Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2023 18:36 Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir enn ekki óhætt fyrir íbúa Grindavíkur að dvelja að nóttu til í bænum. Vísir/Arnar Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. Þannig telja vísindamenn Veðurstofunnar að á meðan land haldi áfram að rísa við Svartsengi séu líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. „Landris undir Svartsengi heldur áfram og eins og kemur fram í hættumatinu þá getur orðið kvikuhlaup og ný atburðarás með mjög skömmum fyrirvara. Veðurstofa horfir á að það geti verið allt niður í tveggja tíma fyrirvari á slíku en við fengjum fyrirvara á frekari atburðum þarna,“ segir Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna. Hann segir hættustig almannavarna áfram í gildi og reglur um viðveru fólks í Grindavík séu óbreyttar. Unnið sé að ýmsum viðgerðum og þeim þurfi að ljúka áður en hægt sé að segja að svæðið sé öruggt. Þá sé lítið hægt að segja til um það nú hvenær íbúar geti aftur flutt heim. „Því miður þá er svona erfitt að segja til um það. Við erum alltaf að endurskoða þetta og vona svona að þessi tímalengd sem við sjáum sé styttri en við höfum talað um.“ Unnið er að því laga skemmdir í Grindavík. Vísir/Einar Skemmdir séu á öðrum grunnskólanum í bænum og einnig á leikskólum og því langt í að starfsemi geti hafist þar á ný. Hann eigi ekki von á að slík þjónusta verði aftur í boði fyrr en í vor. „Þó að fólk gæti kannski hugsanlega verið heima hjá sér þá verður þjónustan í bænum mjög takmörkuð í mjög langan tíma.“ Hótel Bláa lónsins ekki opnað meðan ekki má vera í Grindavík á nóttunni Víðir segist finna fyrir því að sífellt fleiri Grindvíkingar vilji fá að fara heim til sín. „Við erum stöðugt að endurmeta ástandið út frá því hvenær hægt verður að búa að einhverju leyti í Grindavík.“ Enn er engin starfsemi í Bláa lóninu. Til skoðunar var að opna það aftur á morgun en það verður ekki gert. „Það verður endurmat á því eftir helgina. Það er sem sagt stöðufundur um það mál á mánudaginn.“ Víðir segir að þó mögulega verði hægt að opna fyrir gesti í lónið á ný á næstunni gildi ekki það sama um hótelið. „Ef það er ekki talið öruggt að vera í Grindavík á nóttunni þá verður hótelið ekki opnað.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Uppfæra hættumatskort í Grindavík Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. 8. desember 2023 16:32 Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16 Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Ákveðnar sprungur mögulega varðveittar Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn. 6. desember 2023 11:45 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Þannig telja vísindamenn Veðurstofunnar að á meðan land haldi áfram að rísa við Svartsengi séu líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. „Landris undir Svartsengi heldur áfram og eins og kemur fram í hættumatinu þá getur orðið kvikuhlaup og ný atburðarás með mjög skömmum fyrirvara. Veðurstofa horfir á að það geti verið allt niður í tveggja tíma fyrirvari á slíku en við fengjum fyrirvara á frekari atburðum þarna,“ segir Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna. Hann segir hættustig almannavarna áfram í gildi og reglur um viðveru fólks í Grindavík séu óbreyttar. Unnið sé að ýmsum viðgerðum og þeim þurfi að ljúka áður en hægt sé að segja að svæðið sé öruggt. Þá sé lítið hægt að segja til um það nú hvenær íbúar geti aftur flutt heim. „Því miður þá er svona erfitt að segja til um það. Við erum alltaf að endurskoða þetta og vona svona að þessi tímalengd sem við sjáum sé styttri en við höfum talað um.“ Unnið er að því laga skemmdir í Grindavík. Vísir/Einar Skemmdir séu á öðrum grunnskólanum í bænum og einnig á leikskólum og því langt í að starfsemi geti hafist þar á ný. Hann eigi ekki von á að slík þjónusta verði aftur í boði fyrr en í vor. „Þó að fólk gæti kannski hugsanlega verið heima hjá sér þá verður þjónustan í bænum mjög takmörkuð í mjög langan tíma.“ Hótel Bláa lónsins ekki opnað meðan ekki má vera í Grindavík á nóttunni Víðir segist finna fyrir því að sífellt fleiri Grindvíkingar vilji fá að fara heim til sín. „Við erum stöðugt að endurmeta ástandið út frá því hvenær hægt verður að búa að einhverju leyti í Grindavík.“ Enn er engin starfsemi í Bláa lóninu. Til skoðunar var að opna það aftur á morgun en það verður ekki gert. „Það verður endurmat á því eftir helgina. Það er sem sagt stöðufundur um það mál á mánudaginn.“ Víðir segir að þó mögulega verði hægt að opna fyrir gesti í lónið á ný á næstunni gildi ekki það sama um hótelið. „Ef það er ekki talið öruggt að vera í Grindavík á nóttunni þá verður hótelið ekki opnað.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Uppfæra hættumatskort í Grindavík Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. 8. desember 2023 16:32 Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16 Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Ákveðnar sprungur mögulega varðveittar Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn. 6. desember 2023 11:45 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Uppfæra hættumatskort í Grindavík Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. 8. desember 2023 16:32
Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16
Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10
Ákveðnar sprungur mögulega varðveittar Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn. 6. desember 2023 11:45