„Vanir að fá bara heimadómgæslu hér í Keflavík“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. nóvember 2023 21:44 Ívar lét dómarana heyra það eftir leik Vísir/Hulda Margrét Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ómyrkur í máli í garð dómaranna eftir tap hans manna í Keflavík, 100-86. Alls voru dæmdar 25 villur á Blika í kvöld en aðeins tólf á heimamenn og þeir voru villulausir í fjórða leikhluta þar til í blálokin. Blikar voru nokkuð sprækir framan af leik og leiddu í hálfleik en misstu svo leikinn frá sér undir lokin þrátt fyrir að gefast aldrei upp. „Okkur vantaði held ég bara Everage í lokin. Okkur vantaði svona smá sóknarógn í lokin. Það var eiginlega bara munurinn. Plús það að við fáum hvað 26-7 villur en þeir tólf. Þeir voru ekki komnir með eina villu þegar það var ein og hálf mínúta eftir að fjórða leikhluta, þá var ekki búið að dæma eina villu á Keflavík. Það er margt sem ég skil ekki en þetta var ótrúlegt.“ Þessi skakka tölfræði í villunum vakti einnig athygli blaðamanns sem og sú staðreynd að heimamenn vældu nær látlaust í dómurnum yfir því að fá fleiri villur dæmdar á gestina. Ívar sagði að það væri einföld skýring á pirringi Keflvíkinga, þeir væru bara of góðu vanir á heimavelli. „Þeir eru vanir að fá bara heimadómgæslu hér í Keflavík. Ég vildi að dómaranir kæmu í Smárann og dæmdu svona eins og þeir dæma hér. Ef þeir dæma villurnar öðru megin þá verða þeir að dæma þær hinumegin líka. Þetta er alveg galið! Ég held að þetta sé sama dómaratríó og var að klúðra síðasta leik hjá Álftanesi, þetta er ekki boðlegt.“ Eftir að hafa látið gamminn geysa um dómgæsluna róaðist Ívar þó fljótt og viðurkenndi að dómgæslan hefði sennilega ekki kostað þá sigurinn þegar öllu var á botninn hvolft. „En við erum ekki að tapa þar endilega en það hefði kannski hjálpað okkur að fá eina tvær villur. Okkur vantaði bara smá sóknarógn í fjórða leikhluta, við vorum að ströggla aðeins í sókninni. Eiginlega allan leikinn vorum við búnir að spila mjög vel saman þar sem við fengum þá til að fara úr sínum varnarstöðum en svo kemur kannski aðeins þreyta í lokin og þá vantar okkur kannski aðeins smá gæði þar.“ Herslumuninn skorti „Með örlítið betri leik hér í fjórða leikhluta hefðum við getað gert eitthvað en því miður. Heilt yfir stoltur af strákunum og mér finnst þeir vera í mikilli framför. Við erum að spila fullt af íslenskum strákum í kvöld á móti atvinnumannaliði. Þetta er nokkurn veginn atvinnumannadeild svo að ég get ekki verið að afsaka mig með því. Við vissum í hvað við vorum að fara og ég er ánægður með okkar framfarir og vona að við stígum næsta skref. Ég tel að við séum á góðri vegferð. Við eigum Val næst og ég held að við „mötsum“ ágætlega upp á móti þeim. Við þurfum bara að koma grimmir í þann leik.“ Blikar lönduðu sínum fyrsta sigri í síðstu umferð og Ívar tók undir greiningu blaðamanns sem sagði að það væri allt annar bragur á liðinu en í upphafi móts. „Við erum líka búnir að vera í meiðslum. Ég er ekki búinn að vera í einum leik í vetur með fullt lið. Við vorum með Árna og Snorra út í byrjun, svo missum við Everage sem var búinn að vera meiddur líka í byrjun. Everage kemur örugglega inn í næsta leik og hann mun pottþétt hjálpa okkur gríðarlega mikið.“ Ívar lauk viðtalinu á að stappa stálinu í sína menn og sagði að þeir færu í alla leiki til að vinna, þar á meðal þennan þó það hafi ekki gengið eftir að þessu sinni. „Þannig að ég er bara spenntur að sjá hvernig við verðum með fullt lið. Við þurfum náttúrulega bara að fara að vinna fleiri leiki. Við ætluðum okkur sigur hér, það er engin launung að við ætluðum okkur að koma hér og vinna. Ég geri þá kröfu að við förum hvert sem er og við ætlum að vinna og við ætlum að vinna á fimmtudaginn líka.“ Körfubolti Breiðablik Subway-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Blikar voru nokkuð sprækir framan af leik og leiddu í hálfleik en misstu svo leikinn frá sér undir lokin þrátt fyrir að gefast aldrei upp. „Okkur vantaði held ég bara Everage í lokin. Okkur vantaði svona smá sóknarógn í lokin. Það var eiginlega bara munurinn. Plús það að við fáum hvað 26-7 villur en þeir tólf. Þeir voru ekki komnir með eina villu þegar það var ein og hálf mínúta eftir að fjórða leikhluta, þá var ekki búið að dæma eina villu á Keflavík. Það er margt sem ég skil ekki en þetta var ótrúlegt.“ Þessi skakka tölfræði í villunum vakti einnig athygli blaðamanns sem og sú staðreynd að heimamenn vældu nær látlaust í dómurnum yfir því að fá fleiri villur dæmdar á gestina. Ívar sagði að það væri einföld skýring á pirringi Keflvíkinga, þeir væru bara of góðu vanir á heimavelli. „Þeir eru vanir að fá bara heimadómgæslu hér í Keflavík. Ég vildi að dómaranir kæmu í Smárann og dæmdu svona eins og þeir dæma hér. Ef þeir dæma villurnar öðru megin þá verða þeir að dæma þær hinumegin líka. Þetta er alveg galið! Ég held að þetta sé sama dómaratríó og var að klúðra síðasta leik hjá Álftanesi, þetta er ekki boðlegt.“ Eftir að hafa látið gamminn geysa um dómgæsluna róaðist Ívar þó fljótt og viðurkenndi að dómgæslan hefði sennilega ekki kostað þá sigurinn þegar öllu var á botninn hvolft. „En við erum ekki að tapa þar endilega en það hefði kannski hjálpað okkur að fá eina tvær villur. Okkur vantaði bara smá sóknarógn í fjórða leikhluta, við vorum að ströggla aðeins í sókninni. Eiginlega allan leikinn vorum við búnir að spila mjög vel saman þar sem við fengum þá til að fara úr sínum varnarstöðum en svo kemur kannski aðeins þreyta í lokin og þá vantar okkur kannski aðeins smá gæði þar.“ Herslumuninn skorti „Með örlítið betri leik hér í fjórða leikhluta hefðum við getað gert eitthvað en því miður. Heilt yfir stoltur af strákunum og mér finnst þeir vera í mikilli framför. Við erum að spila fullt af íslenskum strákum í kvöld á móti atvinnumannaliði. Þetta er nokkurn veginn atvinnumannadeild svo að ég get ekki verið að afsaka mig með því. Við vissum í hvað við vorum að fara og ég er ánægður með okkar framfarir og vona að við stígum næsta skref. Ég tel að við séum á góðri vegferð. Við eigum Val næst og ég held að við „mötsum“ ágætlega upp á móti þeim. Við þurfum bara að koma grimmir í þann leik.“ Blikar lönduðu sínum fyrsta sigri í síðstu umferð og Ívar tók undir greiningu blaðamanns sem sagði að það væri allt annar bragur á liðinu en í upphafi móts. „Við erum líka búnir að vera í meiðslum. Ég er ekki búinn að vera í einum leik í vetur með fullt lið. Við vorum með Árna og Snorra út í byrjun, svo missum við Everage sem var búinn að vera meiddur líka í byrjun. Everage kemur örugglega inn í næsta leik og hann mun pottþétt hjálpa okkur gríðarlega mikið.“ Ívar lauk viðtalinu á að stappa stálinu í sína menn og sagði að þeir færu í alla leiki til að vinna, þar á meðal þennan þó það hafi ekki gengið eftir að þessu sinni. „Þannig að ég er bara spenntur að sjá hvernig við verðum með fullt lið. Við þurfum náttúrulega bara að fara að vinna fleiri leiki. Við ætluðum okkur sigur hér, það er engin launung að við ætluðum okkur að koma hér og vinna. Ég geri þá kröfu að við förum hvert sem er og við ætlum að vinna og við ætlum að vinna á fimmtudaginn líka.“
Körfubolti Breiðablik Subway-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira