Viðskiptajöfnuður jákvæður um 62 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 10:47 Þjónustujöfnuður var jákvæður um 150 milljarða króna. Það má að mestu leyti rekja til erlendra ferðamanna. Vísir/Vilhelm Á þriðja ársfjórðungi 2023 var 61,8 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 60,8 milljörðum króna betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 39,7 milljörðum króna betri en á sama fjórðungi árið 2022 Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2023 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. Þjónusta vegur þungt Þar segir að halli á vöruskiptajöfnuði hafi verið 94,2 milljarðar en 150,3 milljarða króna afgangur hafi verið á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur hafi skilað 18,8 milljarða króna afgangi en rekstrarframlög 13,1 milljarðs króna halla. Lakari afkoma erlendra fyrirtækja eykur afganginn Í skýringum með upplýsingunum segir að betri niðurstaða viðskiptajafnaðar miðað við sama ársfjórðung árið 2022 skýrist meðal annars af hagstæðari niðurstöðu frumþáttatekna, sem nemi 34,2 milljörðum króna. Það sé að mestu leyti til komið vegna lakari afkomu fyrirtækja í erlendri eigu sem flokkast undir beina fjárfestingu. Einnig hafi verið aukinn afgangur af þjónustuviðskiptum, sem nemi 32,4 milljörðum króna. Á móti vegi að halli af vöruviðskiptum jókst um 24,6 milljarða króna og af rekstrarframlögum um 2,2 milljarða króna. Hrein staða jákvæð um 1.272 milljarða Þá segir að í lok ársfjórðungsins hafi hrein staða við útlönd verið jákvæð um 1.272 milljarða króna, eða 31,2 prósent af vergri landsframleiðslu, og batnað um 145 milljarða króna eða 3,6 prósent af vergri landsframleiðslu á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins hafi numið 5.286 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.014 milljörðum króna. Á fjórðungnum hafi staðan batnað um 74 milljarða króna vegna fjármagnsviðskipta en erlendar eignir hækkað um 216 milljarða króna og skuldir um 142 milljarða króna. Gengis- og verðbreytingar hafi lækkað virði eigna á ársfjórðungnum um 103 milljarða króna og skulda um 184 milljarða króna og því leitt til 80 milljarða króna betri hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar hafi hækkað um tæp tvö prósent miðað við gengisskráningarvog. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hafi hækkað um 0,7 prósent milli fjórðunga en verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði lækkað um 1,1 prósent. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2023 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. Þjónusta vegur þungt Þar segir að halli á vöruskiptajöfnuði hafi verið 94,2 milljarðar en 150,3 milljarða króna afgangur hafi verið á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur hafi skilað 18,8 milljarða króna afgangi en rekstrarframlög 13,1 milljarðs króna halla. Lakari afkoma erlendra fyrirtækja eykur afganginn Í skýringum með upplýsingunum segir að betri niðurstaða viðskiptajafnaðar miðað við sama ársfjórðung árið 2022 skýrist meðal annars af hagstæðari niðurstöðu frumþáttatekna, sem nemi 34,2 milljörðum króna. Það sé að mestu leyti til komið vegna lakari afkomu fyrirtækja í erlendri eigu sem flokkast undir beina fjárfestingu. Einnig hafi verið aukinn afgangur af þjónustuviðskiptum, sem nemi 32,4 milljörðum króna. Á móti vegi að halli af vöruviðskiptum jókst um 24,6 milljarða króna og af rekstrarframlögum um 2,2 milljarða króna. Hrein staða jákvæð um 1.272 milljarða Þá segir að í lok ársfjórðungsins hafi hrein staða við útlönd verið jákvæð um 1.272 milljarða króna, eða 31,2 prósent af vergri landsframleiðslu, og batnað um 145 milljarða króna eða 3,6 prósent af vergri landsframleiðslu á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins hafi numið 5.286 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.014 milljörðum króna. Á fjórðungnum hafi staðan batnað um 74 milljarða króna vegna fjármagnsviðskipta en erlendar eignir hækkað um 216 milljarða króna og skuldir um 142 milljarða króna. Gengis- og verðbreytingar hafi lækkað virði eigna á ársfjórðungnum um 103 milljarða króna og skulda um 184 milljarða króna og því leitt til 80 milljarða króna betri hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar hafi hækkað um tæp tvö prósent miðað við gengisskráningarvog. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hafi hækkað um 0,7 prósent milli fjórðunga en verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði lækkað um 1,1 prósent.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira