Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2023 18:36 Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir enn ekki óhætt fyrir íbúa Grindavíkur að dvelja að nóttu til í bænum. Vísir/Arnar Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. Þannig telja vísindamenn Veðurstofunnar að á meðan land haldi áfram að rísa við Svartsengi séu líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. „Landris undir Svartsengi heldur áfram og eins og kemur fram í hættumatinu þá getur orðið kvikuhlaup og ný atburðarás með mjög skömmum fyrirvara. Veðurstofa horfir á að það geti verið allt niður í tveggja tíma fyrirvari á slíku en við fengjum fyrirvara á frekari atburðum þarna,“ segir Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna. Hann segir hættustig almannavarna áfram í gildi og reglur um viðveru fólks í Grindavík séu óbreyttar. Unnið sé að ýmsum viðgerðum og þeim þurfi að ljúka áður en hægt sé að segja að svæðið sé öruggt. Þá sé lítið hægt að segja til um það nú hvenær íbúar geti aftur flutt heim. „Því miður þá er svona erfitt að segja til um það. Við erum alltaf að endurskoða þetta og vona svona að þessi tímalengd sem við sjáum sé styttri en við höfum talað um.“ Unnið er að því laga skemmdir í Grindavík. Vísir/Einar Skemmdir séu á öðrum grunnskólanum í bænum og einnig á leikskólum og því langt í að starfsemi geti hafist þar á ný. Hann eigi ekki von á að slík þjónusta verði aftur í boði fyrr en í vor. „Þó að fólk gæti kannski hugsanlega verið heima hjá sér þá verður þjónustan í bænum mjög takmörkuð í mjög langan tíma.“ Hótel Bláa lónsins ekki opnað meðan ekki má vera í Grindavík á nóttunni Víðir segist finna fyrir því að sífellt fleiri Grindvíkingar vilji fá að fara heim til sín. „Við erum stöðugt að endurmeta ástandið út frá því hvenær hægt verður að búa að einhverju leyti í Grindavík.“ Enn er engin starfsemi í Bláa lóninu. Til skoðunar var að opna það aftur á morgun en það verður ekki gert. „Það verður endurmat á því eftir helgina. Það er sem sagt stöðufundur um það mál á mánudaginn.“ Víðir segir að þó mögulega verði hægt að opna fyrir gesti í lónið á ný á næstunni gildi ekki það sama um hótelið. „Ef það er ekki talið öruggt að vera í Grindavík á nóttunni þá verður hótelið ekki opnað.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Uppfæra hættumatskort í Grindavík Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. 8. desember 2023 16:32 Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16 Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Ákveðnar sprungur mögulega varðveittar Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn. 6. desember 2023 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þannig telja vísindamenn Veðurstofunnar að á meðan land haldi áfram að rísa við Svartsengi séu líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. „Landris undir Svartsengi heldur áfram og eins og kemur fram í hættumatinu þá getur orðið kvikuhlaup og ný atburðarás með mjög skömmum fyrirvara. Veðurstofa horfir á að það geti verið allt niður í tveggja tíma fyrirvari á slíku en við fengjum fyrirvara á frekari atburðum þarna,“ segir Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna. Hann segir hættustig almannavarna áfram í gildi og reglur um viðveru fólks í Grindavík séu óbreyttar. Unnið sé að ýmsum viðgerðum og þeim þurfi að ljúka áður en hægt sé að segja að svæðið sé öruggt. Þá sé lítið hægt að segja til um það nú hvenær íbúar geti aftur flutt heim. „Því miður þá er svona erfitt að segja til um það. Við erum alltaf að endurskoða þetta og vona svona að þessi tímalengd sem við sjáum sé styttri en við höfum talað um.“ Unnið er að því laga skemmdir í Grindavík. Vísir/Einar Skemmdir séu á öðrum grunnskólanum í bænum og einnig á leikskólum og því langt í að starfsemi geti hafist þar á ný. Hann eigi ekki von á að slík þjónusta verði aftur í boði fyrr en í vor. „Þó að fólk gæti kannski hugsanlega verið heima hjá sér þá verður þjónustan í bænum mjög takmörkuð í mjög langan tíma.“ Hótel Bláa lónsins ekki opnað meðan ekki má vera í Grindavík á nóttunni Víðir segist finna fyrir því að sífellt fleiri Grindvíkingar vilji fá að fara heim til sín. „Við erum stöðugt að endurmeta ástandið út frá því hvenær hægt verður að búa að einhverju leyti í Grindavík.“ Enn er engin starfsemi í Bláa lóninu. Til skoðunar var að opna það aftur á morgun en það verður ekki gert. „Það verður endurmat á því eftir helgina. Það er sem sagt stöðufundur um það mál á mánudaginn.“ Víðir segir að þó mögulega verði hægt að opna fyrir gesti í lónið á ný á næstunni gildi ekki það sama um hótelið. „Ef það er ekki talið öruggt að vera í Grindavík á nóttunni þá verður hótelið ekki opnað.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Uppfæra hættumatskort í Grindavík Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. 8. desember 2023 16:32 Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16 Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Ákveðnar sprungur mögulega varðveittar Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn. 6. desember 2023 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Uppfæra hættumatskort í Grindavík Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. 8. desember 2023 16:32
Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16
Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10
Ákveðnar sprungur mögulega varðveittar Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn. 6. desember 2023 11:45