Veit ekki til þess að húsnæðið sé samþykkt til búsetu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2023 11:26 Grunur lék á um að fólk væri fast inni í húsnæðinu þegar útkall barst um eld í Stangarhyl 3 í morgun. Vísir Deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segist ekki vita til þess að húsnæðið við Stangarhyl 3 í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, sé samþykkt til búsetu. Maður á fertugsaldri er þungt haldinn. „Mér finnst mikilvægt að þeir sem bera ábyrgð á atvinnuhúsnæði þar sem fólk býr, að það sé hugað að öryggismálum. Að það sé tryggt eins og kostur er að húsnæðið sé eins öruggt.“ segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa upplýsingar um hvernig brunavörnum var háttað í húsinu en um iðnaðarhúsnæði er að ræða þar sem búið er á efri hæðinni. Starfsmannaleigan Mönnun ehf er skráð til húsa í Stangarhyl 3 auk nokkurra einstaklinga. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan lagði mikinn reyk frá húsinu. Vernharð segir talsverða ringulreið hafa skapast þar sem ekki hafi verið ljóst hversu margir væru inni í húsinu. Reykkafarar björguðu einum út, manni á fertugsaldri, sem var fluttur á slysadeild þar sem hann liggur þungt haldinn. Tveir aðrir voru fluttir á slysadeild, annar með sjúkrabíl en lögregla keyrði hinn þar sem grunur lék á að hann væri með reykeitrun. Talsverðan tíma tók að staðsetja eldinn Þegar gengið hafði verið úr skugga um að ekki væru fleiri inn í húsinu tók eiginlegt slökkvistarf við. „Það var mikill hiti og reykur inni, það tók okkur töluverðan tíma að staðsetja eldinn. En þegar það tókst vorum við nokkuð fljót að slökkva,“ segir Vernharð. Mánuður frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði þar sem maður lést Rúmur mánuður er liðinn síðan karlmaður lést í bruna í iðnaðarhúsnæði við Funahöfða 7 í Reykjavík. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði það andlát hafa orðið vegna þess að pólitísk valdastétt hafi ekki gripið inn í. Hún sagði nauðsynlegt að setja verulegar hömlur á AirBNB leiguhúsnæði og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði. Slökkvilið Reykjavík Bruni í Stangarhyl Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir eldsvoða í Árbæ Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun. Einn er þungt haldinn. 26. nóvember 2023 07:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
„Mér finnst mikilvægt að þeir sem bera ábyrgð á atvinnuhúsnæði þar sem fólk býr, að það sé hugað að öryggismálum. Að það sé tryggt eins og kostur er að húsnæðið sé eins öruggt.“ segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa upplýsingar um hvernig brunavörnum var háttað í húsinu en um iðnaðarhúsnæði er að ræða þar sem búið er á efri hæðinni. Starfsmannaleigan Mönnun ehf er skráð til húsa í Stangarhyl 3 auk nokkurra einstaklinga. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan lagði mikinn reyk frá húsinu. Vernharð segir talsverða ringulreið hafa skapast þar sem ekki hafi verið ljóst hversu margir væru inni í húsinu. Reykkafarar björguðu einum út, manni á fertugsaldri, sem var fluttur á slysadeild þar sem hann liggur þungt haldinn. Tveir aðrir voru fluttir á slysadeild, annar með sjúkrabíl en lögregla keyrði hinn þar sem grunur lék á að hann væri með reykeitrun. Talsverðan tíma tók að staðsetja eldinn Þegar gengið hafði verið úr skugga um að ekki væru fleiri inn í húsinu tók eiginlegt slökkvistarf við. „Það var mikill hiti og reykur inni, það tók okkur töluverðan tíma að staðsetja eldinn. En þegar það tókst vorum við nokkuð fljót að slökkva,“ segir Vernharð. Mánuður frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði þar sem maður lést Rúmur mánuður er liðinn síðan karlmaður lést í bruna í iðnaðarhúsnæði við Funahöfða 7 í Reykjavík. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði það andlát hafa orðið vegna þess að pólitísk valdastétt hafi ekki gripið inn í. Hún sagði nauðsynlegt að setja verulegar hömlur á AirBNB leiguhúsnæði og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði.
Slökkvilið Reykjavík Bruni í Stangarhyl Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir eldsvoða í Árbæ Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun. Einn er þungt haldinn. 26. nóvember 2023 07:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Þungt haldinn eftir eldsvoða í Árbæ Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun. Einn er þungt haldinn. 26. nóvember 2023 07:21
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent