Selja miða sem gilda þó ekki ef Messi spilar leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 09:30 Lionel Messi fagnar hér marki með Inter Miami en margir bíða spenntir eftir fyrsta heila tímabili hans í MLS deildinni. Getty/Andy Lyons Bandaríska fótboltaliðið New York Red Bulls er að bjóða stuðningsmönnum sínum sérstakt tilboð fyrir hátíðirnar. Það er samt eins gott þó að kaupendur lesi smáa letrið. Það er ekki búið að draga í leikjaröð fyrir næsta tímabil í MLS deildinni í Bandaríkjunum og því vita kaupendur ekki við hverja liðið þeirra er að fara spila í öðrum þessara leikja. Tilboðið er upp að að kaupa miða á fyrsta heimaleik New York liðsins á næstu leiktíð sem og að fá miða á heimaleikinn á móti nágrönnunum í New York City FC. A holiday deal offered by the New York Red Bulls soccer team includes some merchandise as well as a ticket to its first home game. But there's some fine print: If Inter Miami is the opponent, you get a different game. And it's all because of Lionel Messi. https://t.co/PMoHubbwlo— The New York Times (@nytimes) November 22, 2023 Það er þó ekki eins og þeir geti veðjað á það að leikurinn verði á móti Lionel Messi og félögum í Inter Miami. Smáa letrið er nefnilega þannig að miðinn mun ekki gilda á þennan fyrsta heimaleik ef leikurinn er á móti Messi og félögum. Jú það er Messi klásúla. Verði leikurinn á móti Inter Miami þá gildir miðinn ekki á þann leik heldur á næsta heimaleik liðsins á eftir honum. Miðarnir eru að seljast frá bilinu 98 dollurum í ódýrustu sætin allt upp í 495 dollara fyrir miða í svítunum. Þetta er í íslenskum krónum frá fjórtán þúsundum til sjötíu þúsund krónur. Það er aftur á móti ljóst að ef miðarnir væru á leik með Messi þá væri þetta sannkallað útsöluverð. Miðarnar á leiki Messi hafa rokið upp enda áhuginn mikill á einum allra besta fótboltamanni sögunnar. Forráðamenn New York Red Bulls hafa því varann á. Þetta verður fyrsta fulla tímabil Messi með Inter Miami. Hann fór á kostum í bikarkeppnunum en í deildinni skoraði hann aðeins eitt mark í sex leikjum. Þeir sem þekkja argentínska snillinginn vita að það er von á miklu meiru frá honum í MLS-deildinni 2024. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Það er ekki búið að draga í leikjaröð fyrir næsta tímabil í MLS deildinni í Bandaríkjunum og því vita kaupendur ekki við hverja liðið þeirra er að fara spila í öðrum þessara leikja. Tilboðið er upp að að kaupa miða á fyrsta heimaleik New York liðsins á næstu leiktíð sem og að fá miða á heimaleikinn á móti nágrönnunum í New York City FC. A holiday deal offered by the New York Red Bulls soccer team includes some merchandise as well as a ticket to its first home game. But there's some fine print: If Inter Miami is the opponent, you get a different game. And it's all because of Lionel Messi. https://t.co/PMoHubbwlo— The New York Times (@nytimes) November 22, 2023 Það er þó ekki eins og þeir geti veðjað á það að leikurinn verði á móti Lionel Messi og félögum í Inter Miami. Smáa letrið er nefnilega þannig að miðinn mun ekki gilda á þennan fyrsta heimaleik ef leikurinn er á móti Messi og félögum. Jú það er Messi klásúla. Verði leikurinn á móti Inter Miami þá gildir miðinn ekki á þann leik heldur á næsta heimaleik liðsins á eftir honum. Miðarnir eru að seljast frá bilinu 98 dollurum í ódýrustu sætin allt upp í 495 dollara fyrir miða í svítunum. Þetta er í íslenskum krónum frá fjórtán þúsundum til sjötíu þúsund krónur. Það er aftur á móti ljóst að ef miðarnir væru á leik með Messi þá væri þetta sannkallað útsöluverð. Miðarnar á leiki Messi hafa rokið upp enda áhuginn mikill á einum allra besta fótboltamanni sögunnar. Forráðamenn New York Red Bulls hafa því varann á. Þetta verður fyrsta fulla tímabil Messi með Inter Miami. Hann fór á kostum í bikarkeppnunum en í deildinni skoraði hann aðeins eitt mark í sex leikjum. Þeir sem þekkja argentínska snillinginn vita að það er von á miklu meiru frá honum í MLS-deildinni 2024.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira