Njarðvíkingar geta afrekað það í kvöld sem hefur ekki sést í „El Clasico“ í 37 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2023 15:40 Mario Matasovic og félagar í Njarðvík hafa unnið fjóra deildarleiki í röð á móti Keflavík. Vísir/Vilhelm Njarðvík tekur á móti Keflavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld en þetta er lokaleikur tíundu umferðar og um leið einn af stærstu leikjum tímabilsins. Það er mikil eftirvænting fyrir leikinn enda bæði liðin að gera góða hluti í deildinni. Njarðvíkingar komast einir á toppinn með sigri en vinni Keflvíkingar þá verða fimm lið efst og jöfn í efsta sætinu. „El Clasico“ leikur Reykjanesbæjarliðanna er alltaf einn af hápunktum tímabilsins og hvað þá þegar bæði liðin eru í toppbaráttunni. Njarðvíkingar hafa unnið báða deildarleiki liðanna undanfarin tvö tímabil og hafa því unnið fjóra síðustu deildarleikina í Reykjanesbæjarslagnum. Keflvíkingar hafa reyndar slegið Njarðvík tvisvar út úr bikarkeppninni á þessum tíma en þegar kemur að leikjum í Subway deildinni þá hafa þeir grænu alltaf fagnað sigri. Njarðvík vann fyrsta leikinn í þessari fjögurra leikja sigurgöngu 30. desember 2021 en Keflvíkingar hafa ekki unnið deildarleik á móti nágrönnum sínum síðan þeir unnu 32 stiga sigur, 89-57, í Blue höllinni 19. mars 2021. Liðin hafa nokkrum sinnum unnið fjóra leiki í röð á móti hvoru öðru undanfarin ár en það er hins vegar langt síðan að annað liðið náði að vinna fimm leiki í röð. Síðasta liðið til að vinna fimm „El Clasico“ leiki í röð var lið Njarðvíkinga vorið 1986. Njarðvík vann þá sex deildarleiki í röð á móti Keflavík frá febrúar 1984 til febrúar 1986 en Keflvíkingar féllu úr deildinni á þessum tíma. Keflavík hafði unnið fjóra fyrstu deildarleiki liðanna þegar Keflvíkingar komu fyrst upp í efstu deild á 1982-83 tímabilinu. Þeir unnu síðan Njarðvík með einu stigi í Ljónagryfjunni 18. nóvember 1983 en síðan ekki aftur fyrr en liðin mættust í Keflavík 23. október 1986. Í sjötta sigri Njarðvík í röð á Keflavík, 103-83 sigur í Keflavík 21. febrúar 1986, þá voru Valur Ingimundarson og Jóhannes Kristbjörnsson stigahæstir í Njarðvíkurliðinu með 28 stig hvor en Guðjón Skúlason skoraði mest fyrir Keflavík eða 24 stig. Keflvíkingar enduðu síðan taphrinu sína á móti Njarðvík átta mánuðum síðar með 72-64 sigri í Keflavík. Hreinn Þorkelsson var stigahæstur Keflvíkinga í leiknum með 21 stig en Guðjón Skúlason skoraði 14 stig. Valur Ingimundarson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 24 stig. Flestir deildarsigrar í röð í innbyrðis leikjum Njarðvíkur og Keflavíkur: 6 - Njarðvík 1984-1986 4 - Njarðvík 2021- í gangi 4 - Keflavík 2019-2021 4 - Keflavík 2016-2018 4 - Njarðvík 2008-2009 4 - Njarðvík 1995-1996 4 - Keflavík 1982-1983 Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Það er mikil eftirvænting fyrir leikinn enda bæði liðin að gera góða hluti í deildinni. Njarðvíkingar komast einir á toppinn með sigri en vinni Keflvíkingar þá verða fimm lið efst og jöfn í efsta sætinu. „El Clasico“ leikur Reykjanesbæjarliðanna er alltaf einn af hápunktum tímabilsins og hvað þá þegar bæði liðin eru í toppbaráttunni. Njarðvíkingar hafa unnið báða deildarleiki liðanna undanfarin tvö tímabil og hafa því unnið fjóra síðustu deildarleikina í Reykjanesbæjarslagnum. Keflvíkingar hafa reyndar slegið Njarðvík tvisvar út úr bikarkeppninni á þessum tíma en þegar kemur að leikjum í Subway deildinni þá hafa þeir grænu alltaf fagnað sigri. Njarðvík vann fyrsta leikinn í þessari fjögurra leikja sigurgöngu 30. desember 2021 en Keflvíkingar hafa ekki unnið deildarleik á móti nágrönnum sínum síðan þeir unnu 32 stiga sigur, 89-57, í Blue höllinni 19. mars 2021. Liðin hafa nokkrum sinnum unnið fjóra leiki í röð á móti hvoru öðru undanfarin ár en það er hins vegar langt síðan að annað liðið náði að vinna fimm leiki í röð. Síðasta liðið til að vinna fimm „El Clasico“ leiki í röð var lið Njarðvíkinga vorið 1986. Njarðvík vann þá sex deildarleiki í röð á móti Keflavík frá febrúar 1984 til febrúar 1986 en Keflvíkingar féllu úr deildinni á þessum tíma. Keflavík hafði unnið fjóra fyrstu deildarleiki liðanna þegar Keflvíkingar komu fyrst upp í efstu deild á 1982-83 tímabilinu. Þeir unnu síðan Njarðvík með einu stigi í Ljónagryfjunni 18. nóvember 1983 en síðan ekki aftur fyrr en liðin mættust í Keflavík 23. október 1986. Í sjötta sigri Njarðvík í röð á Keflavík, 103-83 sigur í Keflavík 21. febrúar 1986, þá voru Valur Ingimundarson og Jóhannes Kristbjörnsson stigahæstir í Njarðvíkurliðinu með 28 stig hvor en Guðjón Skúlason skoraði mest fyrir Keflavík eða 24 stig. Keflvíkingar enduðu síðan taphrinu sína á móti Njarðvík átta mánuðum síðar með 72-64 sigri í Keflavík. Hreinn Þorkelsson var stigahæstur Keflvíkinga í leiknum með 21 stig en Guðjón Skúlason skoraði 14 stig. Valur Ingimundarson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 24 stig. Flestir deildarsigrar í röð í innbyrðis leikjum Njarðvíkur og Keflavíkur: 6 - Njarðvík 1984-1986 4 - Njarðvík 2021- í gangi 4 - Keflavík 2019-2021 4 - Keflavík 2016-2018 4 - Njarðvík 2008-2009 4 - Njarðvík 1995-1996 4 - Keflavík 1982-1983
Flestir deildarsigrar í röð í innbyrðis leikjum Njarðvíkur og Keflavíkur: 6 - Njarðvík 1984-1986 4 - Njarðvík 2021- í gangi 4 - Keflavík 2019-2021 4 - Keflavík 2016-2018 4 - Njarðvík 2008-2009 4 - Njarðvík 1995-1996 4 - Keflavík 1982-1983
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira