Ísland á fimm CrossFit konur meðal þeirra tvö hundruð bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2023 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir er fremsta CrossFit kona Íslands í dag samkvæmt nýja topp tvö hundruð listanum. @katrintanja Laura Horvath er heimsmeistari í CrossFit íþróttinni síðan í ágúst en hún er samt ekki í efsta sætinu á nýjum lista yfir tvö hundruð bestu CrossFit konur heims. Brian Friend, stofnandi Bfriendlyfitness, hefur nú uppfært lista sinn yfir bestu CrossFit konurnar í dag. Hann setur goðsögnina Tia-Clair Toomey-Orr í efsta sætið en Toomey var næstum því búin að vinna Horvath á Rogue Invitational á dögunum aðeins fimm mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun maí. Engin íslensk CrossFit kona er meðal þeirra tólf efstu á listanum en þar eru aftur á móti tvær með sterka Íslandstengingu. Emma Lawson er þriðja og Gabriela Migala er í fimmta sæti en báðar hafa þær Snorra Barón Jónsson sem umboðsmann. Á milli þeirra í fjórða sætinu er síðan Mallory O’Brien sem keppti ekki á árinu 2023. Ísland á fimm fulltrúa á listanum þar af þrjá þeirra meðal fimmtíu efstu. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenska konan á listanum en hún situr í þrettánda sætinu. Katrín náði bestu árangri íslensku stelpnanna á heimsleikunum þar sem hún endaði í sjöunda sæti. Hún hefur síðan tekið sér frí í haust til að hlaða batteríin og hefur það eflaust eitthvað með það að segja að heimsleikaframmistaðan skilar henni ekki ofar. Anníe Mist Þórisdóttir er ekki á listanum að þessu sinni enda komin í barneignarfrí langt fram á næsta ári í það minnsta. Anníe hefði annars örugglega verið meðal tuttugu efstu en hún varð þrettánda á heimsleikunum í haust. Næst af íslensku stelpunum, á eftir Katrínu Tönju, er Þuríður Erla Helgadóttir í 33. sæti. Þuríður Erla hefur keppt oft á heimsleikunum síðustu árin en tókst ekki að komast þangað í ár. Hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp hjá Söru Sigmundsdóttur síðustu árin en hún er samt enn inn á topp fimmtíu á listanum. Sara er nú í 48. sætinu og þriðja efst af íslensku stelpunum. Sólveig Sigurðardóttir er eina íslenska konan í sætum 51 til 100 en hún er í 64. sæti listans. Sólveig náði ekki alveg að fylgja eftir 2022 þar sem hún sprakk fram á sjónarsviðið og komst alla leið inn á heimsleikana. Oddný Eik Gylfadóttir er í 121. sæti listans og sú síðasta af þeim íslensku sem kemst á blað. Vonandi fjölgar íslensku konunum í framtíðinni og ein sem getur farið að gera tilkall til sæti á listans er bronskonan Bergrós Björnsdóttir frá unglingakeppni heimsleikanna í haust. Bergrós keppir næst á Wodapalooza í Miami í janúar og það verður gaman að fylgjast með henni taka vonandi næstu skref á árinu 2024. Hver veit nema að hún verði kominn inn á næsta lista í lok næsta árs. Ef Instagram færslan hér að ofan birtast ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Brian Friend, stofnandi Bfriendlyfitness, hefur nú uppfært lista sinn yfir bestu CrossFit konurnar í dag. Hann setur goðsögnina Tia-Clair Toomey-Orr í efsta sætið en Toomey var næstum því búin að vinna Horvath á Rogue Invitational á dögunum aðeins fimm mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun maí. Engin íslensk CrossFit kona er meðal þeirra tólf efstu á listanum en þar eru aftur á móti tvær með sterka Íslandstengingu. Emma Lawson er þriðja og Gabriela Migala er í fimmta sæti en báðar hafa þær Snorra Barón Jónsson sem umboðsmann. Á milli þeirra í fjórða sætinu er síðan Mallory O’Brien sem keppti ekki á árinu 2023. Ísland á fimm fulltrúa á listanum þar af þrjá þeirra meðal fimmtíu efstu. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenska konan á listanum en hún situr í þrettánda sætinu. Katrín náði bestu árangri íslensku stelpnanna á heimsleikunum þar sem hún endaði í sjöunda sæti. Hún hefur síðan tekið sér frí í haust til að hlaða batteríin og hefur það eflaust eitthvað með það að segja að heimsleikaframmistaðan skilar henni ekki ofar. Anníe Mist Þórisdóttir er ekki á listanum að þessu sinni enda komin í barneignarfrí langt fram á næsta ári í það minnsta. Anníe hefði annars örugglega verið meðal tuttugu efstu en hún varð þrettánda á heimsleikunum í haust. Næst af íslensku stelpunum, á eftir Katrínu Tönju, er Þuríður Erla Helgadóttir í 33. sæti. Þuríður Erla hefur keppt oft á heimsleikunum síðustu árin en tókst ekki að komast þangað í ár. Hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp hjá Söru Sigmundsdóttur síðustu árin en hún er samt enn inn á topp fimmtíu á listanum. Sara er nú í 48. sætinu og þriðja efst af íslensku stelpunum. Sólveig Sigurðardóttir er eina íslenska konan í sætum 51 til 100 en hún er í 64. sæti listans. Sólveig náði ekki alveg að fylgja eftir 2022 þar sem hún sprakk fram á sjónarsviðið og komst alla leið inn á heimsleikana. Oddný Eik Gylfadóttir er í 121. sæti listans og sú síðasta af þeim íslensku sem kemst á blað. Vonandi fjölgar íslensku konunum í framtíðinni og ein sem getur farið að gera tilkall til sæti á listans er bronskonan Bergrós Björnsdóttir frá unglingakeppni heimsleikanna í haust. Bergrós keppir næst á Wodapalooza í Miami í janúar og það verður gaman að fylgjast með henni taka vonandi næstu skref á árinu 2024. Hver veit nema að hún verði kominn inn á næsta lista í lok næsta árs. Ef Instagram færslan hér að ofan birtast ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina.
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira