Viðskipti innlent

Bein út­sending: Gera grein fyrir yfir­lýsingu fjár­mála­stöðug­leika­nefndar

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri munu gera grein fyrir yfirlýsingunni.
Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri munu gera grein fyrir yfirlýsingunni. Vísir/Vilhelm

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars að fjármálakerfið hér á landi sé traust og eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk. 

„Þótt dregið hafi úr vexti útlána er geta þeirra góð til áframhaldandi miðlunar lánsfjár til heimila og fyrirtækja. Erlend markaðsfjármögnun bankanna er í góðum farvegi og á áætlun. Vanskil eru lítil og hafa aukist óverulega þrátt fyrir aukna verðbólgu, hækkun vaxta og þyngri greiðslubyrði. Í ljósi þessa ákvað nefndin að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%.

Fjármálaskilyrði hafa versnað samhliða því sem hægt hefur á efnahagsumsvifum. Aftur á móti er skuldahlutfall bæði heimila og fyrirtækja hóflegt, hvort heldur miðað er við tekjur eða eiginfjárstöðu. Sú staða skapar svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði húsnæðislána að greiðslugetu og þeim lánþegaskilyrðum sem nefndin hefur sett,“ segir í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir

Fjármálaskilyrði hafa versnað

Fjármálaskilyrði á Íslandi hafa versnað samhliða því sem hægt hefur á efnahagsumsvifum. Aftur á móti er skuldahlutfall bæði heimila og fyrirtækja hóflegt, hvort heldur miðað er við tekjur eða eiginfjárstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×