Gagnrýnir Veðurstofuna fyrir að hamla aðgengi að GPS-gögnum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2023 10:40 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við rætur Snæfellsjökuls í viðtali í þættinum Um land allt. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Veðurstofu Íslands fyrir að takmarka aðgengi almennings að GPS-gögnum sem geri mönnum kleift að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. Segir hann að Veðurstofunni beri skylda til að koma þessum gögnum á framfæri svo þau séu öllum aðgengileg. Í pistli á bloggsíðu sinni undir fyrirsögninni „Leyfið fólkinu að skoða GPS mælingar frá Reykjanesi“ rifjar Haraldur upp að GPS-kerfið hafi upphaflega verið amerískt hernaðarleyndarmál. Bandaríkin hafi árið 1978 skotið á loft 24 gervihnöttum til að ákvarða staðsetningu á yfirborði jarðar með mikilli nákvæmni. Það hafi verið stórkostleg bylting þegar GPS-tæknin kom á almennan markað árið 1990. Hún hafi reynst alveg tilvalin til þess að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum á Íslandi. Segir Haraldur að sennilega hafi bresk vísindakona, Gillian Foulger, ásamt félögum sínum, verið fyrst til að nýta tæknina til jarðskorpumælinga á Íslandi árið 1986. „Loks var net af GPS mælum sett upp árið 1999 og það hefur verið rekið af Veðurstofu Íslands síðan. Það er grundvallaratriði fyrir vísindastarfsemi á Íslandi að halda við GPS kerfinu til að fylgjast með skorpuhreyfingum,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson í viðtali við Stöð 2 við hraunfossinn á Fimmvörðuhálsi í mars 2010.Vísir „Tækjanetið virðist vera í góðu standi, en aðgengi almennings að GPS gögnum er því miður afleitt. Vefsíða Veðurstofunnar fyrir jarðhræringar er fyrst og fremst helguð jarðskjálftavirkni. Ef þú leitar að GPS-gögnum, þá rekur þú þig á tíu eða tuttugu ára gömul skilaboð sem bægja þér frá,“ segir Haraldur ennfremur. Eldfjallafræðingurinn rekur nokkur dæmi. Upplýsingar á ákveðinni síðu séu sagðar úreltar. Ný síða sögð í vinnslu og verði vonandi opnuð fljótlega. Á öðrum stað sé sagt: „Athugið að ekki er ráðlegt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands.“ Og ennfremur: „Athugið að aðgengi að ISGPS gögnum hefur verið takmarkað, sjá tilkynningu og leiðbeiningar um aðgengi.“ „Slík skilaboð hafa verið á vefsíðunni síðan 2008. Af einhverjum sökum er GPS olnbogabarn innan Veðurstofunnar,“ segir Haraldur. Haraldur að störfum við eldfjall í Indónesíu.RAX Hann biður fólk þó ekki um að örvænta því að góður borgari og áhugamaður úti í bæ hafi komið upp vefsíðu þar sem gott aðgengi sé að bæði jarðskjálftagögnum Veðurstofunnar og einnig GPS mælingum á Íslandi. Þetta sé vefsíðan https://vafri.is/quake/. „Hreinn Beck kvikmyndaframleiðandi á mikinn heiður skilið fyrir þetta merka framtak. En Veðurstofunni ber skylda til að koma þessum gögnum fram í formi, þar sem þau eru aðgengileg öllum almenningi,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Tengdar fréttir Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Í pistli á bloggsíðu sinni undir fyrirsögninni „Leyfið fólkinu að skoða GPS mælingar frá Reykjanesi“ rifjar Haraldur upp að GPS-kerfið hafi upphaflega verið amerískt hernaðarleyndarmál. Bandaríkin hafi árið 1978 skotið á loft 24 gervihnöttum til að ákvarða staðsetningu á yfirborði jarðar með mikilli nákvæmni. Það hafi verið stórkostleg bylting þegar GPS-tæknin kom á almennan markað árið 1990. Hún hafi reynst alveg tilvalin til þess að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum á Íslandi. Segir Haraldur að sennilega hafi bresk vísindakona, Gillian Foulger, ásamt félögum sínum, verið fyrst til að nýta tæknina til jarðskorpumælinga á Íslandi árið 1986. „Loks var net af GPS mælum sett upp árið 1999 og það hefur verið rekið af Veðurstofu Íslands síðan. Það er grundvallaratriði fyrir vísindastarfsemi á Íslandi að halda við GPS kerfinu til að fylgjast með skorpuhreyfingum,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson í viðtali við Stöð 2 við hraunfossinn á Fimmvörðuhálsi í mars 2010.Vísir „Tækjanetið virðist vera í góðu standi, en aðgengi almennings að GPS gögnum er því miður afleitt. Vefsíða Veðurstofunnar fyrir jarðhræringar er fyrst og fremst helguð jarðskjálftavirkni. Ef þú leitar að GPS-gögnum, þá rekur þú þig á tíu eða tuttugu ára gömul skilaboð sem bægja þér frá,“ segir Haraldur ennfremur. Eldfjallafræðingurinn rekur nokkur dæmi. Upplýsingar á ákveðinni síðu séu sagðar úreltar. Ný síða sögð í vinnslu og verði vonandi opnuð fljótlega. Á öðrum stað sé sagt: „Athugið að ekki er ráðlegt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands.“ Og ennfremur: „Athugið að aðgengi að ISGPS gögnum hefur verið takmarkað, sjá tilkynningu og leiðbeiningar um aðgengi.“ „Slík skilaboð hafa verið á vefsíðunni síðan 2008. Af einhverjum sökum er GPS olnbogabarn innan Veðurstofunnar,“ segir Haraldur. Haraldur að störfum við eldfjall í Indónesíu.RAX Hann biður fólk þó ekki um að örvænta því að góður borgari og áhugamaður úti í bæ hafi komið upp vefsíðu þar sem gott aðgengi sé að bæði jarðskjálftagögnum Veðurstofunnar og einnig GPS mælingum á Íslandi. Þetta sé vefsíðan https://vafri.is/quake/. „Hreinn Beck kvikmyndaframleiðandi á mikinn heiður skilið fyrir þetta merka framtak. En Veðurstofunni ber skylda til að koma þessum gögnum fram í formi, þar sem þau eru aðgengileg öllum almenningi,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur.
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Tengdar fréttir Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent