Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Lovísa Arnardóttir skrifar 22. nóvember 2023 08:24 Mánaðarskammtur af Wegovy kostar um 23 þúsund krónur en af Saxenda um 45 þúsund. Vísir/EPA Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins kallar eftir því að breytingar á greiðsluþátttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu, verði endurskoðaðar án tafar. Í tilkynningu segir að breytingarnar, sem tilkynnt var um í byrjun mánaðar, leiði til mismununar sjúklinga eftir efnahag og hindri heilbrigðisstarfsfólk í að veita viðeigandi meðferð í samræmi við klínískar leiðbeiningar. Lyfin séu ekki niðurgreidd fyrr en vandinn sé löngu orðinn aðkallandi. Skilyrt við sjúklinga sem þjást af offitu Í tilkynningu Lyfjastofnunar í upphafi mánaða var greint frá því að Lyfjastofnun hefði endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku Saxenda var hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. Endurskoðun fór fram að beiðni Sjúkratrygginga Íslands en þar var bent á að lyfin hafi sömu ábendingu, virki á sama efnaskiptakerfi líkamans en að Saxenda sé töluvert dýrara en Wegovy. Verð fyrir mánaðarskammt af Saxenda er 45.845 krónur en verð algengs styrkleika af Wegovy er 27.369 krónur, þegar um er að ræða hámarks smásöluverð með virðisaukaskatti samkvæmt lyfjaverðskrá. Fáir geti nýtt sér lyfin með hertum skilyrðum Í tilkynningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag segir að meðferð með lyfjunum Wegovy og Saxenda geti gagnast hópi einstaklinga með sjúkdóminn offitu vel en með hertum skilyrðum fyrir greiðsluþátttöku sé ljóst að fáir geti nýtt sér meðferð með lyfjunum. „Heilsugæslan vekur athygli á því að með því að nýta þessi lyf með réttum hætti þar sem það á við er líklegt að hægt sé að bæta heilsu fjölda einstaklinga og um leið spara samfélaginu háar upphæðir vegna heilbrigðisþjónustu við þessa einstaklinga í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að með því að takmarka niðurgreiðslu verulega sé efnaminni sjúklingum mismunað enda geta efnameiri sjúklingar eftir sem áður notað lyfin með því að greiða fyrir þau að fullu sjálfir. „Slík mismunun gengur beint gegn réttindum sjúklinga,“ segir enn fremur og að sérfræðingar heilsugæslunnar séu tilbúnir til að aðstoða við endurskoðun greiðsluþátttökunnar. „Offita er langvinnur efnaskiptasjúkdómur sem mikilvægt er að meðhöndla ævilangt með réttum aðferðum á mismunandi stigum sjúkdómsins til að draga úr líkum á margvíslegum áhættuþáttum og fylgisjúkdómum,“ segir að lokum. Lyf Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Lyfjastofnun Evrópu rannsakar þyngdarstjórnunarlyf vegna ábendinga frá Íslandi Eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu hefur nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. 10. júlí 2023 07:29 Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44 Danskir ellilífeyrisþegar mala gull á megrunarlyfjum Ofsagróði danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk vegna sölu þess á megrunalyfinu Wegovy mun hafa gríðarleg áhrif á efnahagslegan uppgang í Danmörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjölmarga Dani sem eru hluthafar í fyrirtækinu. Hagfræðingur segir þó ýmsar hættur felast í ástandinu fyrir efnahag Dana. 5. október 2023 13:29 Fjöldi ávísana vegna Ozempic og skyldra lyfja hefur fjórfaldast Fjölda ávísana vegna lyfja á borð við Ozempic sem skrifað er upp á ársfjórðungslega í Bandaríkjunum hefur fjórfaldast frá 2020. Síðustu þrjá mánuði ársins 2022 voru níu milljón lyfseðlar gefnir út vegna lyfjanna. 27. september 2023 12:46 Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins kallar eftir því að breytingar á greiðsluþátttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu, verði endurskoðaðar án tafar. Í tilkynningu segir að breytingarnar, sem tilkynnt var um í byrjun mánaðar, leiði til mismununar sjúklinga eftir efnahag og hindri heilbrigðisstarfsfólk í að veita viðeigandi meðferð í samræmi við klínískar leiðbeiningar. Lyfin séu ekki niðurgreidd fyrr en vandinn sé löngu orðinn aðkallandi. Skilyrt við sjúklinga sem þjást af offitu Í tilkynningu Lyfjastofnunar í upphafi mánaða var greint frá því að Lyfjastofnun hefði endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku Saxenda var hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. Endurskoðun fór fram að beiðni Sjúkratrygginga Íslands en þar var bent á að lyfin hafi sömu ábendingu, virki á sama efnaskiptakerfi líkamans en að Saxenda sé töluvert dýrara en Wegovy. Verð fyrir mánaðarskammt af Saxenda er 45.845 krónur en verð algengs styrkleika af Wegovy er 27.369 krónur, þegar um er að ræða hámarks smásöluverð með virðisaukaskatti samkvæmt lyfjaverðskrá. Fáir geti nýtt sér lyfin með hertum skilyrðum Í tilkynningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag segir að meðferð með lyfjunum Wegovy og Saxenda geti gagnast hópi einstaklinga með sjúkdóminn offitu vel en með hertum skilyrðum fyrir greiðsluþátttöku sé ljóst að fáir geti nýtt sér meðferð með lyfjunum. „Heilsugæslan vekur athygli á því að með því að nýta þessi lyf með réttum hætti þar sem það á við er líklegt að hægt sé að bæta heilsu fjölda einstaklinga og um leið spara samfélaginu háar upphæðir vegna heilbrigðisþjónustu við þessa einstaklinga í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að með því að takmarka niðurgreiðslu verulega sé efnaminni sjúklingum mismunað enda geta efnameiri sjúklingar eftir sem áður notað lyfin með því að greiða fyrir þau að fullu sjálfir. „Slík mismunun gengur beint gegn réttindum sjúklinga,“ segir enn fremur og að sérfræðingar heilsugæslunnar séu tilbúnir til að aðstoða við endurskoðun greiðsluþátttökunnar. „Offita er langvinnur efnaskiptasjúkdómur sem mikilvægt er að meðhöndla ævilangt með réttum aðferðum á mismunandi stigum sjúkdómsins til að draga úr líkum á margvíslegum áhættuþáttum og fylgisjúkdómum,“ segir að lokum.
Lyf Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Lyfjastofnun Evrópu rannsakar þyngdarstjórnunarlyf vegna ábendinga frá Íslandi Eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu hefur nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. 10. júlí 2023 07:29 Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44 Danskir ellilífeyrisþegar mala gull á megrunarlyfjum Ofsagróði danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk vegna sölu þess á megrunalyfinu Wegovy mun hafa gríðarleg áhrif á efnahagslegan uppgang í Danmörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjölmarga Dani sem eru hluthafar í fyrirtækinu. Hagfræðingur segir þó ýmsar hættur felast í ástandinu fyrir efnahag Dana. 5. október 2023 13:29 Fjöldi ávísana vegna Ozempic og skyldra lyfja hefur fjórfaldast Fjölda ávísana vegna lyfja á borð við Ozempic sem skrifað er upp á ársfjórðungslega í Bandaríkjunum hefur fjórfaldast frá 2020. Síðustu þrjá mánuði ársins 2022 voru níu milljón lyfseðlar gefnir út vegna lyfjanna. 27. september 2023 12:46 Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15
Lyfjastofnun Evrópu rannsakar þyngdarstjórnunarlyf vegna ábendinga frá Íslandi Eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu hefur nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. 10. júlí 2023 07:29
Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44
Danskir ellilífeyrisþegar mala gull á megrunarlyfjum Ofsagróði danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk vegna sölu þess á megrunalyfinu Wegovy mun hafa gríðarleg áhrif á efnahagslegan uppgang í Danmörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjölmarga Dani sem eru hluthafar í fyrirtækinu. Hagfræðingur segir þó ýmsar hættur felast í ástandinu fyrir efnahag Dana. 5. október 2023 13:29
Fjöldi ávísana vegna Ozempic og skyldra lyfja hefur fjórfaldast Fjölda ávísana vegna lyfja á borð við Ozempic sem skrifað er upp á ársfjórðungslega í Bandaríkjunum hefur fjórfaldast frá 2020. Síðustu þrjá mánuði ársins 2022 voru níu milljón lyfseðlar gefnir út vegna lyfjanna. 27. september 2023 12:46
Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54