„Lúmskar“ skattbreytingar hafa áhrif á jólagjafir Árni Sæberg skrifar 4. desember 2023 11:00 Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögmaður og meðeigandi hjá Deloitte Legal. Deloitte Lögmaður segir takmörk á því hversu mikið má hafa gaman, allavega í augum skattyfirvalda. Nýlegar breytingar á skattmati Ríkisskattstjóra gera það að verkum að hámarksfjárhæð viðburða á vegum fyrirtækis og gjafa samanlagt nemur 163.000 krónum á hvern starfsmann. Þá verður ekki lengur hægt að gefa bankakort með inneign skattfrjálst. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögmaður og meðeigandi hjá Deloitte Legal, vakti athygli á málinu í aðsendri grein á Innherja í morgun. Þar segir hún að ríkisskattstjóri gefi árlega út svokallað skattmat sem felur í sér reglur um það hvernig skuli meta hlunnindi til tekna og hvaða kostnaður telst frádráttarbær frá rekstri. Telja beri til tekna hvers konar gæði sem mönnum hlotnast og metin verða til peningaverðs og skipti þá ekki máli hvaðan þau stafa eða í hvaða formi þau eru. Það eigi meðal annars við um fatnað, fæði, húsnæði, hvers konar fríðindi, greiðslur í vörum eða afurðum, svo og framlög og gjafir, sé verðmætið hærra en almennt gerist um tækifærisgjafir. „Á árinu 2023 voru gerðar lúmskar breytingar á skattmati ríkisskattstjóra um mat á hlunnindum eða gæðum sem telja ber til tekna. Undirrituð leyfir sér að notað lýsingarorðið „lúmskar“ því þær virðast ekki hafa farið sérlega hátt og komið mörgum í opna skjöldu nú þegar hátíð ljóss, friðar og gleðskapar nálgast,“ segir Guðbjörg. Ekki lengur hægt að lauma peningum að starfólki Í fyrsta lagi hafi verið sett inn ný málsgrein sem orðrétt segir eftirfarandi: „Peningagjafir launagreiðanda til starfsmanna teljast alltaf til skattskyldra tekna viðtakanda, hvort sem gjöfin er í beinhörðum peningum, innleggi á bankareikninga eða afhendingu á bankakorti.“ Algengt hafi verið að fyrirtæki gefi starfsmönnum sínum bankakort í jólagjöf en samkvæmt framangreindum breytingum á skattmatinu þá teljist slík gjöf að fullu til tekna hjá starfsmanninum. Vakin skuli athygli á að gjafakort í einstakar verslanir, verslanamiðstöðvar eða fyrir tiltekinni þjónustu, svo sem hótelgistingu, falli ekki undir skilgreiningu á bankakortum. Gjafir nú flokkaðar með árshátíðinni og jólahlaðborðinu. Í öðru lagi hafi fjárhæðamörkin, sem taka til viðurgjörnings til starfsmanns, einnig verið látin ná til gjafa. Lengi hafi sú regla verið inni í skattmatinu að ekki skuli telja til tekna hlunnindi og fríðindi sem felast í ýmsum viðurgjörningi eins og til dæmis árshátíð, starfsmannaferðum, jólagleði og sambærilegum samkomum og viðburðum, enda sé að jafnaði um að ræða upplyftingu og góðgerðir sem standi öllum starfsmönnum launagreiðandans til boða og árlegur kostnaður af þeim nemi ekki hærri fjárhæð en tiltekin fjárhæð á hvern starfsmann, sem taki breytingum árlega. „Á árinu 2023 er þessi hámarksfjárhæð 163.000 krónur en það sem breyttist þetta árið er að nú eru meðtaldar allar gjafir til starfsmanna á umræddu ári. Segir nú að auki í skattmatinu varðandi upptalningu á skemmtunum að það taki einnig til „glaðninga, t.d. í kringum hátíðir“.“ Grundvallarbreyting Guðbjörg segir þessa breytingu algjöra nýjung, enda hafi ekki áður verið til staðar í skattmatinu ákveðin fjárhæðarmörk á gjöfum til starfsmanna, einungis sú almenna regla að miða eigi við að verðmæti þeirra sé líkt og almennt gerist um slíkar gjafir. Gagnrýna megi hvort að sú nálgun sé réttmæt eða hvort færi ekki betur á því að festa tiltekna fjárhæð í skattmati hvers árs. Þannig væru þessi mörk vel skilgreind og myndu ekki skapa óvissu gagnvart launagreiðendum varðandi það hversu vel þeir mega gera við sína starfsmenn án þess að starfsmennirnir þurfi að greiða tekjuskatt af gjöfinni. „Þeim gæti verið gerður bjarnargreiði við slíkar aðstæður.“ Spurning hvort eitthvað verði eftir fyrir jólagjöfina Guðbjörg segir að lengi vel hafi verið gantast með að viðmiðin varðandi jólagjafir til starfsmanna færu eftir „Cintamani vísitölunni“ þar sem Skatturinn sjálfur hafi gefið starfsmönnum sínum árið 2009 dúnúlpur frá Cintamani í jólagjöf, sem kostaði á þeim tíma 29.900 krónur í smásölu. Ef slík gjöf væri innan marka þess sem telja mætti að almennt gerist um tækifærisgjafir þá væri það eitthvað til að miða við varðandi jólagjafir launagreiðenda til starfsmanna. Í öllum tilvikum hafi verið talið að viðmið varðandi jólagjafir kæmu til viðbótar við það hámark sem launagreiðendur gætu eytt í árshátíðir, skemmtanir eða annan viðurgjörning. Með framangreindum breytingum á skattmatinu hafa verið sett ákveðin fjárhæðarmörk á gjafir til starfsmanna vegna ársins 2023. Þær séu nú takmarkaðar við 163.000 króna verðmæti á ári – að því gefnu að engar aðrar skemmtanir, árshátíð eða viðurgerningar hafi átt sér stað á vegum launagreiðandans. Ef hins vegar árshátíðin var vegleg, þorrablótið eða jólahlaðborð líka svolítið skemmtilegt, þá komi til álita hvort eitthvað sé eftir til ráðstöfunar í jólagjafir. „Það er þó alveg ljóst að nú er búið að takmarka það hversu skemmtilegur eða gjafmildur vinnuveitandinn má vera.“ Jól Skattar og tollar Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögmaður og meðeigandi hjá Deloitte Legal, vakti athygli á málinu í aðsendri grein á Innherja í morgun. Þar segir hún að ríkisskattstjóri gefi árlega út svokallað skattmat sem felur í sér reglur um það hvernig skuli meta hlunnindi til tekna og hvaða kostnaður telst frádráttarbær frá rekstri. Telja beri til tekna hvers konar gæði sem mönnum hlotnast og metin verða til peningaverðs og skipti þá ekki máli hvaðan þau stafa eða í hvaða formi þau eru. Það eigi meðal annars við um fatnað, fæði, húsnæði, hvers konar fríðindi, greiðslur í vörum eða afurðum, svo og framlög og gjafir, sé verðmætið hærra en almennt gerist um tækifærisgjafir. „Á árinu 2023 voru gerðar lúmskar breytingar á skattmati ríkisskattstjóra um mat á hlunnindum eða gæðum sem telja ber til tekna. Undirrituð leyfir sér að notað lýsingarorðið „lúmskar“ því þær virðast ekki hafa farið sérlega hátt og komið mörgum í opna skjöldu nú þegar hátíð ljóss, friðar og gleðskapar nálgast,“ segir Guðbjörg. Ekki lengur hægt að lauma peningum að starfólki Í fyrsta lagi hafi verið sett inn ný málsgrein sem orðrétt segir eftirfarandi: „Peningagjafir launagreiðanda til starfsmanna teljast alltaf til skattskyldra tekna viðtakanda, hvort sem gjöfin er í beinhörðum peningum, innleggi á bankareikninga eða afhendingu á bankakorti.“ Algengt hafi verið að fyrirtæki gefi starfsmönnum sínum bankakort í jólagjöf en samkvæmt framangreindum breytingum á skattmatinu þá teljist slík gjöf að fullu til tekna hjá starfsmanninum. Vakin skuli athygli á að gjafakort í einstakar verslanir, verslanamiðstöðvar eða fyrir tiltekinni þjónustu, svo sem hótelgistingu, falli ekki undir skilgreiningu á bankakortum. Gjafir nú flokkaðar með árshátíðinni og jólahlaðborðinu. Í öðru lagi hafi fjárhæðamörkin, sem taka til viðurgjörnings til starfsmanns, einnig verið látin ná til gjafa. Lengi hafi sú regla verið inni í skattmatinu að ekki skuli telja til tekna hlunnindi og fríðindi sem felast í ýmsum viðurgjörningi eins og til dæmis árshátíð, starfsmannaferðum, jólagleði og sambærilegum samkomum og viðburðum, enda sé að jafnaði um að ræða upplyftingu og góðgerðir sem standi öllum starfsmönnum launagreiðandans til boða og árlegur kostnaður af þeim nemi ekki hærri fjárhæð en tiltekin fjárhæð á hvern starfsmann, sem taki breytingum árlega. „Á árinu 2023 er þessi hámarksfjárhæð 163.000 krónur en það sem breyttist þetta árið er að nú eru meðtaldar allar gjafir til starfsmanna á umræddu ári. Segir nú að auki í skattmatinu varðandi upptalningu á skemmtunum að það taki einnig til „glaðninga, t.d. í kringum hátíðir“.“ Grundvallarbreyting Guðbjörg segir þessa breytingu algjöra nýjung, enda hafi ekki áður verið til staðar í skattmatinu ákveðin fjárhæðarmörk á gjöfum til starfsmanna, einungis sú almenna regla að miða eigi við að verðmæti þeirra sé líkt og almennt gerist um slíkar gjafir. Gagnrýna megi hvort að sú nálgun sé réttmæt eða hvort færi ekki betur á því að festa tiltekna fjárhæð í skattmati hvers árs. Þannig væru þessi mörk vel skilgreind og myndu ekki skapa óvissu gagnvart launagreiðendum varðandi það hversu vel þeir mega gera við sína starfsmenn án þess að starfsmennirnir þurfi að greiða tekjuskatt af gjöfinni. „Þeim gæti verið gerður bjarnargreiði við slíkar aðstæður.“ Spurning hvort eitthvað verði eftir fyrir jólagjöfina Guðbjörg segir að lengi vel hafi verið gantast með að viðmiðin varðandi jólagjafir til starfsmanna færu eftir „Cintamani vísitölunni“ þar sem Skatturinn sjálfur hafi gefið starfsmönnum sínum árið 2009 dúnúlpur frá Cintamani í jólagjöf, sem kostaði á þeim tíma 29.900 krónur í smásölu. Ef slík gjöf væri innan marka þess sem telja mætti að almennt gerist um tækifærisgjafir þá væri það eitthvað til að miða við varðandi jólagjafir launagreiðenda til starfsmanna. Í öllum tilvikum hafi verið talið að viðmið varðandi jólagjafir kæmu til viðbótar við það hámark sem launagreiðendur gætu eytt í árshátíðir, skemmtanir eða annan viðurgjörning. Með framangreindum breytingum á skattmatinu hafa verið sett ákveðin fjárhæðarmörk á gjafir til starfsmanna vegna ársins 2023. Þær séu nú takmarkaðar við 163.000 króna verðmæti á ári – að því gefnu að engar aðrar skemmtanir, árshátíð eða viðurgerningar hafi átt sér stað á vegum launagreiðandans. Ef hins vegar árshátíðin var vegleg, þorrablótið eða jólahlaðborð líka svolítið skemmtilegt, þá komi til álita hvort eitthvað sé eftir til ráðstöfunar í jólagjafir. „Það er þó alveg ljóst að nú er búið að takmarka það hversu skemmtilegur eða gjafmildur vinnuveitandinn má vera.“
Jól Skattar og tollar Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira