Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2023 15:41 Carrin F. Patman var skipuð sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í ágúst í fyrra. Hún er lögfræðingur að mennt. Sendiráð Bandaríkjanna Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. Húsið var byggt árið 1928, teiknað af Einari Erlendssyni en það er tveggja hæða steinhús með hálfniðurgröfnum kjallara og risi. Lóðin er afmörkuð með steyptum garðveggjum á allar hliðar. Árið 2016 voru teiknaðar breytingar á húsinu og stakstæður bílskúr á baklóð. Bandaríska ríkið keypti húsið árið 2020 og ætlar það til búsetu sendiherra síns á Íslandi. Bandaríska sendiráðið sendi umsókn til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að byggja setustofu fyrir starfsmenn/öryggisverði sendiráðsins ofan á bílskúrinn á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir að þar verði íbúð. Einnig var sótt um skýli fyrir öryggisvörð, framan við húsið. Sú umsókn hefur valdið töluverðu umtali meðal nágranna í vesturbænum. Þá var sótt um að reisa öryggisgirðingu inni á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða. Til að bæta aðgengi fyrir fatlaða að húsinu og innan þess var sótt um að byggja lyftuhús á norðausturhorn þess, aftan og ofan á anddyri frá 2016. Lyftan mun ganga á milli allra hæða, að rishæðinni undanskilinni. „Verulegar breytingar verða á innra skipulagi hússins, nema í risi. Nokkrir gluggar verða færðir til og gluggi á austurhlið verður felldur út, en í hans stað verði blindgluggi,“ segir í samantekt skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur gerir ekki skipulagslega athugasemd við breytingar á girðingum á lóðinni, að nágrannalóðum á Sólvallagötu 12 og 16 og innan við garðvegg meðfram götunni að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Meðal annars að hæð girðingarinnar má ekki vera hærri en girðinga í lóðarmörkum og að bilið á milli girðinga og garðveggjar sé nægilegt til að koma fyrir gróðurbeði með stórum gróðri, runnum og blómum sem eru til prýði fyrir götumyndina og draga úr áhrifum og sýnileika nýju girðingarinnar. Skipulagsfulltrúi gerir ekki athugasemd við byggingu lyftuhúss aftan og ofan á anddyri eða gluggabreytingar enda falli öll útfærsla og efnisval vel að byggingarstíl hússins og tekið mið af umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í beiðni um að staðsetja vakthús fremst á lóðinni. Þá segir í svari fulltrúans að breytingar á umfangi bílskúrs hafi ekki áhrif á götumynd en skuggavarpsmyndir sem sýni grenndaráhrif þurfi að fylgja byggingarleyfisumsókn áður en skipulagsfulltrúi geti tekið endanlega afstöðu til umfangsins sem sótt er um. Tengd skjöl Sólvallagata_14_-_umsögn_skipulagsfulltrúa_(002)PDF1.3MBSækja skjal Sendiráð á Íslandi Reykjavík Skipulag Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Húsið var byggt árið 1928, teiknað af Einari Erlendssyni en það er tveggja hæða steinhús með hálfniðurgröfnum kjallara og risi. Lóðin er afmörkuð með steyptum garðveggjum á allar hliðar. Árið 2016 voru teiknaðar breytingar á húsinu og stakstæður bílskúr á baklóð. Bandaríska ríkið keypti húsið árið 2020 og ætlar það til búsetu sendiherra síns á Íslandi. Bandaríska sendiráðið sendi umsókn til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að byggja setustofu fyrir starfsmenn/öryggisverði sendiráðsins ofan á bílskúrinn á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir að þar verði íbúð. Einnig var sótt um skýli fyrir öryggisvörð, framan við húsið. Sú umsókn hefur valdið töluverðu umtali meðal nágranna í vesturbænum. Þá var sótt um að reisa öryggisgirðingu inni á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða. Til að bæta aðgengi fyrir fatlaða að húsinu og innan þess var sótt um að byggja lyftuhús á norðausturhorn þess, aftan og ofan á anddyri frá 2016. Lyftan mun ganga á milli allra hæða, að rishæðinni undanskilinni. „Verulegar breytingar verða á innra skipulagi hússins, nema í risi. Nokkrir gluggar verða færðir til og gluggi á austurhlið verður felldur út, en í hans stað verði blindgluggi,“ segir í samantekt skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur gerir ekki skipulagslega athugasemd við breytingar á girðingum á lóðinni, að nágrannalóðum á Sólvallagötu 12 og 16 og innan við garðvegg meðfram götunni að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Meðal annars að hæð girðingarinnar má ekki vera hærri en girðinga í lóðarmörkum og að bilið á milli girðinga og garðveggjar sé nægilegt til að koma fyrir gróðurbeði með stórum gróðri, runnum og blómum sem eru til prýði fyrir götumyndina og draga úr áhrifum og sýnileika nýju girðingarinnar. Skipulagsfulltrúi gerir ekki athugasemd við byggingu lyftuhúss aftan og ofan á anddyri eða gluggabreytingar enda falli öll útfærsla og efnisval vel að byggingarstíl hússins og tekið mið af umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í beiðni um að staðsetja vakthús fremst á lóðinni. Þá segir í svari fulltrúans að breytingar á umfangi bílskúrs hafi ekki áhrif á götumynd en skuggavarpsmyndir sem sýni grenndaráhrif þurfi að fylgja byggingarleyfisumsókn áður en skipulagsfulltrúi geti tekið endanlega afstöðu til umfangsins sem sótt er um. Tengd skjöl Sólvallagata_14_-_umsögn_skipulagsfulltrúa_(002)PDF1.3MBSækja skjal
Sendiráð á Íslandi Reykjavík Skipulag Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira