„Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2023 21:41 Karólína Lea skoraði sigurmarkið í Viborg. ANP/Getty Images „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Ísland vann 1-0 sigur í Viborg en hitastigið var nær alkuli heldur en eitthvað annað og leikmenn Íslands flestar búnar að vefja utan um sig teppi á leið sinni inn í klefann. Það var þó ljóst að flugeldasýning Dana í upphafi leiks kveikti í íslenska liðinu sem sá til þess að þær dönsku voru ekki með neina flugeldasýningu inn á vellinum. „Við ætluðum inn í þennan leik til að vinna og ekkert annað. Sýndum góða frammistöðu í dag og sigldum þessu heim.“ „Ég átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar samt sem áður. Fanney (Inga Birkisdóttir) frábær í markinu, mikið hrós á hana. Varnarlínan hélt gríðarlega vel og svo vorum við oft góðar á boltann svo ég er gríðarlega stolt af mínu liði.“ „Það var gaman (að skora sigurmarkið). Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) sagði við mig í hálfleik að ég myndi skora ef ég ætti eitt skot í viðbót, var búin að klúðra einhverjum færum í fyrri hálfleik. Gríðarlega gaman að skora loksins, langt síðan ég skoraði fyrir Ísland.“ „Ég er búin á því. Nú er endurheimt fyrir risaleik með Bayer Leverkusen á mánudaginn. Mætum Bayern Munchen sem verður gríðarlega sérstakur leikur en ég er góð,“ sagði Karólína Lea – leikmaður Bayern sem er á láni hjá Leverkusen - um stöðuna á sér en hún fór tvívegis niður meidd í leiknum. Að lokum var Karólína Lea spurð um komandi jólafrí og þó hún elski fótbolta þá fagnar hún smá pásu. „Ég ætla að njóta í botn. Ég elska að spila fótbolta og búin að njóta þess mikið að fá mikinn spiltíma en ég ætla að njóta vel að vera í fríi.“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Sjá meira
Ísland vann 1-0 sigur í Viborg en hitastigið var nær alkuli heldur en eitthvað annað og leikmenn Íslands flestar búnar að vefja utan um sig teppi á leið sinni inn í klefann. Það var þó ljóst að flugeldasýning Dana í upphafi leiks kveikti í íslenska liðinu sem sá til þess að þær dönsku voru ekki með neina flugeldasýningu inn á vellinum. „Við ætluðum inn í þennan leik til að vinna og ekkert annað. Sýndum góða frammistöðu í dag og sigldum þessu heim.“ „Ég átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar samt sem áður. Fanney (Inga Birkisdóttir) frábær í markinu, mikið hrós á hana. Varnarlínan hélt gríðarlega vel og svo vorum við oft góðar á boltann svo ég er gríðarlega stolt af mínu liði.“ „Það var gaman (að skora sigurmarkið). Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) sagði við mig í hálfleik að ég myndi skora ef ég ætti eitt skot í viðbót, var búin að klúðra einhverjum færum í fyrri hálfleik. Gríðarlega gaman að skora loksins, langt síðan ég skoraði fyrir Ísland.“ „Ég er búin á því. Nú er endurheimt fyrir risaleik með Bayer Leverkusen á mánudaginn. Mætum Bayern Munchen sem verður gríðarlega sérstakur leikur en ég er góð,“ sagði Karólína Lea – leikmaður Bayern sem er á láni hjá Leverkusen - um stöðuna á sér en hún fór tvívegis niður meidd í leiknum. Að lokum var Karólína Lea spurð um komandi jólafrí og þó hún elski fótbolta þá fagnar hún smá pásu. „Ég ætla að njóta í botn. Ég elska að spila fótbolta og búin að njóta þess mikið að fá mikinn spiltíma en ég ætla að njóta vel að vera í fríi.“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Sjá meira
„Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31
Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10