Hægt er að fylgjast með undanrásunum í beinni útsendingu hér fyrir neðan. Leikar hefjast klukkan 19:30.
Tíu efstu á mótinu tryggja sér þátttökurétt í úrslitum Íslandsmótsins í Fischer-slembiskák. Níu umferðir verða spilaðar með tímamörkunum 10+5. Fyrstu verðlaun í undanrásum eru 55 þúsund krónur, önnur verðlaun 35 þúsund og þriðju 25 þúsund krónur.
Úrslitin fara fram næstkomandi föstudag og laugardag. Spilaðar verða 1-4 umferðir og svo 5-9 umferðir. Úrslit fara fram að loknu hefðbundnu níu umferða móti þar sem fjórir efstu komast áfram og loks verður spilað þriggja skáka einvígi og sama fyrirkomulag fyrir gullið og bronsið.