Úthúðað af þjálfara og samherjum eftir tvö gul á þrjátíu sekúndum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2023 10:30 Matt Turner, markvörður bandaríska landsliðsins, lætur Sergino Dest heyra það. getty/Carmen Mandato Sergino Dest var ekki vinsælasti maðurinn í bandaríska landsliðshópnum eftir leikinn gegn Trínidad og Tóbagó í gær. Bandaríkin töpuðu fyrir Trínidad og Tóbagó, 2-1, en tryggðu sér samt sem áður farseðilinn í Suður-Ameríkukeppnina á næsta ári vegna 3-0 sigurs í fyrri leik liðanna. Um leið komst bandaríska liðið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í Mið- og Norður-Ameríku. Bandaríkjamenn náðu forystunni í leiknum í gær þegar Antonee Robinson, leikmaður Fulham, skoraði á 25. mínútu. En fjórtán mínútum síðar kom Dest liðsfélögum sínum í mikið klandur með sannkölluðum heimskupörum. Hann fékk fyrst gult spjald fyrir að sparka bolta upp í stúku því hann var ósáttur við ákvörðun dómara leiksins. Dest var ekki hættur, hélt áfram að tuða og uppskar annað gult spjald og þar með rautt. Samherjar Dests létu hann heyra það eftir rauða spjaldið og eftir leikinn. Það sama gerði landsliðsþjálfarinn Gregg Berhalter. „Þetta veldur mér áhyggjum því þetta er ekki það sem við stöndum fyrir. Þetta er ekki það sem við erum sem hópur. Við hreykjum okkur af því að vera andlega agaðir og berjumst gegnum allar aðstæður, sama hvort ákvarðanirnar eru góðar eða slæmar. Við eigum að halda áfram og bregðast rétt við og augljóslega gerði Sergino það ekki,“ sagði Berhalter. „Hann bað hópinn afsökunar og sagði að þetta myndi ekki gerast aftur. Við leikmenn og starfslið þurfum að gera hann ábyrgan því þetta er óásættanlegt. Við skófum ekkert af því eftir leikinn. Hann setti strákana í erfiða stöðu og eftirlét þeim meiri vinnu í þessum aðstæðum og það er ekki ásættanlegt.“ Þetta er annað rauða spjaldið sem Dest fær í leik með bandaríska landsliðinu á árinu. Hann var líka rekinn út af gegn Mexíkó í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í sumar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Bandaríkin töpuðu fyrir Trínidad og Tóbagó, 2-1, en tryggðu sér samt sem áður farseðilinn í Suður-Ameríkukeppnina á næsta ári vegna 3-0 sigurs í fyrri leik liðanna. Um leið komst bandaríska liðið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í Mið- og Norður-Ameríku. Bandaríkjamenn náðu forystunni í leiknum í gær þegar Antonee Robinson, leikmaður Fulham, skoraði á 25. mínútu. En fjórtán mínútum síðar kom Dest liðsfélögum sínum í mikið klandur með sannkölluðum heimskupörum. Hann fékk fyrst gult spjald fyrir að sparka bolta upp í stúku því hann var ósáttur við ákvörðun dómara leiksins. Dest var ekki hættur, hélt áfram að tuða og uppskar annað gult spjald og þar með rautt. Samherjar Dests létu hann heyra það eftir rauða spjaldið og eftir leikinn. Það sama gerði landsliðsþjálfarinn Gregg Berhalter. „Þetta veldur mér áhyggjum því þetta er ekki það sem við stöndum fyrir. Þetta er ekki það sem við erum sem hópur. Við hreykjum okkur af því að vera andlega agaðir og berjumst gegnum allar aðstæður, sama hvort ákvarðanirnar eru góðar eða slæmar. Við eigum að halda áfram og bregðast rétt við og augljóslega gerði Sergino það ekki,“ sagði Berhalter. „Hann bað hópinn afsökunar og sagði að þetta myndi ekki gerast aftur. Við leikmenn og starfslið þurfum að gera hann ábyrgan því þetta er óásættanlegt. Við skófum ekkert af því eftir leikinn. Hann setti strákana í erfiða stöðu og eftirlét þeim meiri vinnu í þessum aðstæðum og það er ekki ásættanlegt.“ Þetta er annað rauða spjaldið sem Dest fær í leik með bandaríska landsliðinu á árinu. Hann var líka rekinn út af gegn Mexíkó í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í sumar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira