skipt lykilmáli aðspurður um hvar honum fyndist leikurinn hafa unnist. „Hann eiginlega vannst bara í þessari viku. Við náðum að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og það er búin að vera góður undirbúningur hjá liðinu og það er svona lykilinn af þessu.“ Njarðvíkingar hafa sýnt í vetur að þeir geta vel skotið boltanum og verið með góða skotnýtingu en það gekk lítið upp hjá þeim í dag. „Ég er alltaf að reyna tönglast á því að við séum ágætis varnarlið en það trúir því enginn en mér er alveg sama. Við höldum bara áfram að gera það sem við erum góðir í.“ Pétur vildi ekki meina að mont rétturinn í bænum eða stórsigur hafi endilega verið það sem var lagt upp með en sagði það vissulega bónus í átt að markmiðum Keflavíkurliðsins. „Auðvitað er það svona smá bónus í þessu en þetta er bara einn hóll sem að maður er að vinna og það er enginn orusta unninn. Við erum að stefna á tvo hluti og einn af þeim var ekki að vinna hérna (svona stórt), þetta var ekki einn af þeim hlutum sem við lögðum upp með að gera í vetur. Við erum með ákveðin markmið og það er það sem við erum að vinna í.“ Keflavík er núna komið í þéttan pakka á toppi deildarinnar og sitja þar í efsta sætinu á innbyrðis viðureignum og útlitið því bjart. „Ég held að við séum örugglega með innbyrðis viðureignina besta þannig við eigum að vera efstir þannig ég held að leiðin liggi ekkert meira upp á við en þetta er langt tímabil og ef tímabilið væri búið eftir tíu leiki þá væri ég alveg sáttur en það eru alveg tólf leikir eftir þannig það gefur okkur ekki neitt.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Keflavík vann nokkuð óvæntan stórsigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Með sigri hefði Njarðvík komist á topp deildarinnar en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2023 21:00 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Keflavík vann nokkuð óvæntan stórsigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Með sigri hefði Njarðvík komist á topp deildarinnar en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2023 21:00