Líkur á gosi í Grindavík fari hratt þverrandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2023 16:45 Líkur á eldgosi í Grindavík eru taldar fara minnkandi. Vísir/Einar Talið er að kvikan undir kvikuganginum undir Grindavík sé storknuð að hluta til. Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni þar og fara líkur á gosi hratt þverrandi með hverjum degi. Þetta kemur fram í nýrri færslu frá Eldfljalla- og náttúruvárhópi Suðurlands á Facebook. Þar segir einnig að aflögun mælist enn við sigdalinn í Grindavík en hreyfingarnar séu mun minni en þær hafa verið. „Landris í Svartsengi heldur þó enn áfram af miklum krafti. Miðað við gang mála fyrir innskotið 10. nóvember má gera fastlega ráð fyrir því að jarðskjálftavirkni í kringum landrisið fari að aukast vegna aukinnar spennu eftir því sem það landris heldur áfram,“ segir í áðurnefndri færslu. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að sáralitlar líkur væru á því að gjósa muni í Grindavík. Mestar líkur séu á gosi við Svartsengi. „Sprungan hefur róað sig, flekajaðarinn sem hreyfði sig 10. [nóvember]. Þannig það er að koma ró á það í bili og vonandi færist virknin í framhaldi út í Eldvörp, þar sem hún á að vera.“ Minni líkur séu því á gosi nú en áður. „Ég hef sagt það að mestar líkur á gosi voru 10. og 11. og ef það kemur ekkert upp, þá dvala líkurnar bara hægt og rólega. Við erum því bara komin í það ástand núna að líkur á gosi eru sáralitlar,“ segir Ármann og áréttar að hann eigi við um sprunguna alræmdu sem myndaðist í miðjum Grindavíkurbæ fyrr í mánuðinum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Heimilt að fara inn í Grindavík með flutningabíla Íbúar í Grindavík hafa í dag heimild til að fara inn í bæinn með flutningabíla. Heimildin gildir frá klukkan níu til fjögur. Í næstu viku verður boðið upp á aðstoð við flutninga. 25. nóvember 2023 09:16 Húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga fyrir 240 milljónir á mánuði Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi í dag stuðningsaðgerðir til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga vegna jarðhræringa á svæðinu. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar Grindvíkinga. 24. nóvember 2023 11:59 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri færslu frá Eldfljalla- og náttúruvárhópi Suðurlands á Facebook. Þar segir einnig að aflögun mælist enn við sigdalinn í Grindavík en hreyfingarnar séu mun minni en þær hafa verið. „Landris í Svartsengi heldur þó enn áfram af miklum krafti. Miðað við gang mála fyrir innskotið 10. nóvember má gera fastlega ráð fyrir því að jarðskjálftavirkni í kringum landrisið fari að aukast vegna aukinnar spennu eftir því sem það landris heldur áfram,“ segir í áðurnefndri færslu. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að sáralitlar líkur væru á því að gjósa muni í Grindavík. Mestar líkur séu á gosi við Svartsengi. „Sprungan hefur róað sig, flekajaðarinn sem hreyfði sig 10. [nóvember]. Þannig það er að koma ró á það í bili og vonandi færist virknin í framhaldi út í Eldvörp, þar sem hún á að vera.“ Minni líkur séu því á gosi nú en áður. „Ég hef sagt það að mestar líkur á gosi voru 10. og 11. og ef það kemur ekkert upp, þá dvala líkurnar bara hægt og rólega. Við erum því bara komin í það ástand núna að líkur á gosi eru sáralitlar,“ segir Ármann og áréttar að hann eigi við um sprunguna alræmdu sem myndaðist í miðjum Grindavíkurbæ fyrr í mánuðinum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Heimilt að fara inn í Grindavík með flutningabíla Íbúar í Grindavík hafa í dag heimild til að fara inn í bæinn með flutningabíla. Heimildin gildir frá klukkan níu til fjögur. Í næstu viku verður boðið upp á aðstoð við flutninga. 25. nóvember 2023 09:16 Húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga fyrir 240 milljónir á mánuði Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi í dag stuðningsaðgerðir til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga vegna jarðhræringa á svæðinu. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar Grindvíkinga. 24. nóvember 2023 11:59 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Heimilt að fara inn í Grindavík með flutningabíla Íbúar í Grindavík hafa í dag heimild til að fara inn í bæinn með flutningabíla. Heimildin gildir frá klukkan níu til fjögur. Í næstu viku verður boðið upp á aðstoð við flutninga. 25. nóvember 2023 09:16
Húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga fyrir 240 milljónir á mánuði Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi í dag stuðningsaðgerðir til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga vegna jarðhræringa á svæðinu. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar Grindvíkinga. 24. nóvember 2023 11:59