Djúp hola á æfingavelli Grindavíkur Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2023 23:24 Hér má sjá mynd úr drónamyndbandi sem er tekið af æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur. Á myndinni má holu sem hefur myndast út frá sprungunni sem liggur undir bænum. Vísir/Vilhelm Ljósmyndari Vísis náði myndbandi af stærðarinnar holu sem hefur myndast á æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur eftir jarðhræringarnar í bænum. Holan er ein af mörgum sem hafa myndast út frá sprungunni undir bænum að sögn jarðvegsverkfræðings. „Þetta er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn sem þessi mikla færsla varð um. Þetta er í raun og veru gjá sem heitir Stamphólagjá, ákveðið kennileyti þarna og liggur þarna undir,“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Efla sinnir ráðgjöf fyrir Grindavíkurbæ í að gera við sprungur og holur sem mynduðust í jarðhræringunum. Hér fyrir neðan má sjá drónamyndband sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af holunni. Jörðin togast í sundur við lækkunina Jón Haukur segir að víða í bænum sé verið að fylla upp í holur sem þessa. Styrkja þurfi götustæði og gera við lagnir sem fóru meira og minna í sundur. Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu.Sigurjón Ólason „Þetta er tveggja kílómetra löng sprunga sem myndast frá sjó og alveg í gegnum bæinn. Hún er mest opin í norðurhluta bæjarins, í yngri hluta bæjarins. Í eldri hlutanum liggja þessi mest skemmdu hús yfir þessu og hún hlykkjast að mestu á milli húsa en þó ekki alveg og um fótboltavöllinn,“ segir Jón Haukur. „Það varð þessi mikla hreyfing á þessu, 80 sentímetra lækkun og þá togast þetta í sundur og mjög víða er þetta opið,“ segir hann. Bærinn ekki öruggur vegna sprungnanna Að sögn Jón Hauks er markmiðið að reyna að fylla upp í sem flest gatanna sem mynduðustu með djúpum jarðvegstöppum. Þar að auki er unnið að því að koma fyrir styrkingum með netum undir götum og göngustígum. Aðspurður hvað þetta tekur langan tíma segir hann að það velti allt á því hvenær bærinn verður opnaður. „En þetta er eitt af því sem er hamlandi fyrir því að þú getir sett ótakmarkaða umferð um bæinn. Hann er einfaldlega ekki öruggur út af þessu. Það verður að ráðast en það er alveg lágmark fram á næstu helgi,“ segir Jón Haukur um framhaldið. Framkvæmdir við að laga Grindavíkurbæ halda áfram og einnig vinna við varnargarða.Vísir/Vilhelm Grindavík Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
„Þetta er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn sem þessi mikla færsla varð um. Þetta er í raun og veru gjá sem heitir Stamphólagjá, ákveðið kennileyti þarna og liggur þarna undir,“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Efla sinnir ráðgjöf fyrir Grindavíkurbæ í að gera við sprungur og holur sem mynduðust í jarðhræringunum. Hér fyrir neðan má sjá drónamyndband sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af holunni. Jörðin togast í sundur við lækkunina Jón Haukur segir að víða í bænum sé verið að fylla upp í holur sem þessa. Styrkja þurfi götustæði og gera við lagnir sem fóru meira og minna í sundur. Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu.Sigurjón Ólason „Þetta er tveggja kílómetra löng sprunga sem myndast frá sjó og alveg í gegnum bæinn. Hún er mest opin í norðurhluta bæjarins, í yngri hluta bæjarins. Í eldri hlutanum liggja þessi mest skemmdu hús yfir þessu og hún hlykkjast að mestu á milli húsa en þó ekki alveg og um fótboltavöllinn,“ segir Jón Haukur. „Það varð þessi mikla hreyfing á þessu, 80 sentímetra lækkun og þá togast þetta í sundur og mjög víða er þetta opið,“ segir hann. Bærinn ekki öruggur vegna sprungnanna Að sögn Jón Hauks er markmiðið að reyna að fylla upp í sem flest gatanna sem mynduðustu með djúpum jarðvegstöppum. Þar að auki er unnið að því að koma fyrir styrkingum með netum undir götum og göngustígum. Aðspurður hvað þetta tekur langan tíma segir hann að það velti allt á því hvenær bærinn verður opnaður. „En þetta er eitt af því sem er hamlandi fyrir því að þú getir sett ótakmarkaða umferð um bæinn. Hann er einfaldlega ekki öruggur út af þessu. Það verður að ráðast en það er alveg lágmark fram á næstu helgi,“ segir Jón Haukur um framhaldið. Framkvæmdir við að laga Grindavíkurbæ halda áfram og einnig vinna við varnargarða.Vísir/Vilhelm
Grindavík Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent