Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2023 15:16 Hvorki Bubbi né Guðmundur, og margir fleiri ef marka má samfélagsmiðla, eru sáttir við það að íslenska handknattleikslandsliðið muni spila merktir Arnarlaxi. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. Styrktarsamingur HSÍ við Arnarlax hefur farið öfugt ofan í margan stuðningsamann íslenska landsliðsins. En HSÍ hefur skuldbundið liðsmenn til að vera í búningum sem merktir eru í bak og fyrir Arnarlax. Þannig brá mörgum í brún þegar Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, var fljótur upp á afturlappirnar, fordæmdi fortakslaust þetta samstarf og taldi það með öllu óboðlegt. Fjölmargir hafa tekið í sama streng og nú hefur Bubbi ritað viðhorfspistil undir fyrirsögninni „Nú eru þeir strákarnir þeirra“. Bubbi telur HSÍ hafa gerst sek um alvarlegan dómgreindarskort og hann telur að Guðmundur B. Ólafsson formaður ætti að taka pokann sinn. Samningurinn sé reginhneyksli, orðspor sjókvíaeldisfyrirtæksins sé ömurlegt og það hafi nýverið verið sektað um 120 milljónir fyrir að hafa vanrækt að sinna skyldu sinni að tilkynna um gat á kvíum sínum. „Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landsliðið til að hvítþvo dapurlega ímynd sína er ömurlegt og hefur skaðað íþróttina sem og landsliðið í heild,“ skrifar Bubbi. Og það hvín í tálknunum á honum. „Hver hefur geð í sér að horfa á strákana okkar auglýsa Arnarlax,“ spyr Bubbi. Hann heldur því fram að um sé að ræða fyrirtæki sem hefur að því virðist engan áhuga á íslenskri náttúru annan en þann að mergsjúga hana. „Til þess eins að græða sem mest og skilja lítið sem ekkert eftir af þeim ofboðslega arði sem þeir hirða upp úr fjörðum landsins,“ segir Bubbi sem telur að HSÍ eigi að skammast sín: „Norsku aurgoðarnir hafa ekki bara hirt firði landsins heldur líka íslenska landsliðið í handbolta og nú eru þeir strákarnir þeirra.“ Sjókvíaeldi Handbolti HSÍ ÍSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira
Styrktarsamingur HSÍ við Arnarlax hefur farið öfugt ofan í margan stuðningsamann íslenska landsliðsins. En HSÍ hefur skuldbundið liðsmenn til að vera í búningum sem merktir eru í bak og fyrir Arnarlax. Þannig brá mörgum í brún þegar Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, var fljótur upp á afturlappirnar, fordæmdi fortakslaust þetta samstarf og taldi það með öllu óboðlegt. Fjölmargir hafa tekið í sama streng og nú hefur Bubbi ritað viðhorfspistil undir fyrirsögninni „Nú eru þeir strákarnir þeirra“. Bubbi telur HSÍ hafa gerst sek um alvarlegan dómgreindarskort og hann telur að Guðmundur B. Ólafsson formaður ætti að taka pokann sinn. Samningurinn sé reginhneyksli, orðspor sjókvíaeldisfyrirtæksins sé ömurlegt og það hafi nýverið verið sektað um 120 milljónir fyrir að hafa vanrækt að sinna skyldu sinni að tilkynna um gat á kvíum sínum. „Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landsliðið til að hvítþvo dapurlega ímynd sína er ömurlegt og hefur skaðað íþróttina sem og landsliðið í heild,“ skrifar Bubbi. Og það hvín í tálknunum á honum. „Hver hefur geð í sér að horfa á strákana okkar auglýsa Arnarlax,“ spyr Bubbi. Hann heldur því fram að um sé að ræða fyrirtæki sem hefur að því virðist engan áhuga á íslenskri náttúru annan en þann að mergsjúga hana. „Til þess eins að græða sem mest og skilja lítið sem ekkert eftir af þeim ofboðslega arði sem þeir hirða upp úr fjörðum landsins,“ segir Bubbi sem telur að HSÍ eigi að skammast sín: „Norsku aurgoðarnir hafa ekki bara hirt firði landsins heldur líka íslenska landsliðið í handbolta og nú eru þeir strákarnir þeirra.“
Sjókvíaeldi Handbolti HSÍ ÍSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira