Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. nóvember 2023 13:32 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að hættustig geti varað alveg þar til ný lögn kemst í gagnið. Vísir/Vilhelm Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. Hættustig almannavarna var virkjað í gær vegna tjónsins sem var á neysluvatnslögninni til Eyja. Skemmdirnar eru umfangsmiklar og ná yfir um þrjú hundruð metra kafla á lögninni. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að sem stendur sé engin bráð hætta. Hin laskaða lögn flytur enn nægt vatn og ekki þarf að grípa til skömmtunar. „Staðan er líka óbreytt að því leytinu til að leiðslan er gríðarlega mikið skemmd og mjög viðkvæm fyrir öllum hreyfingum og það er mat manna að það þurfi lítið til að hún rofni.“ Í ljósi þess sé ekki talið óhætt að reyna að gera við hana en reynt verður að festa lögnina til að reyna að koma í veg fyrir frekari skemmdir. „Kafararnir sem eru að undirbúa að festa lögnina eru að bíða eftir réttum aðstæðum. Það eru ekki góðar aðstæður í augnablikinu en veðurspáin er hagstæð fyrir næstu daga þannig að það er allt á fullu skilst mér hjá þeim fyrirtækjum sem ætla að vinna að því að festa lögnina.“ Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir skemmdirnar sem urðu á lögninni til Eyja. Nú stendur einnig yfir vinna við að greina vatnsþörfina; annar vegar hversu mikið vatn þurfi til að halda fullri starfsemi og hins vegar nauðsynlegri starfsemi. Nokkrar leiðir eru fyrir hendi til að koma vatni til Vestmannaeyja ef lögnin rofnar alveg. „Bæði með einhverja bráðabirgðalagnir, flutning á neysluvatni og síðan jafnvel möguleika sem er í stöðunni að hreinsa sjó, það er líka ein leiðin sem verið er að skoða.“ En þetta er gríðarlega vandasamt verkefni. Er staðan ekki þannig að þetta viðbúnaðarstig geti varað jafnvel í einhverja mánuði? „Það eru miklar líkur á því að þetta ástand vari alveg þar til ný lögn er komin,“ segir Víðir en bjartsýnustu spár um lagningu nýrrar lagnar er á vormánuðum 2024. Vatn Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Tengdar fréttir „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18 Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33 Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Hættustig almannavarna var virkjað í gær vegna tjónsins sem var á neysluvatnslögninni til Eyja. Skemmdirnar eru umfangsmiklar og ná yfir um þrjú hundruð metra kafla á lögninni. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að sem stendur sé engin bráð hætta. Hin laskaða lögn flytur enn nægt vatn og ekki þarf að grípa til skömmtunar. „Staðan er líka óbreytt að því leytinu til að leiðslan er gríðarlega mikið skemmd og mjög viðkvæm fyrir öllum hreyfingum og það er mat manna að það þurfi lítið til að hún rofni.“ Í ljósi þess sé ekki talið óhætt að reyna að gera við hana en reynt verður að festa lögnina til að reyna að koma í veg fyrir frekari skemmdir. „Kafararnir sem eru að undirbúa að festa lögnina eru að bíða eftir réttum aðstæðum. Það eru ekki góðar aðstæður í augnablikinu en veðurspáin er hagstæð fyrir næstu daga þannig að það er allt á fullu skilst mér hjá þeim fyrirtækjum sem ætla að vinna að því að festa lögnina.“ Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir skemmdirnar sem urðu á lögninni til Eyja. Nú stendur einnig yfir vinna við að greina vatnsþörfina; annar vegar hversu mikið vatn þurfi til að halda fullri starfsemi og hins vegar nauðsynlegri starfsemi. Nokkrar leiðir eru fyrir hendi til að koma vatni til Vestmannaeyja ef lögnin rofnar alveg. „Bæði með einhverja bráðabirgðalagnir, flutning á neysluvatni og síðan jafnvel möguleika sem er í stöðunni að hreinsa sjó, það er líka ein leiðin sem verið er að skoða.“ En þetta er gríðarlega vandasamt verkefni. Er staðan ekki þannig að þetta viðbúnaðarstig geti varað jafnvel í einhverja mánuði? „Það eru miklar líkur á því að þetta ástand vari alveg þar til ný lögn er komin,“ segir Víðir en bjartsýnustu spár um lagningu nýrrar lagnar er á vormánuðum 2024.
Vatn Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Tengdar fréttir „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18 Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33 Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
„Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18
Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33
Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34