Ljósin eru að slökkna Ágúst Ásgrímsson skrifar 25. nóvember 2023 16:00 Ég er nú vanur að berja mér á brjóst og sigra heiminn sama hvað á gengur. En nú er fokið í flest skjól. Konungur fuglanna, örninn hefur verið mitt tákn og drifkraftur í gegnum lífið sem bóndi og hefur það dugað þar til núna, því búið er að klippa af mér flugfjaðrirnar og klærnar. Ég hef engin vopn í hendi mér til bjargar í mjólkurframleiðslunni frekar en aðrir bændur sem fóru í tilneyddar fjárfestingar vegna Evrópureglugerða sem þvinguðu bændur, annað hvort að stefna á að hætta mjólkurframleiðslu eða byggja nýtt fjós. Mat ég það þannig, það að bera titilinn Gústi bóndi væri 250 milljóna króna skulda virði. Byggðum við nýtt hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, jukum framleiðsluna vel yfir meðal bústærð með mikilli vinnuhagræðingu. Helmingi meiri mjólkurframleiðsla nú en áður og jafnvel styttri tími í fjósverkin. Þetta virtist stefna í eintóma hamingju. Við hjónin skilum hvort um sig að meðaltali 12 tímum í vinnu flesta daga ársins. Fyrir það á búið að greiða okkur í laun hvoru um sig um 360.000 í föst mánaðarlaun en þeir peningar eru ekki til staðar núna. Höfum við unnið nánast kauplaust í eitt og hálft ár. Við erum orðnir þrælar, hlekkjaðir við aðstæðurnar. Einhverjir verða að mjólka en maður spyr sig! hvenær fær maður nóg??? Á maður bara að hætta, selja eignir, borga skuldir og búa á jörðinni skuldlausri með tærnar upp í loft og horfa á sólina setjast. Enginn getur keypt svona jörð og rekið nema hann eigi 150 milljónir í vasanum og taki við skuldum uppá 200 milljónir og verður reksturinn samt í járnum. Enginn meðal maður getur fjárfest í kúabúi. Enginn nýliðun verður og meðalaldur bænda nálgast 60 ár. Bændur eldast og slíta sér endanlega út á meðan þeir sitja fastir á sínum búum og hafa ekki fjárráð á vinnumanni sér til aðstoðar. Eftir 7 ár fer ég að fá peninga inn á reikninginn eins og flestir sem komast á aldur, u.þ.b. 200.000 krónur. Eftirlaunagreiðslan verður líklega hæstu laun sem ég hef lengi verið á. Í tæp tvö ár hefur vaxtakostnaður verið að sliga þá bændur sem fóru í fjárfestingar í kringum 2014 til dagsins í dag. Helstu aðföng til mjólkurframleiðslu hafa hækkað gríðarlega á síðustu árum. Áburður hefur hækkað um 140% . fóðurblanda um 40% og olía um 70%. Á sama tíma hefur verðlagsnefnd búvara hækkað mjólkurverð til bænda um ca. 25% frá 1. júní 2020. 2004 voru niðurgreiðslur á búvörum 45%, árið 2023 eru þær 20%. Þetta reikningsdæmi er hætt að ganga upp. Kostnaður eykst og niðurgreiðslur frá ríki hafa stórlega lækkað. Þetta er ákall bóndans um skilning og hjálp! Kúabændum er að fækka, ljósin eru að slökkna í fjósunum og verða ekki kveikt aftur. Höfundur er kúabóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er nú vanur að berja mér á brjóst og sigra heiminn sama hvað á gengur. En nú er fokið í flest skjól. Konungur fuglanna, örninn hefur verið mitt tákn og drifkraftur í gegnum lífið sem bóndi og hefur það dugað þar til núna, því búið er að klippa af mér flugfjaðrirnar og klærnar. Ég hef engin vopn í hendi mér til bjargar í mjólkurframleiðslunni frekar en aðrir bændur sem fóru í tilneyddar fjárfestingar vegna Evrópureglugerða sem þvinguðu bændur, annað hvort að stefna á að hætta mjólkurframleiðslu eða byggja nýtt fjós. Mat ég það þannig, það að bera titilinn Gústi bóndi væri 250 milljóna króna skulda virði. Byggðum við nýtt hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, jukum framleiðsluna vel yfir meðal bústærð með mikilli vinnuhagræðingu. Helmingi meiri mjólkurframleiðsla nú en áður og jafnvel styttri tími í fjósverkin. Þetta virtist stefna í eintóma hamingju. Við hjónin skilum hvort um sig að meðaltali 12 tímum í vinnu flesta daga ársins. Fyrir það á búið að greiða okkur í laun hvoru um sig um 360.000 í föst mánaðarlaun en þeir peningar eru ekki til staðar núna. Höfum við unnið nánast kauplaust í eitt og hálft ár. Við erum orðnir þrælar, hlekkjaðir við aðstæðurnar. Einhverjir verða að mjólka en maður spyr sig! hvenær fær maður nóg??? Á maður bara að hætta, selja eignir, borga skuldir og búa á jörðinni skuldlausri með tærnar upp í loft og horfa á sólina setjast. Enginn getur keypt svona jörð og rekið nema hann eigi 150 milljónir í vasanum og taki við skuldum uppá 200 milljónir og verður reksturinn samt í járnum. Enginn meðal maður getur fjárfest í kúabúi. Enginn nýliðun verður og meðalaldur bænda nálgast 60 ár. Bændur eldast og slíta sér endanlega út á meðan þeir sitja fastir á sínum búum og hafa ekki fjárráð á vinnumanni sér til aðstoðar. Eftir 7 ár fer ég að fá peninga inn á reikninginn eins og flestir sem komast á aldur, u.þ.b. 200.000 krónur. Eftirlaunagreiðslan verður líklega hæstu laun sem ég hef lengi verið á. Í tæp tvö ár hefur vaxtakostnaður verið að sliga þá bændur sem fóru í fjárfestingar í kringum 2014 til dagsins í dag. Helstu aðföng til mjólkurframleiðslu hafa hækkað gríðarlega á síðustu árum. Áburður hefur hækkað um 140% . fóðurblanda um 40% og olía um 70%. Á sama tíma hefur verðlagsnefnd búvara hækkað mjólkurverð til bænda um ca. 25% frá 1. júní 2020. 2004 voru niðurgreiðslur á búvörum 45%, árið 2023 eru þær 20%. Þetta reikningsdæmi er hætt að ganga upp. Kostnaður eykst og niðurgreiðslur frá ríki hafa stórlega lækkað. Þetta er ákall bóndans um skilning og hjálp! Kúabændum er að fækka, ljósin eru að slökkna í fjósunum og verða ekki kveikt aftur. Höfundur er kúabóndi.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun