Kvika virðist hætt að streyma í kvikuganginn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. desember 2023 12:18 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að dregið hafi úr líkum á gosi. Vísir/Vilhelm Kvika virðist hætt að streyma inn í kvikuganginn á Reykjanesi. Hún safnast nú saman undir Svartsengi á hraða sem svipar til streymis Elliðaáa. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að líkur á eldgosi hafi minnkað þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. „Það bendir allt til þess að kvika sé hætt að flæða in í ganginn og hafi ekki gert það síðustu daga. Sem eru góðar fréttir í bili en það er landris undir Svartsengi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. Streymið í kvikuhólf undir Svartsengi svipi til þess sem var fyrir atburðina sem leiddu til þess að Grindavík var rýmd. „Þetta er ekkert mjög hratt streymi en samt eru þetta einhverjir nokkrir rúmmetrar á sekúndu sem eru að safnast þarna undir, ein Elliðaár eða rúmlega það, og það telst bara töluvert í öllum svona fræðum.“ Kvikan liggur þar á um fimm til sex kílómetra dýpi. Magnús Tumi segir að dregið hafi úr líkum á eldgosi þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. Þrátt fyrir að litlar líkur séu á gosi í Grindavík er of snemmt að segja hvenær íbúar geta snúið aftur heim, segir prófessor í jarðeðlisfræði.vísir/Vilhelm Komi til goss á næstunni sé enn líklegast að kvikan fari aftur inn í ganginn og komi upp í sprungunni þar. „Þar er veikleikinn, þar er jarðskorpan veik fyrir og nánast opið. Ef það kæmi til goss er lang líklegasti staðurinn við Sundhnúka og þar. Þar er gangurinn breiðastur og þar var uppstreymið.“ Magnús Tumi segir of snemmt að segja hvenær Grindvíkingar geti mögulega snúið aftur heim, meðal annars þurfi að huga að hættulegum sprungum. „Það erað mörgu að gæta í því og líka bara að gera bæinn sæmilega öruggan áður en til þess kæmi,“ segir Magnús Tumi. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
„Það bendir allt til þess að kvika sé hætt að flæða in í ganginn og hafi ekki gert það síðustu daga. Sem eru góðar fréttir í bili en það er landris undir Svartsengi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. Streymið í kvikuhólf undir Svartsengi svipi til þess sem var fyrir atburðina sem leiddu til þess að Grindavík var rýmd. „Þetta er ekkert mjög hratt streymi en samt eru þetta einhverjir nokkrir rúmmetrar á sekúndu sem eru að safnast þarna undir, ein Elliðaár eða rúmlega það, og það telst bara töluvert í öllum svona fræðum.“ Kvikan liggur þar á um fimm til sex kílómetra dýpi. Magnús Tumi segir að dregið hafi úr líkum á eldgosi þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. Þrátt fyrir að litlar líkur séu á gosi í Grindavík er of snemmt að segja hvenær íbúar geta snúið aftur heim, segir prófessor í jarðeðlisfræði.vísir/Vilhelm Komi til goss á næstunni sé enn líklegast að kvikan fari aftur inn í ganginn og komi upp í sprungunni þar. „Þar er veikleikinn, þar er jarðskorpan veik fyrir og nánast opið. Ef það kæmi til goss er lang líklegasti staðurinn við Sundhnúka og þar. Þar er gangurinn breiðastur og þar var uppstreymið.“ Magnús Tumi segir of snemmt að segja hvenær Grindvíkingar geti mögulega snúið aftur heim, meðal annars þurfi að huga að hættulegum sprungum. „Það erað mörgu að gæta í því og líka bara að gera bæinn sæmilega öruggan áður en til þess kæmi,“ segir Magnús Tumi.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira