Melatónínnotkun íslenskra barna aukist um mörg hundruð prósent Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 17:52 Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur. Vísir/Vilhelm Síðastliðinn áratug hefur melatónínnotkun barna aukist um mörg hundruð prósent að sögn svefnsérfræðings. Hún segir mikilvægt að uppræta orsakir svefnleysis barna í stað þess að plástra einkenni þess með lyfinu. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af American Academy of Sleep Medicine benda til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið melatónín til að bæta svefn. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Sölutölur hérlendis hafa sýnt að sala á melatónín hafi færst í aukana. „Viðbótarmelatónín líkir eftir okkar náttúrulega melatóníni þannig að það gerir okkur syfjuð og hjálpar okkur að sofna fyrr en þetta er samt mjög umdeilt sem svefnlyf,“ segir Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur hjá Betri svefn en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að mikill skortur sé á langtímarannsóknum á áhrifum notkunar melatóníns til lengri tíma, sérstaklega meðal barna. Veistu hvort íslensk börn taki lyfið á kvöldin? „Já, það hefur færst mikið í aukana, við getum fylgst með tölum á því sem er skrifað út af læknum og við höfum séð það síðasta áratug að það hefur aukist um mörg hundruð prósent, útskriftir á melatónín til barna.“ Mikilvægt að uppræta vandann „Það sem mér finnst helsta áhyggjuefnið vera er að við gleymum að setja fókus á hver er orsök vandans. Af hverju sefur barnið illa?“ Orsakirnar geti verið vanlíðan, venjur eða lífstílstengdir þættir, eins og skjánotkun, neysluvenjur og sykurneysla. „Og meðan við erum að plástra einkennin með því að gefa lyf þá erum við ekki að vinna að því að uppræta vandann og uppskera þannig árangur til lengri tíma,“ segir Erla. Erla segir mikilvægt að líta eftir svefnmynstri barna og halda jafnvel skráningu yfir það. Fylgjast með daglegum einkennum. „Börn sýna allt önnur einkenni þess að vera vansvefta heldur en fullorðnir. Þau eru ekki endilega þreytt og orkulaus heldur er það frekar að vera eirðarlaus, pirruð einbeitingarskortur. Geta verið einkenni sem líkja eftir ADHD einkennum.“ Þá segir Erla mikilvægt að haft verði eftirlit með sölutölum á lyfinu nú þegar það er komið í lausasölu en erfitt verði að sjá hverjir komi til með að neyta þess. „En það er eitthvað sem mér finnst miður af því að þróunin hefur verið svo ofboðslega hröð hjá börnum í aukningu í notkun melatóníns og það er slæmt að geta ekki fylgst með því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Svefn Lyf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. 28. nóvember 2023 07:33 Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. 30. maí 2023 15:12 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af American Academy of Sleep Medicine benda til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið melatónín til að bæta svefn. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Sölutölur hérlendis hafa sýnt að sala á melatónín hafi færst í aukana. „Viðbótarmelatónín líkir eftir okkar náttúrulega melatóníni þannig að það gerir okkur syfjuð og hjálpar okkur að sofna fyrr en þetta er samt mjög umdeilt sem svefnlyf,“ segir Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur hjá Betri svefn en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að mikill skortur sé á langtímarannsóknum á áhrifum notkunar melatóníns til lengri tíma, sérstaklega meðal barna. Veistu hvort íslensk börn taki lyfið á kvöldin? „Já, það hefur færst mikið í aukana, við getum fylgst með tölum á því sem er skrifað út af læknum og við höfum séð það síðasta áratug að það hefur aukist um mörg hundruð prósent, útskriftir á melatónín til barna.“ Mikilvægt að uppræta vandann „Það sem mér finnst helsta áhyggjuefnið vera er að við gleymum að setja fókus á hver er orsök vandans. Af hverju sefur barnið illa?“ Orsakirnar geti verið vanlíðan, venjur eða lífstílstengdir þættir, eins og skjánotkun, neysluvenjur og sykurneysla. „Og meðan við erum að plástra einkennin með því að gefa lyf þá erum við ekki að vinna að því að uppræta vandann og uppskera þannig árangur til lengri tíma,“ segir Erla. Erla segir mikilvægt að líta eftir svefnmynstri barna og halda jafnvel skráningu yfir það. Fylgjast með daglegum einkennum. „Börn sýna allt önnur einkenni þess að vera vansvefta heldur en fullorðnir. Þau eru ekki endilega þreytt og orkulaus heldur er það frekar að vera eirðarlaus, pirruð einbeitingarskortur. Geta verið einkenni sem líkja eftir ADHD einkennum.“ Þá segir Erla mikilvægt að haft verði eftirlit með sölutölum á lyfinu nú þegar það er komið í lausasölu en erfitt verði að sjá hverjir komi til með að neyta þess. „En það er eitthvað sem mér finnst miður af því að þróunin hefur verið svo ofboðslega hröð hjá börnum í aukningu í notkun melatóníns og það er slæmt að geta ekki fylgst með því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Svefn Lyf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. 28. nóvember 2023 07:33 Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. 30. maí 2023 15:12 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. 28. nóvember 2023 07:33
Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. 30. maí 2023 15:12
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent