Sammála Þorsteini: „Til háborinnar skammar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. desember 2023 08:00 Ásmundur tekur undir með Þorsteini að aðstöðumál séu í ólestri. Hann kveðst þá sannarlega hafa mætt á landsleiki, annað en Þorsteinn staðhæfði. Vísir/Samsett Barna- og menntamálaráðherra fagnar gagnrýni landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta á hans störf. Hann segir aðstöðumál afreksíþrótta á Íslandi vera til skammar. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Ásmundur Einar mætti á fyrstu tvo leiki kvennalandsliðsins í handbolta hér í Noregi en á sama tíma var íslenska kvennalandsliðið í fótbolta að mæta Wales ytra í Þjóðadeildinni á föstudagskvöld. Eftir þann leik sendi Þorsteinn Halldórsson, þjálfari fótboltalandsliðsins, væna sneið á Ásmund. „Það væri áhugavert að hitta hann og spyrja hann um þessa hluti. Hann reyndar talar alltaf bara um þjóðarhöll og hefur aldrei minnst á þjóðarleikvang í neinni ræðu, hvar sem hann kemur. Hann hefur aldrei mætt á landsleik, þannig að ég veit ekki alveg hvernig við eigum að ná í hann,“ sagði Þorsteinn. Þakkar kærlega fyrir Það náðist í Ásmund hér í Stafangri og var hann inntur eftir svörum við gagnrýni Þorsteins. Hann tekur henni fagnandi. „Ég er bara ánægður með þegar landsliðsþjálfararnir brýna okkur. Það á við hvort sem um ræðir knattspyrnuna, körfuboltann, handboltann, fimleikana eða aðrar íþróttir. Það er auðvitað þannig að aðstöðumál okkar fremsta íþróttafólks hafa verið engan veginn ásættanleg í mjög mörg ár,“ „Svona hvatningu tökum við áfram en við erum hins vegar með þetta í þeim farvegi núna, og erum að keyra það mjög fast pólitískt áfram að við ætlum að koma þjóðarhöll af stað. Þar erum við á síðustu metrunum að klára það milli ríkis og borgar. Í framhaldinu ætlum við að setja aðra þjóðarleikvanga, það er að segja knattspyrnuvöll og frjálsíþróttavöll, í sambærilega fasta pólitíska farveginn,“ „Ég er algjörlega sammála okkar fremsta íþróttafólki, hvort sem það eru þjálfarar, leikmenn eða aðrir, að þetta er til háborinnar skammar hvernig við höfum haldið á þessu. Þess vegna erum við að keyra þetta pólitískt áfram og svona hvatning hjálpar bara til þess að ýta málinu áfram. Þannig að ég vil bara þakka kærlega fyrir þetta.“ Hvað varðar mætingu á völlinn kveðst Ásmundur hafa fylgt fótboltalandsliðinu eftir á Evrópumót kvenna í fótbolta á Englandi síðasta sumar. „Ég reyni að fara sem víðast á leiki, eins og ég get. Það á við um öll okkar landslið. Nú er ég hér að fylgja kvennalandsliðinu á heimsmeistaramót. Ég gerði slíkt hið sama þegar ég fylgdi kvennalandsliði knattspyrnunnar til Englands. Mér finnst sérstaklega gaman að fylgja kvennalandsliðunum okkar eftir og við eigum gera það sem við getum til að efla þau. Ég þakka hvatninguna. Ég reyni að mæta á eins marga viðburði og ég get og mun gera það áfram, hjá öllum sérsamböndum í öllum íþróttagreinum,“ segir Ásmundur. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Ný þjóðarhöll Nýr þjóðarleikvangur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01 Ásmundi varpað upp sem tvífara Cantona Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, var varpað upp á risaskjáinn í DNB-höllinni í Stafangri á meðan leik Íslands og Frakklands stóð. Ekki var það til að benda á að ráðherra frá Íslandi væri í salnum. 2. desember 2023 18:20 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Ásmundur Einar mætti á fyrstu tvo leiki kvennalandsliðsins í handbolta hér í Noregi en á sama tíma var íslenska kvennalandsliðið í fótbolta að mæta Wales ytra í Þjóðadeildinni á föstudagskvöld. Eftir þann leik sendi Þorsteinn Halldórsson, þjálfari fótboltalandsliðsins, væna sneið á Ásmund. „Það væri áhugavert að hitta hann og spyrja hann um þessa hluti. Hann reyndar talar alltaf bara um þjóðarhöll og hefur aldrei minnst á þjóðarleikvang í neinni ræðu, hvar sem hann kemur. Hann hefur aldrei mætt á landsleik, þannig að ég veit ekki alveg hvernig við eigum að ná í hann,“ sagði Þorsteinn. Þakkar kærlega fyrir Það náðist í Ásmund hér í Stafangri og var hann inntur eftir svörum við gagnrýni Þorsteins. Hann tekur henni fagnandi. „Ég er bara ánægður með þegar landsliðsþjálfararnir brýna okkur. Það á við hvort sem um ræðir knattspyrnuna, körfuboltann, handboltann, fimleikana eða aðrar íþróttir. Það er auðvitað þannig að aðstöðumál okkar fremsta íþróttafólks hafa verið engan veginn ásættanleg í mjög mörg ár,“ „Svona hvatningu tökum við áfram en við erum hins vegar með þetta í þeim farvegi núna, og erum að keyra það mjög fast pólitískt áfram að við ætlum að koma þjóðarhöll af stað. Þar erum við á síðustu metrunum að klára það milli ríkis og borgar. Í framhaldinu ætlum við að setja aðra þjóðarleikvanga, það er að segja knattspyrnuvöll og frjálsíþróttavöll, í sambærilega fasta pólitíska farveginn,“ „Ég er algjörlega sammála okkar fremsta íþróttafólki, hvort sem það eru þjálfarar, leikmenn eða aðrir, að þetta er til háborinnar skammar hvernig við höfum haldið á þessu. Þess vegna erum við að keyra þetta pólitískt áfram og svona hvatning hjálpar bara til þess að ýta málinu áfram. Þannig að ég vil bara þakka kærlega fyrir þetta.“ Hvað varðar mætingu á völlinn kveðst Ásmundur hafa fylgt fótboltalandsliðinu eftir á Evrópumót kvenna í fótbolta á Englandi síðasta sumar. „Ég reyni að fara sem víðast á leiki, eins og ég get. Það á við um öll okkar landslið. Nú er ég hér að fylgja kvennalandsliðinu á heimsmeistaramót. Ég gerði slíkt hið sama þegar ég fylgdi kvennalandsliði knattspyrnunnar til Englands. Mér finnst sérstaklega gaman að fylgja kvennalandsliðunum okkar eftir og við eigum gera það sem við getum til að efla þau. Ég þakka hvatninguna. Ég reyni að mæta á eins marga viðburði og ég get og mun gera það áfram, hjá öllum sérsamböndum í öllum íþróttagreinum,“ segir Ásmundur. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Ný þjóðarhöll Nýr þjóðarleikvangur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01 Ásmundi varpað upp sem tvífara Cantona Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, var varpað upp á risaskjáinn í DNB-höllinni í Stafangri á meðan leik Íslands og Frakklands stóð. Ekki var það til að benda á að ráðherra frá Íslandi væri í salnum. 2. desember 2023 18:20 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira
Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01
Ásmundi varpað upp sem tvífara Cantona Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, var varpað upp á risaskjáinn í DNB-höllinni í Stafangri á meðan leik Íslands og Frakklands stóð. Ekki var það til að benda á að ráðherra frá Íslandi væri í salnum. 2. desember 2023 18:20