Elsta steinhús bæjarins ónýtt Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. nóvember 2023 16:52 Gríðarlegar sprungur hafa myndast í húsinu. Stöð 2/Einar Elsta steinhús Grindavíkur er stórskemmt eftir hamfarir síðustu daga. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur beint því til íbúa þess að tæma það alveg. Þrjár fjölskyldur bjuggu í húsinu. Marta Karlsdóttir, íbúi að Víkurbraut 10 í Grindavík, segir að húsið hafi í gegnum árum sinnt ýmsum hlutverkum í bænum. Einar Einarsson kaupmaður í Garðhúsum hafi reist það á sínum tíma og þar hafi verið verslun fyrst um sinn. Síðan hafi verið þar niðursuðuverksmiðja og loks íbúðir fyrir mikinn fjölda Grindvíkinga. Húsið við Víkurbraut.Vísir/Einar Fréttamaður ræddi við Mörtu fyrr í dag þegar verið var að tæma allar eigur fjölskyldu hennar úr húsinu. Hún segir að Náttúruhamfaratrygging hafi haft samband við íbúa hússins og sagt að húsið hefði verið metið svo að það þyrfti að tæma. Þó hafi það ekki verið metið ónýtt að svo stöddu en hún búist staðfastlega við því að svo fari. Hún voni þó að húsið fái að standa. „Það hefur mikið sögulegt gildi fyrir Grindavík. Ég vona að það sé eitthvað hægt að bjarga því.“ Ætluðu aldrei að flytja úr húsinu Marta segir að þrjár fjölskyldur búi í húsinu. Hún og maðurinn hennar, tengdamóðir hennar og mágur hennar og svilkona. „Við ætluðum ekkert að flytja. Aldrei. Maðurinn minn ólst hérna upp og eins Sigurður [bróðir hans]. Hann hefur aldrei búið annars staðar. Þetta er ótrúlega skrýtið, við ætluðum aldrei að fara. Þetta var bara okkar heimili þar til að við færum. Þannig að það eru miklar tilfinningar, það þarf að pakka þeim saman. Það er ótrúlega skrýtið að þurfa að tæma ævi sína á þremur tímum.“ Sér ekki fram á að flytja aftur í bæinn Ætlið þið að búa áfram í Grindavík? „Ég hef ekki neinn brjálæðislegan áhuga á því að búa áfram í Grindavík, í kjölfar þess sem er að gerast og á eftir að gerast, ég veit það ekki. Fyrst að það er búið að taka ákvörðun fyrir mig, að ég geti ekki komið til baka, þá hugsa ég að ég kaupi einhvers staðar annars staðar. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. 23. nóvember 2023 14:22 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Marta Karlsdóttir, íbúi að Víkurbraut 10 í Grindavík, segir að húsið hafi í gegnum árum sinnt ýmsum hlutverkum í bænum. Einar Einarsson kaupmaður í Garðhúsum hafi reist það á sínum tíma og þar hafi verið verslun fyrst um sinn. Síðan hafi verið þar niðursuðuverksmiðja og loks íbúðir fyrir mikinn fjölda Grindvíkinga. Húsið við Víkurbraut.Vísir/Einar Fréttamaður ræddi við Mörtu fyrr í dag þegar verið var að tæma allar eigur fjölskyldu hennar úr húsinu. Hún segir að Náttúruhamfaratrygging hafi haft samband við íbúa hússins og sagt að húsið hefði verið metið svo að það þyrfti að tæma. Þó hafi það ekki verið metið ónýtt að svo stöddu en hún búist staðfastlega við því að svo fari. Hún voni þó að húsið fái að standa. „Það hefur mikið sögulegt gildi fyrir Grindavík. Ég vona að það sé eitthvað hægt að bjarga því.“ Ætluðu aldrei að flytja úr húsinu Marta segir að þrjár fjölskyldur búi í húsinu. Hún og maðurinn hennar, tengdamóðir hennar og mágur hennar og svilkona. „Við ætluðum ekkert að flytja. Aldrei. Maðurinn minn ólst hérna upp og eins Sigurður [bróðir hans]. Hann hefur aldrei búið annars staðar. Þetta er ótrúlega skrýtið, við ætluðum aldrei að fara. Þetta var bara okkar heimili þar til að við færum. Þannig að það eru miklar tilfinningar, það þarf að pakka þeim saman. Það er ótrúlega skrýtið að þurfa að tæma ævi sína á þremur tímum.“ Sér ekki fram á að flytja aftur í bæinn Ætlið þið að búa áfram í Grindavík? „Ég hef ekki neinn brjálæðislegan áhuga á því að búa áfram í Grindavík, í kjölfar þess sem er að gerast og á eftir að gerast, ég veit það ekki. Fyrst að það er búið að taka ákvörðun fyrir mig, að ég geti ekki komið til baka, þá hugsa ég að ég kaupi einhvers staðar annars staðar.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. 23. nóvember 2023 14:22 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
„Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. 23. nóvember 2023 14:22