Stelpurnar geta komið Íslandi á HM í Kólumbíu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 11:01 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði mark í sigurleiknum á EM í sumar sem á endanum færði íslenska liðinu sæti í umpilsleiknum í dag. Hér sést hún á æfingu með liðinu fyrir leikinn. KSÍ Íslenska tuttugu ára landslið kvenna í fótbolta er einum sigri frá því að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins næsta haust. Ísland mætir Austurríki í dag í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Kólumbíu sem fer fram 31. ágúst til 22. september á næsta ári. Leikurinn fer fram í Salou á Spáni en þessi leikur kom óvænt upp eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið ákvað að fjölga liðum í úrslitakeppninni. Áður áttu bara liðin fjögur í undanúrslitum EM að tryggja sér sæti á HM en eftir að fjölgað var um átta lið í keppninni þá fékk Evrópa eitt sæti í viðbót. Þriðja sætið í riðlinum á EM dýrmætt Góður árangur Íslands í lokakeppni EM U19 kvenna í Belgíu skilaði stelpunum okkar í þennan leik. Ísland og Austurríki urðu í þriðja sæti í sínum riðlum og fá því að spila um sæti í þessum umspilsleik á hlutlausum velli. Það var 2-0 sigur Íslands á Tékkum í riðlakeppninni síðasta sumar sem kom íslenska liðinu upp í þetta mikilvæga þriðja sætið. Mörk liðsins skoruðu þær Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Snædís María Jörundsdóttir sem báðar eru í hópnum núna. Það er líka Bergdís Sveinsdóttir sem skoraði hitt mark íslenska liðsins í úrslitakeppninni. Margrét Magnúsdóttir er landsliðsþjálfari Íslands í þessum aldursflokki og í liðinu eru margir leikmenn sem hafa náð sér í dýrmæta reynslu í Bestu deildinni síðustu sumur. Margrét mátti velja leikmenn sem eru fæddar frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2008. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk landslið kemst á HM og stelpurnar gætu því afrekað eitthvað stórt með sigri í dag. Austurríska liðið vann Holland og gerði jafntefli við Belgíu í riðli sínum í sumar og endaði því með fleiri stig en íslenska liðið. Þær skoruðu líka einu marki meira. Hafa átt fína daga saman heima á Íslandi „Þetta leggst bara mjög vel í okkur. Við erum bara mjög spenntar og fullar tilhlökkunar að fá að takast á við þetta verkefni,“ sagði Margrét Magnúsdóttir í viðtali á miðlum KSÍ. „Við eigum fínan mögulega ef við spilum agaðan og góðan varnarleik. Það er það sem hefur fleytt okkur í þennan leik. Við höfum spilað mjög góða vörn og það er planið okkar að spila góðan varnarleik,“ sagði Margrét. Það er langt síðan stelpurnar kláruðu tímabilið með sínum félagsliðum og það er auðvitað ákveðinn óvissuþáttur. „Við erum búnar að eiga fína daga saman heima á Íslandi. Höfum náð tveimur lotum með liðinu með nokkrum æfingum og fengum síðan æfingarleik á móti Svíþjóð í vikunni sem var mjög gott fyrir okkur,“ sagði Margrét. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Sjá meira
Ísland mætir Austurríki í dag í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Kólumbíu sem fer fram 31. ágúst til 22. september á næsta ári. Leikurinn fer fram í Salou á Spáni en þessi leikur kom óvænt upp eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið ákvað að fjölga liðum í úrslitakeppninni. Áður áttu bara liðin fjögur í undanúrslitum EM að tryggja sér sæti á HM en eftir að fjölgað var um átta lið í keppninni þá fékk Evrópa eitt sæti í viðbót. Þriðja sætið í riðlinum á EM dýrmætt Góður árangur Íslands í lokakeppni EM U19 kvenna í Belgíu skilaði stelpunum okkar í þennan leik. Ísland og Austurríki urðu í þriðja sæti í sínum riðlum og fá því að spila um sæti í þessum umspilsleik á hlutlausum velli. Það var 2-0 sigur Íslands á Tékkum í riðlakeppninni síðasta sumar sem kom íslenska liðinu upp í þetta mikilvæga þriðja sætið. Mörk liðsins skoruðu þær Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Snædís María Jörundsdóttir sem báðar eru í hópnum núna. Það er líka Bergdís Sveinsdóttir sem skoraði hitt mark íslenska liðsins í úrslitakeppninni. Margrét Magnúsdóttir er landsliðsþjálfari Íslands í þessum aldursflokki og í liðinu eru margir leikmenn sem hafa náð sér í dýrmæta reynslu í Bestu deildinni síðustu sumur. Margrét mátti velja leikmenn sem eru fæddar frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2008. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk landslið kemst á HM og stelpurnar gætu því afrekað eitthvað stórt með sigri í dag. Austurríska liðið vann Holland og gerði jafntefli við Belgíu í riðli sínum í sumar og endaði því með fleiri stig en íslenska liðið. Þær skoruðu líka einu marki meira. Hafa átt fína daga saman heima á Íslandi „Þetta leggst bara mjög vel í okkur. Við erum bara mjög spenntar og fullar tilhlökkunar að fá að takast á við þetta verkefni,“ sagði Margrét Magnúsdóttir í viðtali á miðlum KSÍ. „Við eigum fínan mögulega ef við spilum agaðan og góðan varnarleik. Það er það sem hefur fleytt okkur í þennan leik. Við höfum spilað mjög góða vörn og það er planið okkar að spila góðan varnarleik,“ sagði Margrét. Það er langt síðan stelpurnar kláruðu tímabilið með sínum félagsliðum og það er auðvitað ákveðinn óvissuþáttur. „Við erum búnar að eiga fína daga saman heima á Íslandi. Höfum náð tveimur lotum með liðinu með nokkrum æfingum og fengum síðan æfingarleik á móti Svíþjóð í vikunni sem var mjög gott fyrir okkur,“ sagði Margrét. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Sjá meira