Ljótar sprungur en lítur miklu betur út en hann ímyndaði sér Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. nóvember 2023 15:36 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur var við mælingar í Grindavík í dag. Hann segir bæinn líta betur út en hann átti von á. Vísir/Einar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir Grindavík líta mun betur út en hann bjóst við. Nú þurfi Grindvíkingar að laga innviði svo að bærinn verði aftur íbúðarhæfur. Ármann var við mælingar í Grindavík þegar fréttastofu bar að garði. Þetta er fyrsta sinn sem Ármann fer inn í bæinn eftir að ósköp dundu þar yfir 10. nóvember síðastliðinn. „Við erum að kíkja aðeins á þessar sprungur og erum með tæki sem sér ofan í jörðina. Við erum aðeins að skoða hversu gapandi þær eru,“ segir Ármann. Gögnin sem safnast verða svo greind og von er á einhverjum niðurstöðum á næstu dögum, hversu stórar sprungurnar eru og breiðar. „Við erum aðeins að stilla tækin og þá getum við séð þetta, þar sem sprungan sést kannski ekki á yfirborði. Það getur sem sagt víða undir malbikinu verið gapandi sprunga, þó malbikið sé ekki alveg farið í sundur.“ Laga þarf klóak og rafmagnsleiðslur Hann segir Grindavík líta mun betur út en hann gerði sér vonir um. „Jú, jú, það eru ljótar sprungur hérna en að öðru leyti er þetta bara fínt finnst mér - svona ef maður getur notað það orð, þá lítur þetta miklu betur út en maður ímyndaði sér. Eftir öll lætin lítur þetta bara mjög vel út,“ segir hann. Hann segir vonandi að þeim látum sem hófust 10. nóvember fari að ljúka, þó jarðhræringaskeið á Reykjanesi muni vara hið minnsta í einhver ár í viðbót. „Ef svo er þá ættu heimamenn að geta klárað að laga innviðina. Það eru klóak og rafmagnsleiðslur og svona sem er slitið. Það þarf að finna út úr því og laga það og þá ætti að verða orðið íbúðarhæft hvað úr hverju,“ segir Ármann. Getur fólk farið að anda rólega? „Já, ég held að fólk geti farið að anda rólegar núna og eins og stendur eru mestar líkur að gos, ef það verður á þessari sprungu, komi upp í Hagafelli, Sílingarfelli eða Stóra Skógfelli. Því norðar semþað er því betra, þá þurfa menn ekki að stressa sig hér. Það er alla vega algjörlega fyrirséð að það gjósi ekki inni í bænum. Það er upp frá í hæðunum hér fyrir ofan sem eru mestar líkur ef úr því verður.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. 28. nóvember 2023 15:01 Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Ármann var við mælingar í Grindavík þegar fréttastofu bar að garði. Þetta er fyrsta sinn sem Ármann fer inn í bæinn eftir að ósköp dundu þar yfir 10. nóvember síðastliðinn. „Við erum að kíkja aðeins á þessar sprungur og erum með tæki sem sér ofan í jörðina. Við erum aðeins að skoða hversu gapandi þær eru,“ segir Ármann. Gögnin sem safnast verða svo greind og von er á einhverjum niðurstöðum á næstu dögum, hversu stórar sprungurnar eru og breiðar. „Við erum aðeins að stilla tækin og þá getum við séð þetta, þar sem sprungan sést kannski ekki á yfirborði. Það getur sem sagt víða undir malbikinu verið gapandi sprunga, þó malbikið sé ekki alveg farið í sundur.“ Laga þarf klóak og rafmagnsleiðslur Hann segir Grindavík líta mun betur út en hann gerði sér vonir um. „Jú, jú, það eru ljótar sprungur hérna en að öðru leyti er þetta bara fínt finnst mér - svona ef maður getur notað það orð, þá lítur þetta miklu betur út en maður ímyndaði sér. Eftir öll lætin lítur þetta bara mjög vel út,“ segir hann. Hann segir vonandi að þeim látum sem hófust 10. nóvember fari að ljúka, þó jarðhræringaskeið á Reykjanesi muni vara hið minnsta í einhver ár í viðbót. „Ef svo er þá ættu heimamenn að geta klárað að laga innviðina. Það eru klóak og rafmagnsleiðslur og svona sem er slitið. Það þarf að finna út úr því og laga það og þá ætti að verða orðið íbúðarhæft hvað úr hverju,“ segir Ármann. Getur fólk farið að anda rólega? „Já, ég held að fólk geti farið að anda rólegar núna og eins og stendur eru mestar líkur að gos, ef það verður á þessari sprungu, komi upp í Hagafelli, Sílingarfelli eða Stóra Skógfelli. Því norðar semþað er því betra, þá þurfa menn ekki að stressa sig hér. Það er alla vega algjörlega fyrirséð að það gjósi ekki inni í bænum. Það er upp frá í hæðunum hér fyrir ofan sem eru mestar líkur ef úr því verður.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. 28. nóvember 2023 15:01 Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. 28. nóvember 2023 15:01
Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53