„Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2023 21:41 Karólína Lea skoraði sigurmarkið í Viborg. ANP/Getty Images „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Ísland vann 1-0 sigur í Viborg en hitastigið var nær alkuli heldur en eitthvað annað og leikmenn Íslands flestar búnar að vefja utan um sig teppi á leið sinni inn í klefann. Það var þó ljóst að flugeldasýning Dana í upphafi leiks kveikti í íslenska liðinu sem sá til þess að þær dönsku voru ekki með neina flugeldasýningu inn á vellinum. „Við ætluðum inn í þennan leik til að vinna og ekkert annað. Sýndum góða frammistöðu í dag og sigldum þessu heim.“ „Ég átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar samt sem áður. Fanney (Inga Birkisdóttir) frábær í markinu, mikið hrós á hana. Varnarlínan hélt gríðarlega vel og svo vorum við oft góðar á boltann svo ég er gríðarlega stolt af mínu liði.“ „Það var gaman (að skora sigurmarkið). Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) sagði við mig í hálfleik að ég myndi skora ef ég ætti eitt skot í viðbót, var búin að klúðra einhverjum færum í fyrri hálfleik. Gríðarlega gaman að skora loksins, langt síðan ég skoraði fyrir Ísland.“ „Ég er búin á því. Nú er endurheimt fyrir risaleik með Bayer Leverkusen á mánudaginn. Mætum Bayern Munchen sem verður gríðarlega sérstakur leikur en ég er góð,“ sagði Karólína Lea – leikmaður Bayern sem er á láni hjá Leverkusen - um stöðuna á sér en hún fór tvívegis niður meidd í leiknum. Að lokum var Karólína Lea spurð um komandi jólafrí og þó hún elski fótbolta þá fagnar hún smá pásu. „Ég ætla að njóta í botn. Ég elska að spila fótbolta og búin að njóta þess mikið að fá mikinn spiltíma en ég ætla að njóta vel að vera í fríi.“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira
Ísland vann 1-0 sigur í Viborg en hitastigið var nær alkuli heldur en eitthvað annað og leikmenn Íslands flestar búnar að vefja utan um sig teppi á leið sinni inn í klefann. Það var þó ljóst að flugeldasýning Dana í upphafi leiks kveikti í íslenska liðinu sem sá til þess að þær dönsku voru ekki með neina flugeldasýningu inn á vellinum. „Við ætluðum inn í þennan leik til að vinna og ekkert annað. Sýndum góða frammistöðu í dag og sigldum þessu heim.“ „Ég átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar samt sem áður. Fanney (Inga Birkisdóttir) frábær í markinu, mikið hrós á hana. Varnarlínan hélt gríðarlega vel og svo vorum við oft góðar á boltann svo ég er gríðarlega stolt af mínu liði.“ „Það var gaman (að skora sigurmarkið). Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) sagði við mig í hálfleik að ég myndi skora ef ég ætti eitt skot í viðbót, var búin að klúðra einhverjum færum í fyrri hálfleik. Gríðarlega gaman að skora loksins, langt síðan ég skoraði fyrir Ísland.“ „Ég er búin á því. Nú er endurheimt fyrir risaleik með Bayer Leverkusen á mánudaginn. Mætum Bayern Munchen sem verður gríðarlega sérstakur leikur en ég er góð,“ sagði Karólína Lea – leikmaður Bayern sem er á láni hjá Leverkusen - um stöðuna á sér en hún fór tvívegis niður meidd í leiknum. Að lokum var Karólína Lea spurð um komandi jólafrí og þó hún elski fótbolta þá fagnar hún smá pásu. „Ég ætla að njóta í botn. Ég elska að spila fótbolta og búin að njóta þess mikið að fá mikinn spiltíma en ég ætla að njóta vel að vera í fríi.“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira
„Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31
Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10