Frumsýning á Vísi: Jólatónlistarmyndband Más og Ladda Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. desember 2023 11:50 Tónlistarmyndbandið við lagið Mér finnst ég bara eiga það skilið kom út í dag. Már Gunnarsson Óympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson og skemmtikrafturinn Laddi hafa tekið höndum saman við gerð jólalagsins Mér finnst ég bara eiga það skilið. Tónlistarmyndband við lagið frumsýna þeir í dag. Lagið kom út í lok októbermánaðar en nú hafa Már og Laddi slegið í tónlistarmyndband við það. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lagið er eftir Má og textinn eftir Tómas Eyjólfsson. „Ég samdi þetta lag fyrir stuttu síðan og mér leið rosalega mikið eins og þetta ætti að vera jólalag,“ segir Már í samtali við Vísi. Hann og Laddi kynntust fyrir tveimur árum þegar sá síðarnefndi lék í tónlistarmyndbandi við lag Más Vinurinn vor. „Og ég heyrði Ladda bara svo ofboðslega mikið fyrir mér í þessu lagi,“ segir Már. Hann segir Ladda hafa verið meira en til í að vinna með honum að útgáfunni. „Sem er náttúrlega bara gríðarlegur heiður fyrir mig,“ segir Már. Fjallar um að líta á björtu hliðarnar Már segist fyrst hafa átt í vandræðum með hvernig jólalag hann vildi semja. Búið sé að semja jólalög um svo margt. „Það sem mér fannst vanta í umræðuna var bara: Hey! Jólin geta bara verið ótrúlega erfið fyrir rosalega marga,“ segir Már. Hann segir að lagið fjalla um að þrátt fyrir að lífið sé stundum erfitt þá megi alltaf líta á björtu hliðarnar og gera sér glaðan dag. Öll eigum við skilið að komast í hátíðarskap um jólin. „Og meginskilaboðin eru bara, mér finnst ég eiga það skilið.“ Jólalagið er svo sannarlega ekki það fyrsta sem Már gefur út en hann og Ísold systir hans sigruðu Jólalagakeppni Rásar 2 árið 2019 með laginu Jólaósk. Már og Laddi auk hljóðfæaraleikara lagsins. Már Gunnarsson „Mér þykir líka svo vænt um þetta því ég er með stórkostlega hljóðfæraleikara með mér í þessu,“ segir Már. Hann segir nokkra færustu hljóðfæraleikara landsins auk strengjakvartetts úr Royal Northern College of Music í Manchester, þar sem hann lærir, hafa spilað inn á upptökuna. „Þannig að þetta er svolítið svona alþjóðlegt hjá okkur. Við erum bæði með íslenska hljóðfæraleikara og heimsklassa strengjasveit frá Manchester og svo eru líka ég og Laddi,“ segir Már. Hægt er að hlusta á lagið á Spotify hér. Tónlist Jól Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Lagið kom út í lok októbermánaðar en nú hafa Már og Laddi slegið í tónlistarmyndband við það. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lagið er eftir Má og textinn eftir Tómas Eyjólfsson. „Ég samdi þetta lag fyrir stuttu síðan og mér leið rosalega mikið eins og þetta ætti að vera jólalag,“ segir Már í samtali við Vísi. Hann og Laddi kynntust fyrir tveimur árum þegar sá síðarnefndi lék í tónlistarmyndbandi við lag Más Vinurinn vor. „Og ég heyrði Ladda bara svo ofboðslega mikið fyrir mér í þessu lagi,“ segir Már. Hann segir Ladda hafa verið meira en til í að vinna með honum að útgáfunni. „Sem er náttúrlega bara gríðarlegur heiður fyrir mig,“ segir Már. Fjallar um að líta á björtu hliðarnar Már segist fyrst hafa átt í vandræðum með hvernig jólalag hann vildi semja. Búið sé að semja jólalög um svo margt. „Það sem mér fannst vanta í umræðuna var bara: Hey! Jólin geta bara verið ótrúlega erfið fyrir rosalega marga,“ segir Már. Hann segir að lagið fjalla um að þrátt fyrir að lífið sé stundum erfitt þá megi alltaf líta á björtu hliðarnar og gera sér glaðan dag. Öll eigum við skilið að komast í hátíðarskap um jólin. „Og meginskilaboðin eru bara, mér finnst ég eiga það skilið.“ Jólalagið er svo sannarlega ekki það fyrsta sem Már gefur út en hann og Ísold systir hans sigruðu Jólalagakeppni Rásar 2 árið 2019 með laginu Jólaósk. Már og Laddi auk hljóðfæaraleikara lagsins. Már Gunnarsson „Mér þykir líka svo vænt um þetta því ég er með stórkostlega hljóðfæraleikara með mér í þessu,“ segir Már. Hann segir nokkra færustu hljóðfæraleikara landsins auk strengjakvartetts úr Royal Northern College of Music í Manchester, þar sem hann lærir, hafa spilað inn á upptökuna. „Þannig að þetta er svolítið svona alþjóðlegt hjá okkur. Við erum bæði með íslenska hljóðfæraleikara og heimsklassa strengjasveit frá Manchester og svo eru líka ég og Laddi,“ segir Már. Hægt er að hlusta á lagið á Spotify hér.
Tónlist Jól Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira