ASAP Rocky, sem á tvö ung börn með tónlistarkonunni Rihönnu, hefur neitað sök í málinu.
Dómarinn ML Villar sagði myndskeið af vettvangi og vitnisburð duga til að málið færi fyrir dóm. Hún ítrekaði hins vegar að sönnunarbyrðin væri mun lægri á forstigum málsins en fyrir dómi.
Joe Tacopina, lögmaður Rocky, sagði ákvörðunina ekki koma á óvart en tónlistarmaðurinn myndi hafa betur í dómsal.
Terell Ephron, fyrrverandi vinur Rocky, sagði fyrir dómi að þeir hefðu tilheyrt sama hópi listamanna þegar þeir stunduðu nám í New York en sambandið hefði þróast til hins verra, sem hefði endað með því að Rocky hefði skotið að honum.
Saksóknarar í málinu segja vitnisburð Ephron og myndskeið frá vettvangi nóg til að finna Rocky sekann en Tacopina hefur sagt að það sé margt við vitnisburðinn að athuga.