„Óli stóð upp úr“ en sagðist ekki of góður: „Það er kjaftæði“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2023 09:30 Ólafur Ólafsson og Haraldur Birgisson sigurreifir með verðlaunagripinn sinn. Stöð 2 Sport „Ég hef aldrei unnið í úrvalsdeildinni,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Ólafsson laufléttur í bragði eftir að hafa reynst sannkallaður senuþjófur í Stjörnupílunni á Bullseye um helgina. Mótið var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld en þetta er annað árið sem Stjörnupílan fer fram. Þar keppa pör skipuð einum reyndum pílukastara og svo frægum einstaklingi. Ólafur og Haraldur Birgisson fögnuðu saman sigri á mótinu, eftir æsispennandi úrslitaleik gegn knattspyrnumanninum Höskuldi Gunnlaugssyni og Hallgrími Egilssyni. Ólafur hóf úrslitaleikinn frábærlega með því að ná 140, og hann sá einnig um að klára oddalegginn með því að hitta í 16, en þeir keppendur sem eru ekki pílukastarar þurftu ekki að hitta í tvöfaldan reit til að klára legg. Klippa: Úrslitin í Stjörnupílunni „Aðeins að láta menn heyra það“ Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var létt yfir Ólafi og Haraldi eftir sigurinn. Andri Már Eggertsson benti á að Ólafur hefði verið duglegur að hafa áhrif á andstæðingana með því að tala við þá, og spurði hvort það væri eitthvað sem hann væri vanur úr körfuboltanum: „Já, já, allan daginn. Bara láta menn heyra það. Þetta myndi ekki ganga upp í venjulegri pílu en ég var aðeins svona að láta menn heyra það. Bara gaman af því,“ sagði Ólafur. Makkerinn hans var hæstánægður: „Geggjuð tilfinning. Ég var að hefna mín eftir tapið í gær. Við vorum með salinn með okkur. Óli var með salinn með okkur. Geggjaður stuðningur. Við fórum bara auðveldlega með þetta,“ sagði Haraldur sem keppti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld en þar stóð fyrrnefndur Hallgrímur, Halli E, uppi sem sigurvegari. „Ég var svolítið ósáttur í gær en þetta vegur vel upp á móti,“ sagði Haraldur. Andri fullyrti að Ólafur hefði átt tilþrif kvöldsins í Stjörnupílunni þegar hann hóf úrslitaleikinn á að hitta 140: „Það eru allir að segja að ég sé svo góður í þessu en þetta er í raun bara eins og að taka víti. Eins og Pétur Guðmundsson sagði við okkur, þú þarft bara að fylgja eftir. Þegar pílan fer í þrefalda reitinn þá miða ég bara á píluna… Þetta er bara grís,“ sagði Ólafur hógvær. Einn af andstæðingunum sem hann sló út, Rikki G., sagði að Ólafur væri einfaldlega ekki rétt flokkaður því hann væri of góður í pílukasti: „Það er kjaftæði. Hann hitti fleiri þrefalda reiti á móti mér. Það er bara geggjað að fá að taka þátt í þessu, í geggjaðri stemningu,“ sagði Ólafur og Haraldur hrósaði honum í hástert: „Óli stóð upp úr. „Clutch player“ sem kláraði þetta allt þegar við þurftum á því að halda. Geggjaður.“ Pílukast Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Mótið var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld en þetta er annað árið sem Stjörnupílan fer fram. Þar keppa pör skipuð einum reyndum pílukastara og svo frægum einstaklingi. Ólafur og Haraldur Birgisson fögnuðu saman sigri á mótinu, eftir æsispennandi úrslitaleik gegn knattspyrnumanninum Höskuldi Gunnlaugssyni og Hallgrími Egilssyni. Ólafur hóf úrslitaleikinn frábærlega með því að ná 140, og hann sá einnig um að klára oddalegginn með því að hitta í 16, en þeir keppendur sem eru ekki pílukastarar þurftu ekki að hitta í tvöfaldan reit til að klára legg. Klippa: Úrslitin í Stjörnupílunni „Aðeins að láta menn heyra það“ Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var létt yfir Ólafi og Haraldi eftir sigurinn. Andri Már Eggertsson benti á að Ólafur hefði verið duglegur að hafa áhrif á andstæðingana með því að tala við þá, og spurði hvort það væri eitthvað sem hann væri vanur úr körfuboltanum: „Já, já, allan daginn. Bara láta menn heyra það. Þetta myndi ekki ganga upp í venjulegri pílu en ég var aðeins svona að láta menn heyra það. Bara gaman af því,“ sagði Ólafur. Makkerinn hans var hæstánægður: „Geggjuð tilfinning. Ég var að hefna mín eftir tapið í gær. Við vorum með salinn með okkur. Óli var með salinn með okkur. Geggjaður stuðningur. Við fórum bara auðveldlega með þetta,“ sagði Haraldur sem keppti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld en þar stóð fyrrnefndur Hallgrímur, Halli E, uppi sem sigurvegari. „Ég var svolítið ósáttur í gær en þetta vegur vel upp á móti,“ sagði Haraldur. Andri fullyrti að Ólafur hefði átt tilþrif kvöldsins í Stjörnupílunni þegar hann hóf úrslitaleikinn á að hitta 140: „Það eru allir að segja að ég sé svo góður í þessu en þetta er í raun bara eins og að taka víti. Eins og Pétur Guðmundsson sagði við okkur, þú þarft bara að fylgja eftir. Þegar pílan fer í þrefalda reitinn þá miða ég bara á píluna… Þetta er bara grís,“ sagði Ólafur hógvær. Einn af andstæðingunum sem hann sló út, Rikki G., sagði að Ólafur væri einfaldlega ekki rétt flokkaður því hann væri of góður í pílukasti: „Það er kjaftæði. Hann hitti fleiri þrefalda reiti á móti mér. Það er bara geggjað að fá að taka þátt í þessu, í geggjaðri stemningu,“ sagði Ólafur og Haraldur hrósaði honum í hástert: „Óli stóð upp úr. „Clutch player“ sem kláraði þetta allt þegar við þurftum á því að halda. Geggjaður.“
Pílukast Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira