Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2023 16:34 Karl Gauti Hjaltason er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. vísir/Vilhelm Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. Skemmdirnar á vatnslögninni sem er á sjávarbotni við innsiglinguna í Vestmannaeyjahöfn teygja sig yfir þrjú hundruð metra. Akkeri Hugins VE festist í lögninni og varð til þess að hlífðarkápa á lögninni losnaði. Vatnslögnin liggur samsíða rafmagnsköplum frá landi til Eyja. Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. Enginn vatnsskortur er þó í Eyjum og engin ástæða fyrir Vestmannaeyinga að spara vatn að sögn Karls Gauta Hjaltasonar lögreglustjóra. Málið er litið alvarlegum augum og var gert samkomulag um starfslok við skipstjóra og stýrimann Hugins VE í umræddri ferð. „Þetta mál er til rannsóknar. Markmiðið er að upplýsa hvað gerðist. Hvort það hafi verið einhver bilun í tækjabúnði eða einhver mistök gerð,“ segir Karl Gauti. Það sé markmið rannsóknarinnar. Skýrslutökur séu hafnar en ekki lokið. Koma verði í ljós hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað sem varð til þess að akkerið féll með fyrrnefndum afleiðingum. „Það er mikið myndefni sem við þurfum að fara yfir. Aðallega úr eftirlitsmyndavélum úr skipinu,“ segir Karl Gauti. Þá sé fyrirhugað sjópróf á morgun þar sem sigla eigi skipinu úr höfn og leika eftir innsiglinguna til að fá betri mynd á atburðarásina. Héraðsdómur Suðurlands standi fyrir sjóprófinu. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Vatn Lögreglumál Tengdar fréttir „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18 Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22 Þurfa fleiri daga til að meta ástand leiðslunnar Erlendir sérfræðingar sem hafa neysluvatnslögn til Vestmannaeyja til skoðunar vegna tjóns telja sig þurfa fleiri daga til að meta ástand hennar. 21. nóvember 2023 21:43 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Skemmdirnar á vatnslögninni sem er á sjávarbotni við innsiglinguna í Vestmannaeyjahöfn teygja sig yfir þrjú hundruð metra. Akkeri Hugins VE festist í lögninni og varð til þess að hlífðarkápa á lögninni losnaði. Vatnslögnin liggur samsíða rafmagnsköplum frá landi til Eyja. Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. Enginn vatnsskortur er þó í Eyjum og engin ástæða fyrir Vestmannaeyinga að spara vatn að sögn Karls Gauta Hjaltasonar lögreglustjóra. Málið er litið alvarlegum augum og var gert samkomulag um starfslok við skipstjóra og stýrimann Hugins VE í umræddri ferð. „Þetta mál er til rannsóknar. Markmiðið er að upplýsa hvað gerðist. Hvort það hafi verið einhver bilun í tækjabúnði eða einhver mistök gerð,“ segir Karl Gauti. Það sé markmið rannsóknarinnar. Skýrslutökur séu hafnar en ekki lokið. Koma verði í ljós hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað sem varð til þess að akkerið féll með fyrrnefndum afleiðingum. „Það er mikið myndefni sem við þurfum að fara yfir. Aðallega úr eftirlitsmyndavélum úr skipinu,“ segir Karl Gauti. Þá sé fyrirhugað sjópróf á morgun þar sem sigla eigi skipinu úr höfn og leika eftir innsiglinguna til að fá betri mynd á atburðarásina. Héraðsdómur Suðurlands standi fyrir sjóprófinu.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Vatn Lögreglumál Tengdar fréttir „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18 Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22 Þurfa fleiri daga til að meta ástand leiðslunnar Erlendir sérfræðingar sem hafa neysluvatnslögn til Vestmannaeyja til skoðunar vegna tjóns telja sig þurfa fleiri daga til að meta ástand hennar. 21. nóvember 2023 21:43 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
„Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18
Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22
Þurfa fleiri daga til að meta ástand leiðslunnar Erlendir sérfræðingar sem hafa neysluvatnslögn til Vestmannaeyja til skoðunar vegna tjóns telja sig þurfa fleiri daga til að meta ástand hennar. 21. nóvember 2023 21:43
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent