Sara Sigmunds komin alla leið til Ástralíu en getur ekki keppt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 08:30 Sara Sigmundsdóttir verður að draga sig út úr mótinu sem hún var búin að ferðast hálfan hnöttinn til að keppa á. @sarasigmunds Ekkert verður að því að Sara Sigmundsdóttir keppi á Down Under Championship CrossFit mótinu í Ástralíu í byrjun næsta mánaðar. Sara segir frá því á samfélagsmiðlum að hún geti ekki keppt á mótinu vegna meiðsla. Sara var hins vegar búin að fljúga yfir hálfan hnöttinn til Ástralíu og hafði eytt þar síðustu vikum við æfingar til að undirbúa sig sem best fyrir mótið. „Tíminn flýgur þegar þú ert í Ástralíu umkringd vinum, sól og dýfum í sjóinn,“ skrifar Sara sem reyndi að vera jákvæð í skrifum sínum þrátt fyrir að svekkelsið hljóti að vera mikið hjá henni. „Ég vil segja frá því að áætlanir mínar hafa breyst. Ég hafði skráð mig á Down Under Championship mótið og hlakkaði mikið til að keppa hér. Þetta er einmitt týpan af keppni sem átti að koma mér aftur í keppnisgírinn,“ skrifaði Sara. Tók erfiða ákvörðun „Ég lenti í smá afturkipp og hef tekið þá erfiðu ákvörðun að draga mig úr keppni. Þetta er eina skynsama ákvörðunin þegar ég horfi á stóru myndina,“ skrifaði Sara. „Ég hafði verið á góðri leið og allt hafði gengið vel. Því miður fór ég að finna fyrir óþægindum þegar þegar ég var að hlaupa. Ég hélt fyrst að það væri eitthvað smávægilegt og píndi mig áfram. Það versnaði hins vegar. Ég tók mér pásu og reyndi svo aftur. Það versnaði áfram og var farið að hafa áhrif á aðrar hreyfingar,“ skrifaði Sara. „Undanfarnar vikur hafa farið í það að átta mig betur á hvað væri að plaga mig sem og margar heimsóknir til lækna þar sem ég fór líka í myndatöku,“ skrifaði Sara. Verður að forðast ákveðnar hreyfingar „Ég fékk loksins niðurstöðu og sem betur fer er þetta ekki alvarlegt. Til að ég nái mér almennilega af þessu þá þarf ég hins vegar að hægja á mér og forðast ákveðnar hreyfingar. Það sem skiptir öllu máli er að ná mér hundrað prósent fyrir 2024 tímabilið. Þetta er bara hraðahindrun á leið minni og ég er viss um að það sé einhver ástæða fyrir henni,“ skrifaði Sara. Hún þakkar fylgjendum sínum fyrir stuðninginn. „Það er þessi stuðningur er það sem bókstaflega knýr mig áfram og sér til þess að ég gefst aldrei upp sama hversu erfitt allt er,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er best að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Sjá meira
Sara segir frá því á samfélagsmiðlum að hún geti ekki keppt á mótinu vegna meiðsla. Sara var hins vegar búin að fljúga yfir hálfan hnöttinn til Ástralíu og hafði eytt þar síðustu vikum við æfingar til að undirbúa sig sem best fyrir mótið. „Tíminn flýgur þegar þú ert í Ástralíu umkringd vinum, sól og dýfum í sjóinn,“ skrifar Sara sem reyndi að vera jákvæð í skrifum sínum þrátt fyrir að svekkelsið hljóti að vera mikið hjá henni. „Ég vil segja frá því að áætlanir mínar hafa breyst. Ég hafði skráð mig á Down Under Championship mótið og hlakkaði mikið til að keppa hér. Þetta er einmitt týpan af keppni sem átti að koma mér aftur í keppnisgírinn,“ skrifaði Sara. Tók erfiða ákvörðun „Ég lenti í smá afturkipp og hef tekið þá erfiðu ákvörðun að draga mig úr keppni. Þetta er eina skynsama ákvörðunin þegar ég horfi á stóru myndina,“ skrifaði Sara. „Ég hafði verið á góðri leið og allt hafði gengið vel. Því miður fór ég að finna fyrir óþægindum þegar þegar ég var að hlaupa. Ég hélt fyrst að það væri eitthvað smávægilegt og píndi mig áfram. Það versnaði hins vegar. Ég tók mér pásu og reyndi svo aftur. Það versnaði áfram og var farið að hafa áhrif á aðrar hreyfingar,“ skrifaði Sara. „Undanfarnar vikur hafa farið í það að átta mig betur á hvað væri að plaga mig sem og margar heimsóknir til lækna þar sem ég fór líka í myndatöku,“ skrifaði Sara. Verður að forðast ákveðnar hreyfingar „Ég fékk loksins niðurstöðu og sem betur fer er þetta ekki alvarlegt. Til að ég nái mér almennilega af þessu þá þarf ég hins vegar að hægja á mér og forðast ákveðnar hreyfingar. Það sem skiptir öllu máli er að ná mér hundrað prósent fyrir 2024 tímabilið. Þetta er bara hraðahindrun á leið minni og ég er viss um að það sé einhver ástæða fyrir henni,“ skrifaði Sara. Hún þakkar fylgjendum sínum fyrir stuðninginn. „Það er þessi stuðningur er það sem bókstaflega knýr mig áfram og sér til þess að ég gefst aldrei upp sama hversu erfitt allt er,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er best að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Sjá meira