Lögregla skoðar að senda fulltrúa út Lovísa Arnardóttir skrifar 30. nóvember 2023 09:10 Magnús Kristinn er einn besti borðtennisspilari sem Ísland hefur alið. Hann er margfaldur Íslandsmeistari en hann keppti fyrir Víking í íþróttinni. Lögreglan á von á skýrslu frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu í næstu viku er varðar rannsókn þeirra á hvarfi Magnúsar Kristins Magnússonar í Dóminíska lýðveldinu í september á þessu ári. Ekkert hefur heyrst frá Magnúsi síðan í september. „Við erum í stöðugu sambandi við lögregluna erlendis og munu þeir upplýsa okkur um leið og nýjar upplýsingar berast,“ segir í svari frá embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um málið. Þar kemur einnig fram að það sé í skoðun að fulltrúi frá embætti ríkislögreglustjóra fylgi skýrslunni eftir og fari til Santo Domingo. „Það hefur bókstaflega ekkert gerst. Við erum engu nær og maður hefur á tilfinningunni að það sé afskaplega lítið að gerast, bæði þar og hér,“ segir Rannveig Karlsdóttir systir Magnúsar. Hún segir að fjölskyldan hafi fengið skýrslu frá lögreglunni úti fyrir nokkrum vikum en þar hafi ekkert komið fram sem þau hafi ekki vitað fyrir. „Þar er verið að rekja ferðir hans þetta kvöld. En svo ekkert meir að utan.“ Kom með töskuna í síðasta mánuði Magnús fór til Dóminíska Lýðveldisins eftir að hafa verið á ferðalagi á Spáni. Ferðin var ekki plönuð og er enn sem komið er lítið er vitað um tilgang ferðarinnar. Fjölskyldan komst þó að því eftir að hann fór að hann fór í spilavíti og að skemmta sér. Fjölskyldan heyrði svo síðast í honum þegar hann var á leið út á völl, á heimleið. Magnús átti að fljúga heim í gegnum Frankfurt. Hann mætti á flugvöllinn en fór aldrei í flugið. Fram kom í viðtali við Rannveigu systur hans um miðjan október að Magnús hefði við komu á flugvöllinn gengið frá farangrinum og farið svo út. Þar hefði hann klifrað yfir girðingu og þar sé tún. Við túnið stendur vegur og þaðan tekur við klettótt strönd. „Þar eru mjög hrikalegir klettar. Hann semsagt fer úr mynd ef ég skil rétt, svona um það bil við veginn eða þar sem hann er að fara yfir veginn. Það er búið að reyna skoða myndir hjá fyrirtækjum og stöðum sem eru nálægt þessum vegi en hann hefur ekki fundist á neinum þeirra,“ sagði Rannveig í viðtali þá. Ekki útilokað að fjölskyldan fari aftur út Bróðir Rannveigar kom heim með tösku Magnúsar um miðjan október en Rannveig segir ekkert í töskunni varpa ljósi á ferðir hans eða framhaldið. Fyrr hefur verið greint frá því að hann fundaði í ferðinni með lögreglu, yfirvöldum, lögfræðingum ásamt því að hann fór sjálfur yfir ýmis gögn eins og myndefni. Þá fór hann einnig í viðamikla leit með her og lögreglu þar sem gengið var ströndina ásamt því að leitað var á bátum og með drónum. Rannveig segir ekki útilokað að fjölskyldan fari aftur út en að það sé ekkert ákveðið um það. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Leitin að Magnúsi Kristni Lögreglumál Dóminíska lýðveldið Tengdar fréttir Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 18. september 2023 21:30 Óttast að andleg veikindi hafi tekið sig upp á ný Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. 18. september 2023 09:59 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
„Við erum í stöðugu sambandi við lögregluna erlendis og munu þeir upplýsa okkur um leið og nýjar upplýsingar berast,“ segir í svari frá embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um málið. Þar kemur einnig fram að það sé í skoðun að fulltrúi frá embætti ríkislögreglustjóra fylgi skýrslunni eftir og fari til Santo Domingo. „Það hefur bókstaflega ekkert gerst. Við erum engu nær og maður hefur á tilfinningunni að það sé afskaplega lítið að gerast, bæði þar og hér,“ segir Rannveig Karlsdóttir systir Magnúsar. Hún segir að fjölskyldan hafi fengið skýrslu frá lögreglunni úti fyrir nokkrum vikum en þar hafi ekkert komið fram sem þau hafi ekki vitað fyrir. „Þar er verið að rekja ferðir hans þetta kvöld. En svo ekkert meir að utan.“ Kom með töskuna í síðasta mánuði Magnús fór til Dóminíska Lýðveldisins eftir að hafa verið á ferðalagi á Spáni. Ferðin var ekki plönuð og er enn sem komið er lítið er vitað um tilgang ferðarinnar. Fjölskyldan komst þó að því eftir að hann fór að hann fór í spilavíti og að skemmta sér. Fjölskyldan heyrði svo síðast í honum þegar hann var á leið út á völl, á heimleið. Magnús átti að fljúga heim í gegnum Frankfurt. Hann mætti á flugvöllinn en fór aldrei í flugið. Fram kom í viðtali við Rannveigu systur hans um miðjan október að Magnús hefði við komu á flugvöllinn gengið frá farangrinum og farið svo út. Þar hefði hann klifrað yfir girðingu og þar sé tún. Við túnið stendur vegur og þaðan tekur við klettótt strönd. „Þar eru mjög hrikalegir klettar. Hann semsagt fer úr mynd ef ég skil rétt, svona um það bil við veginn eða þar sem hann er að fara yfir veginn. Það er búið að reyna skoða myndir hjá fyrirtækjum og stöðum sem eru nálægt þessum vegi en hann hefur ekki fundist á neinum þeirra,“ sagði Rannveig í viðtali þá. Ekki útilokað að fjölskyldan fari aftur út Bróðir Rannveigar kom heim með tösku Magnúsar um miðjan október en Rannveig segir ekkert í töskunni varpa ljósi á ferðir hans eða framhaldið. Fyrr hefur verið greint frá því að hann fundaði í ferðinni með lögreglu, yfirvöldum, lögfræðingum ásamt því að hann fór sjálfur yfir ýmis gögn eins og myndefni. Þá fór hann einnig í viðamikla leit með her og lögreglu þar sem gengið var ströndina ásamt því að leitað var á bátum og með drónum. Rannveig segir ekki útilokað að fjölskyldan fari aftur út en að það sé ekkert ákveðið um það. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.
Leitin að Magnúsi Kristni Lögreglumál Dóminíska lýðveldið Tengdar fréttir Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 18. september 2023 21:30 Óttast að andleg veikindi hafi tekið sig upp á ný Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. 18. september 2023 09:59 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38
Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31
Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 18. september 2023 21:30
Óttast að andleg veikindi hafi tekið sig upp á ný Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. 18. september 2023 09:59