Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2023 15:41 Carrin F. Patman var skipuð sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í ágúst í fyrra. Hún er lögfræðingur að mennt. Sendiráð Bandaríkjanna Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. Húsið var byggt árið 1928, teiknað af Einari Erlendssyni en það er tveggja hæða steinhús með hálfniðurgröfnum kjallara og risi. Lóðin er afmörkuð með steyptum garðveggjum á allar hliðar. Árið 2016 voru teiknaðar breytingar á húsinu og stakstæður bílskúr á baklóð. Bandaríska ríkið keypti húsið árið 2020 og ætlar það til búsetu sendiherra síns á Íslandi. Bandaríska sendiráðið sendi umsókn til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að byggja setustofu fyrir starfsmenn/öryggisverði sendiráðsins ofan á bílskúrinn á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir að þar verði íbúð. Einnig var sótt um skýli fyrir öryggisvörð, framan við húsið. Sú umsókn hefur valdið töluverðu umtali meðal nágranna í vesturbænum. Þá var sótt um að reisa öryggisgirðingu inni á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða. Til að bæta aðgengi fyrir fatlaða að húsinu og innan þess var sótt um að byggja lyftuhús á norðausturhorn þess, aftan og ofan á anddyri frá 2016. Lyftan mun ganga á milli allra hæða, að rishæðinni undanskilinni. „Verulegar breytingar verða á innra skipulagi hússins, nema í risi. Nokkrir gluggar verða færðir til og gluggi á austurhlið verður felldur út, en í hans stað verði blindgluggi,“ segir í samantekt skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur gerir ekki skipulagslega athugasemd við breytingar á girðingum á lóðinni, að nágrannalóðum á Sólvallagötu 12 og 16 og innan við garðvegg meðfram götunni að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Meðal annars að hæð girðingarinnar má ekki vera hærri en girðinga í lóðarmörkum og að bilið á milli girðinga og garðveggjar sé nægilegt til að koma fyrir gróðurbeði með stórum gróðri, runnum og blómum sem eru til prýði fyrir götumyndina og draga úr áhrifum og sýnileika nýju girðingarinnar. Skipulagsfulltrúi gerir ekki athugasemd við byggingu lyftuhúss aftan og ofan á anddyri eða gluggabreytingar enda falli öll útfærsla og efnisval vel að byggingarstíl hússins og tekið mið af umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í beiðni um að staðsetja vakthús fremst á lóðinni. Þá segir í svari fulltrúans að breytingar á umfangi bílskúrs hafi ekki áhrif á götumynd en skuggavarpsmyndir sem sýni grenndaráhrif þurfi að fylgja byggingarleyfisumsókn áður en skipulagsfulltrúi geti tekið endanlega afstöðu til umfangsins sem sótt er um. Tengd skjöl Sólvallagata_14_-_umsögn_skipulagsfulltrúa_(002)PDF1.3MBSækja skjal Sendiráð á Íslandi Reykjavík Skipulag Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Húsið var byggt árið 1928, teiknað af Einari Erlendssyni en það er tveggja hæða steinhús með hálfniðurgröfnum kjallara og risi. Lóðin er afmörkuð með steyptum garðveggjum á allar hliðar. Árið 2016 voru teiknaðar breytingar á húsinu og stakstæður bílskúr á baklóð. Bandaríska ríkið keypti húsið árið 2020 og ætlar það til búsetu sendiherra síns á Íslandi. Bandaríska sendiráðið sendi umsókn til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að byggja setustofu fyrir starfsmenn/öryggisverði sendiráðsins ofan á bílskúrinn á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir að þar verði íbúð. Einnig var sótt um skýli fyrir öryggisvörð, framan við húsið. Sú umsókn hefur valdið töluverðu umtali meðal nágranna í vesturbænum. Þá var sótt um að reisa öryggisgirðingu inni á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða. Til að bæta aðgengi fyrir fatlaða að húsinu og innan þess var sótt um að byggja lyftuhús á norðausturhorn þess, aftan og ofan á anddyri frá 2016. Lyftan mun ganga á milli allra hæða, að rishæðinni undanskilinni. „Verulegar breytingar verða á innra skipulagi hússins, nema í risi. Nokkrir gluggar verða færðir til og gluggi á austurhlið verður felldur út, en í hans stað verði blindgluggi,“ segir í samantekt skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur gerir ekki skipulagslega athugasemd við breytingar á girðingum á lóðinni, að nágrannalóðum á Sólvallagötu 12 og 16 og innan við garðvegg meðfram götunni að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Meðal annars að hæð girðingarinnar má ekki vera hærri en girðinga í lóðarmörkum og að bilið á milli girðinga og garðveggjar sé nægilegt til að koma fyrir gróðurbeði með stórum gróðri, runnum og blómum sem eru til prýði fyrir götumyndina og draga úr áhrifum og sýnileika nýju girðingarinnar. Skipulagsfulltrúi gerir ekki athugasemd við byggingu lyftuhúss aftan og ofan á anddyri eða gluggabreytingar enda falli öll útfærsla og efnisval vel að byggingarstíl hússins og tekið mið af umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í beiðni um að staðsetja vakthús fremst á lóðinni. Þá segir í svari fulltrúans að breytingar á umfangi bílskúrs hafi ekki áhrif á götumynd en skuggavarpsmyndir sem sýni grenndaráhrif þurfi að fylgja byggingarleyfisumsókn áður en skipulagsfulltrúi geti tekið endanlega afstöðu til umfangsins sem sótt er um. Tengd skjöl Sólvallagata_14_-_umsögn_skipulagsfulltrúa_(002)PDF1.3MBSækja skjal
Sendiráð á Íslandi Reykjavík Skipulag Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent