Umhverfisráðherra segir raforkuskort í landinu óásættanlegan Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2023 19:21 Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki hægt að sætta sig við raforkuskort hjá þjóð sem stefni að grænum orkuskiptum. Stöð 2/Einar Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki ásættanlegt að fiskimjölsverksmiðjur þurfi ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni. Það væri einfaldlega komið að skuldadögum eftir fimmtán ára aðgerðaleysi í virkjanamálum. Í fréttum okkar í gær var greint frá því að þriðja veturinn í röð neyðist fiskimjölsverksmiðjur til að að brenna olíu vegna raforkuskorts. Þessi olíubrennsla hafi þurrkað út ávinninginn í orkuskiptunum af öllum innfluttum raforkubílum frá upphafi. Landsvirkjun segir að fyrirtæki eins og fiskimjölsbræðslur og gagnaver þurfi að sæta skerðingu á raforku fram á næsta vor. Lítið sem ekkert hefur verið virkjað á íslandi síðast liðinn fimmtán til tuttugu ár.Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki hægt að sætta sig við þessa stöðu hjá þjóð sem stefni að orkuskiptum yfir í græna orku sem gnægt sé af í landinu. „Nei, alls ekki. Það er rannsóknarefni af hverju við erum komin í þessa stöðu. Það er komið að skuldadögum vegna þess að við höfum ekki gert neitt, eða mjög lítið, í fimmtán til tuttugu ár. Við erum sú þjóð sem menn líta til þegar kemur að grænni orku og við eigum að vera það áfram. Við erum með mjög metnaðarfull markmið. Út á hvað ganga þau? Taka út bensín og dísel og setja græna orku í staðinn. Þannig að stutta svarið við spurningunni er að þetta er alls ekki ásættanlegt og við verðum að gera allt hvað við getum til að leysa úr þessu sem allra fyrst,“ segir Guðlaugur Þór. Eftir að menn töldu Hvammsvirkjun komna á beinu brautina í júní í sumar, felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála virkjanaleyfið úr gildi. Sú virkjun er nú í bið á meðan unnið er að nákvæmari umsókn. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að einfalda verði leyfisveitingakerfið vegna virkjana.Stöð 2/Einar Ráðherra segir að sem betur fer hafi margt breyst. Þannig hafi nýleg lög sem tryggðu að aflaukning virkjana þyrfti ekki að fara í gegnum rammaáætlun Alþingis einfaldað málin mikið. „Þar eru 300 megavött í pípunum. Það liggur hins vegar alveg fyrir að leyfisveitingaferlið er alls ekki nógu skilvirkt. Sömuleiðis er lika flöskuháls þegar kemur að sveitarfélögunum. Meðal annars vegna þess að við höfum ekki unnið úr því hvernig hvernig tekjuskipting er milli nærsamfélaga og ríkisins þegar kemur að þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Unnið væri að samningum um skiptingu tekna af virkjanamannvirkjum milli ríkis og sveitarfélaga. Umhverfismál Orkumál Landsvirkjun Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Í fréttum okkar í gær var greint frá því að þriðja veturinn í röð neyðist fiskimjölsverksmiðjur til að að brenna olíu vegna raforkuskorts. Þessi olíubrennsla hafi þurrkað út ávinninginn í orkuskiptunum af öllum innfluttum raforkubílum frá upphafi. Landsvirkjun segir að fyrirtæki eins og fiskimjölsbræðslur og gagnaver þurfi að sæta skerðingu á raforku fram á næsta vor. Lítið sem ekkert hefur verið virkjað á íslandi síðast liðinn fimmtán til tuttugu ár.Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki hægt að sætta sig við þessa stöðu hjá þjóð sem stefni að orkuskiptum yfir í græna orku sem gnægt sé af í landinu. „Nei, alls ekki. Það er rannsóknarefni af hverju við erum komin í þessa stöðu. Það er komið að skuldadögum vegna þess að við höfum ekki gert neitt, eða mjög lítið, í fimmtán til tuttugu ár. Við erum sú þjóð sem menn líta til þegar kemur að grænni orku og við eigum að vera það áfram. Við erum með mjög metnaðarfull markmið. Út á hvað ganga þau? Taka út bensín og dísel og setja græna orku í staðinn. Þannig að stutta svarið við spurningunni er að þetta er alls ekki ásættanlegt og við verðum að gera allt hvað við getum til að leysa úr þessu sem allra fyrst,“ segir Guðlaugur Þór. Eftir að menn töldu Hvammsvirkjun komna á beinu brautina í júní í sumar, felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála virkjanaleyfið úr gildi. Sú virkjun er nú í bið á meðan unnið er að nákvæmari umsókn. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að einfalda verði leyfisveitingakerfið vegna virkjana.Stöð 2/Einar Ráðherra segir að sem betur fer hafi margt breyst. Þannig hafi nýleg lög sem tryggðu að aflaukning virkjana þyrfti ekki að fara í gegnum rammaáætlun Alþingis einfaldað málin mikið. „Þar eru 300 megavött í pípunum. Það liggur hins vegar alveg fyrir að leyfisveitingaferlið er alls ekki nógu skilvirkt. Sömuleiðis er lika flöskuháls þegar kemur að sveitarfélögunum. Meðal annars vegna þess að við höfum ekki unnið úr því hvernig hvernig tekjuskipting er milli nærsamfélaga og ríkisins þegar kemur að þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Unnið væri að samningum um skiptingu tekna af virkjanamannvirkjum milli ríkis og sveitarfélaga.
Umhverfismál Orkumál Landsvirkjun Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20