Vélinni líklega flogið heim frá Indlandi á næstu vikum Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2023 14:30 Icelandair-vélin var á Lal Bahadur Shastri-flugvellinum Vísir/Vilhelm Afturhluti vélar Icelandair straukst við flugbraut í lendingu á Lal Bahadur Shastri flugvellinum á Indlandi fyrr í mánuðinum. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að fljúga vélinni aftur heim fljótlega. Flugvirkjar voru með í fluginu sem hófu strax vinnu við að meta tjónið. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að fljúga vél Icelandair sem lenti í tjóni á Indlandi nýverið fljótlega aftur heim. Það segir upplýsingafulltrúi Icelandair, Guðni Sigurðsson, í svari til fréttastofu. „Það er rétt að við lendingu flugvélar Icelandair sem var í leiguverkefni á Indlandi á Lal Bahadur Shastri flugvelli straukst afturhluti vélarinnar við flugbraut. Farþegar urðu þess ekki varir og engin slys urðu á fólki,“ segir Guðni. Guðni segir að flugvirkjar hafi verið með í ferðinni og að strax við lendingu hafi þeir hafist handa við að meta það tjón sem varð á vélinni. Hann segir að önnur vél hafi verið send á eftir farþegunum og klárað leiguverkefnið. RNSA og Samgöngustofu tilkynnt um atvikið Hann segir atvikið þegar hafa verið tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hafi haft samband við rannsóknarnefnd á Indlandi. Þá hefur Samgöngustofa einnig verið upplýst um málið en það staðfestir starfsmaður Samgöngustofu í pósti til fréttastofu. Í svari þeirra kemur fram að þeim sé þó ekki heimilt að gefa efnislegar upplýsingar um tilkynnt atvik. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa var atvikið tilkynnt til þeirra samdægurs og það varð. „Flugrekandinn tilkynnti svokallað „tailstrike“ á B757-200 flugvél á Indlandi til RNSA föstudaginn 10. nóvember, sem er sami dagur og atvikið varð. Samkvæmt verklagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), þá tilkynnti RNSA atvikið til rannsóknarnefndar flugslysa í Indlandi sama dag,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Þar kemur enn fremur fram að málið sé nú til rannsóknar hjá indverskum yfirvöldum og RNSA aðstoði við þá rannsókn. „Talsverðar líkur eru á að rannsókn málsins færist í framhaldinu yfir til RNSA,“ segir að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svar barst frá Samgöngustofu um málið. Uppfært klukkan 15:45 þann 22.11.2023. Icelandair Indland Fréttir af flugi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að hægt verði að fljúga vél Icelandair sem lenti í tjóni á Indlandi nýverið fljótlega aftur heim. Það segir upplýsingafulltrúi Icelandair, Guðni Sigurðsson, í svari til fréttastofu. „Það er rétt að við lendingu flugvélar Icelandair sem var í leiguverkefni á Indlandi á Lal Bahadur Shastri flugvelli straukst afturhluti vélarinnar við flugbraut. Farþegar urðu þess ekki varir og engin slys urðu á fólki,“ segir Guðni. Guðni segir að flugvirkjar hafi verið með í ferðinni og að strax við lendingu hafi þeir hafist handa við að meta það tjón sem varð á vélinni. Hann segir að önnur vél hafi verið send á eftir farþegunum og klárað leiguverkefnið. RNSA og Samgöngustofu tilkynnt um atvikið Hann segir atvikið þegar hafa verið tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hafi haft samband við rannsóknarnefnd á Indlandi. Þá hefur Samgöngustofa einnig verið upplýst um málið en það staðfestir starfsmaður Samgöngustofu í pósti til fréttastofu. Í svari þeirra kemur fram að þeim sé þó ekki heimilt að gefa efnislegar upplýsingar um tilkynnt atvik. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa var atvikið tilkynnt til þeirra samdægurs og það varð. „Flugrekandinn tilkynnti svokallað „tailstrike“ á B757-200 flugvél á Indlandi til RNSA föstudaginn 10. nóvember, sem er sami dagur og atvikið varð. Samkvæmt verklagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), þá tilkynnti RNSA atvikið til rannsóknarnefndar flugslysa í Indlandi sama dag,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Þar kemur enn fremur fram að málið sé nú til rannsóknar hjá indverskum yfirvöldum og RNSA aðstoði við þá rannsókn. „Talsverðar líkur eru á að rannsókn málsins færist í framhaldinu yfir til RNSA,“ segir að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svar barst frá Samgöngustofu um málið. Uppfært klukkan 15:45 þann 22.11.2023.
Icelandair Indland Fréttir af flugi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira