Fullveldið og undirgefnin Jakob Frímann Magnússon skrifar 1. desember 2023 11:00 Við fögnum í dag fullveldi okkar, því hinu sama og við glutruðum í hendur Noregskonungs 1262 sökum döngunar- og friðleysis. Vorum síðan öldum saman að harma og reyna að endurheimta, hnípin þjóð í viðvarandi vanda. Fullveldið endurheimtum við síðan loks úr hendi Danakonungs fyrir 105 árum. Fullveldi merkir stjórnskipulegt sjálfstæði, þ.e. að valdið til að taka ákvarðanir hvíli hjá innlendum stofnunum og aðilum. En hvernig skyldi okkur síðan hafa haldist á fullveldinu okkar langþráða? Það hefur reyndar á undanförnum áratugum þróast í þá átt að í dag berast okkur árlega um 650 fyrirmæli frá Brussel um nýjar innleiðingar á lögum og reglum — allt í skjóli EES-samningsins sem við undirrituðum í góðri trú fyrir þremur áratugum. Við finnum fyrir stöðugt vaxandi kröfum um framlög í evrópska þróunarsjóði, flugskatta, skipaskatta, Schengen-skatta og sitthvað fleira, kröfum sem við inngönguna í EES komu aldrei til tals. Gömlu þýlyndisgenin í okkur virðast furðu lífseig frá dögum norsku og dönsku kónganna og fyrirstaðan gegn vaxandi frekju Evrópuvaldsins og peningaplokki öllu hefur ekki reynst sérlega haldbær. Við þegjum frekar bara og borgum. Stígi hins vegar fram innlendir sárafátækir eldri borgarar og óski eftir örlitlum stuðningi yfir jólamánuðinn, nú á geðveikum vaxta- og verðbólgutímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Beðið hefur verið um litlar 66.000 krónur fyrir þá 2.000 einstaklinga sem mynda fátækasta þjóðfélagshópinn í okkar annars vellauðuga samfélagi, en þá er svarið kjarnyrt: Nei! Fögnum nú 105 ára fullveldisafmæli okkar í dag með rausn og reisn, en vonandi jafnframt með eilítið betri samvisku gagnvart hinum fátækustu meðal vor, fólkinu sem mest þarf á okkur að halda nú í aðdraganda rándýrra jóla. Okkur ber möglunarlaust að greiða verst setta aldraða fólkinu okkar þessa 66.381 kr. skatta- og skerðingarlausa eingreiðslu sem óskað hefur verið eftir nú í desember, með sama hætti og sammælst hefur verið um gagnvart öryrkjum. Slíkt yrði seint flokkað sem einhver ofrausn eða bruðl á þeim uppgangstímum ríkissjóðs sem þegar hefur skilað okkur á annað hundrað milljarða umfram væntingar á þessu ári einu og sér. Hugum síðan að sóma okkar og raunverulegu fullveldi til langrar framtíðar! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við fögnum í dag fullveldi okkar, því hinu sama og við glutruðum í hendur Noregskonungs 1262 sökum döngunar- og friðleysis. Vorum síðan öldum saman að harma og reyna að endurheimta, hnípin þjóð í viðvarandi vanda. Fullveldið endurheimtum við síðan loks úr hendi Danakonungs fyrir 105 árum. Fullveldi merkir stjórnskipulegt sjálfstæði, þ.e. að valdið til að taka ákvarðanir hvíli hjá innlendum stofnunum og aðilum. En hvernig skyldi okkur síðan hafa haldist á fullveldinu okkar langþráða? Það hefur reyndar á undanförnum áratugum þróast í þá átt að í dag berast okkur árlega um 650 fyrirmæli frá Brussel um nýjar innleiðingar á lögum og reglum — allt í skjóli EES-samningsins sem við undirrituðum í góðri trú fyrir þremur áratugum. Við finnum fyrir stöðugt vaxandi kröfum um framlög í evrópska þróunarsjóði, flugskatta, skipaskatta, Schengen-skatta og sitthvað fleira, kröfum sem við inngönguna í EES komu aldrei til tals. Gömlu þýlyndisgenin í okkur virðast furðu lífseig frá dögum norsku og dönsku kónganna og fyrirstaðan gegn vaxandi frekju Evrópuvaldsins og peningaplokki öllu hefur ekki reynst sérlega haldbær. Við þegjum frekar bara og borgum. Stígi hins vegar fram innlendir sárafátækir eldri borgarar og óski eftir örlitlum stuðningi yfir jólamánuðinn, nú á geðveikum vaxta- og verðbólgutímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Beðið hefur verið um litlar 66.000 krónur fyrir þá 2.000 einstaklinga sem mynda fátækasta þjóðfélagshópinn í okkar annars vellauðuga samfélagi, en þá er svarið kjarnyrt: Nei! Fögnum nú 105 ára fullveldisafmæli okkar í dag með rausn og reisn, en vonandi jafnframt með eilítið betri samvisku gagnvart hinum fátækustu meðal vor, fólkinu sem mest þarf á okkur að halda nú í aðdraganda rándýrra jóla. Okkur ber möglunarlaust að greiða verst setta aldraða fólkinu okkar þessa 66.381 kr. skatta- og skerðingarlausa eingreiðslu sem óskað hefur verið eftir nú í desember, með sama hætti og sammælst hefur verið um gagnvart öryrkjum. Slíkt yrði seint flokkað sem einhver ofrausn eða bruðl á þeim uppgangstímum ríkissjóðs sem þegar hefur skilað okkur á annað hundrað milljarða umfram væntingar á þessu ári einu og sér. Hugum síðan að sóma okkar og raunverulegu fullveldi til langrar framtíðar! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar