„Viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:52 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Lyfjastofnunar segir Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvaða sjúklingar fá niðurgreidd lyf sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Breytt fyrirkomulag verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því. Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýstu miklum áhyggjum í hádegisfréttum okkar í gær vegna breytts fyrirkomulags á greiðsluþátttöku á lyfjunum Saxenda og Wegovy og skoruðu á Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar að endurskoða ákvörðunina. Sérfræðilæknir við offitumeðferð sagði hert skilyrði mismuna sjúklingum eftir efnahag og að hátt í tvö þúsund manns komi til með að lenda í vandræðum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri lyfjastofnunar, segir skilyrðin á hinum Norðurlöndunum strangari en hér. „Það er búið að setja hér á Íslandi einstaklingsbundna greiðsluþátttöku. Það er engin greiðsluþátttaka í Svíþjóð og Finnlandi og í Noregi og Danmörku er hún strangari heldur en hjá okkur,“ segir Rúna. Sjúkratryggingar hafi haft samráð við sína sérfræðinga í tengslum við ákvörðunina. „Það er verið að beina þeim sjúklingum sem fá einna helst mestan ábata af annað hvort lyfjum eða öðrum úrræðum og í því greiðir ríkið niður. Það sem veldur okkur sérstökum áhyggjum og eru áhyggjur í Evrópu er að það er skortur á þessum lyfjum og það er eiginlega verið að tryggja það líka að þeir sjúklingar sem eru settir á lyfjum að það sé nægar birgðir til þess að geta haldið þeim á lyfjunum,“ segir Rúna. Matið byggi meðal annars á heilsuhagfræðilegri úttekt sem norðmenn og danir gerðu um það fyrir hvaða sjúklinga ábatinn væri mestur. „Rökin eru raunverulega fyrir því að til dæmis viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum og það var ákveðið að gera það hér af því að offita er meiri á Íslandi,“ segir Rúna og bætir við að fyrirkomulagið verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því enda séu það þeir sem ákvarði um val á sjúklingum. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Tengdar fréttir Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýstu miklum áhyggjum í hádegisfréttum okkar í gær vegna breytts fyrirkomulags á greiðsluþátttöku á lyfjunum Saxenda og Wegovy og skoruðu á Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar að endurskoða ákvörðunina. Sérfræðilæknir við offitumeðferð sagði hert skilyrði mismuna sjúklingum eftir efnahag og að hátt í tvö þúsund manns komi til með að lenda í vandræðum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri lyfjastofnunar, segir skilyrðin á hinum Norðurlöndunum strangari en hér. „Það er búið að setja hér á Íslandi einstaklingsbundna greiðsluþátttöku. Það er engin greiðsluþátttaka í Svíþjóð og Finnlandi og í Noregi og Danmörku er hún strangari heldur en hjá okkur,“ segir Rúna. Sjúkratryggingar hafi haft samráð við sína sérfræðinga í tengslum við ákvörðunina. „Það er verið að beina þeim sjúklingum sem fá einna helst mestan ábata af annað hvort lyfjum eða öðrum úrræðum og í því greiðir ríkið niður. Það sem veldur okkur sérstökum áhyggjum og eru áhyggjur í Evrópu er að það er skortur á þessum lyfjum og það er eiginlega verið að tryggja það líka að þeir sjúklingar sem eru settir á lyfjum að það sé nægar birgðir til þess að geta haldið þeim á lyfjunum,“ segir Rúna. Matið byggi meðal annars á heilsuhagfræðilegri úttekt sem norðmenn og danir gerðu um það fyrir hvaða sjúklinga ábatinn væri mestur. „Rökin eru raunverulega fyrir því að til dæmis viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum og það var ákveðið að gera það hér af því að offita er meiri á Íslandi,“ segir Rúna og bætir við að fyrirkomulagið verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því enda séu það þeir sem ákvarði um val á sjúklingum.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Tengdar fréttir Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24