Spilar bara fyrir Elísabetu seinna í öðru liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 11:01 Katla Tryggvadóttir fagna hér marki með Þrótti síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét Íslenska unglingalandsliðskonan Katla Tryggvadóttir tekur stórt skref í vetur en hún hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska fótboltaliðið Kristianstad. Kristianstad hefur verið í toppbaráttu sænsku deildarinnar undanfarin ár og hefur ávalt verið mikil Íslendinganýlenda undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Nú er Elísabet hætt með liðið en Katla ákvað engu að síður að fara til sænska liðsins og taka sín fyrstu skref sem atvinnumaður aðeins átján ára gömul. Katla hefur slegið í gegn með Þrótti í Bestu deild kvenna síðustu ár og átti virkilega gott tímabil með Þrótti síðasta sumar þar sem hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar. Katla sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur að markmiðið hafi alltaf verið að fara út í atvinnumennsku. Tími fyrir næsta skref „Planið mitt og markmið hefur alltaf verið að fara út. Eftir tvö góð ár hér á Íslandi fannst mér vera kominn tími fyrir mig að taka næsta skref,“ sagði Katla. „Þetta kom svo sem ekkert óvænt upp en sænska deildin og Kristianstad er góður stökkpallur til þess að komast lengra. Mér finnst þetta mjög spennandi,“ sagði Katla. En voru önnur lið sem komu til greina? „Já það var áhugi, bæði frá liðum á Norðurlöndunum og í Belgíu en ég ákvað að velja Kristianstad. Ég fór í heimsókn í mars og fékk að æfa með þeim í viku. Mér fannst það mjög fróðlegt og skemmtilegt að sjá. Eftir það þá fann ég hversu mikið mig langaði að fara út og bæta mig sem leikmaður. Ég fann það að ég myndi gera það þarna,“ sagði Katla. Hefði viljað spila undir hennar stjórn Það er náttúrulega risastór breyting hjá Kristianstad þegar Elísabet Gunnarsdóttir hættir sem þjálfari eftir fimmtán ár. Katla viðurkennir að það hefði verið gaman að spila undir stjórn eins af okkar bestu þjálfurum. „Ég hefði alveg viljað spila undir hennar stjórn en ég spila bara fyrir hana seinna í einhverju öðru liði,“ sagði Katla. Talaði Katla við Elísabetu í aðdragandanum eða talaði Elísabet við hana? „Við áttum gott spjall eftir að ég heimsótti Kristianstad í mars en við töluðum ekki mjög mikið saman eftir það. Ég er bara búin að tala við Íslendingana sem eru búnir að vera þarna,“ sagði Katla. Ætlar að sýna sig og sanna Katla er að taka stórt skref úr Laugardalnum og yfir í sænsku úrvalsdeildina. Hún ætlar sér ekki að sitja þar á bekknum og horfa á. „Ég er komin þarna út og ætla að sanna mig og sýna mig í þessari deild. Spila mínútur þarna. Ég er mjög spennt að takast á við það verkefni sem mætir mér þarna,“ sagði Katla Besta deild kvenna Sænski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Kristianstad hefur verið í toppbaráttu sænsku deildarinnar undanfarin ár og hefur ávalt verið mikil Íslendinganýlenda undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Nú er Elísabet hætt með liðið en Katla ákvað engu að síður að fara til sænska liðsins og taka sín fyrstu skref sem atvinnumaður aðeins átján ára gömul. Katla hefur slegið í gegn með Þrótti í Bestu deild kvenna síðustu ár og átti virkilega gott tímabil með Þrótti síðasta sumar þar sem hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar. Katla sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur að markmiðið hafi alltaf verið að fara út í atvinnumennsku. Tími fyrir næsta skref „Planið mitt og markmið hefur alltaf verið að fara út. Eftir tvö góð ár hér á Íslandi fannst mér vera kominn tími fyrir mig að taka næsta skref,“ sagði Katla. „Þetta kom svo sem ekkert óvænt upp en sænska deildin og Kristianstad er góður stökkpallur til þess að komast lengra. Mér finnst þetta mjög spennandi,“ sagði Katla. En voru önnur lið sem komu til greina? „Já það var áhugi, bæði frá liðum á Norðurlöndunum og í Belgíu en ég ákvað að velja Kristianstad. Ég fór í heimsókn í mars og fékk að æfa með þeim í viku. Mér fannst það mjög fróðlegt og skemmtilegt að sjá. Eftir það þá fann ég hversu mikið mig langaði að fara út og bæta mig sem leikmaður. Ég fann það að ég myndi gera það þarna,“ sagði Katla. Hefði viljað spila undir hennar stjórn Það er náttúrulega risastór breyting hjá Kristianstad þegar Elísabet Gunnarsdóttir hættir sem þjálfari eftir fimmtán ár. Katla viðurkennir að það hefði verið gaman að spila undir stjórn eins af okkar bestu þjálfurum. „Ég hefði alveg viljað spila undir hennar stjórn en ég spila bara fyrir hana seinna í einhverju öðru liði,“ sagði Katla. Talaði Katla við Elísabetu í aðdragandanum eða talaði Elísabet við hana? „Við áttum gott spjall eftir að ég heimsótti Kristianstad í mars en við töluðum ekki mjög mikið saman eftir það. Ég er bara búin að tala við Íslendingana sem eru búnir að vera þarna,“ sagði Katla. Ætlar að sýna sig og sanna Katla er að taka stórt skref úr Laugardalnum og yfir í sænsku úrvalsdeildina. Hún ætlar sér ekki að sitja þar á bekknum og horfa á. „Ég er komin þarna út og ætla að sanna mig og sýna mig í þessari deild. Spila mínútur þarna. Ég er mjög spennt að takast á við það verkefni sem mætir mér þarna,“ sagði Katla
Besta deild kvenna Sænski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira