Grindvíkingar ennþá samfélag þrátt fyrir að vera að heiman Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. nóvember 2023 20:10 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stuðning þjóðarinnar í garð Grindvíkinga hvetjandi. Stöð 2 Fyrr í kvöld fóru fram körfuknattleikir kvenna- og karlaliða Grindavíkur gegn Þór á Akureyri og Hamri í Subway-deildinni í Smáranum í Kópavogi. Grindvískur þingmaður segir þann stuðning sem Grindvíkingar fá frá þjóðinni hvetja þá áfram. Vilhjálmur Árnason þingmaður og Grindvíkingur ræddi við fréttamann á leiknum í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann heimsótti Grindavík í dag og sagði frá hver staðan væri á bænum. „Hún er misjöfn eftir hvar við erum í bænum. Það er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn og það eru mörg hús sem eru við þessa sprungu sem eru mjög illa farin. En almennt séð er bærinn fallegur og reisn yfir honum. Þannig að þegar þú ert í bænum þá upplifirðu ekki allar þessar miklu skemmdir en vissulega eru mörg hús og sprungan sjáanleg í gegnum bæinn,“ segir Vilhjálmur. Hvernig var tilfinningin að koma aftur inn í Grindavík? „Það er alltaf gott að koma í Grindavík og mér líður alltaf betur eftir þessi bæði skipti sem ég er búinn að koma. Þá hefur mér bara liðið betur eftir og sjá þessa reisn sem er ennþá yfir bænum þó að vissulega séu þessar skemmdir, þessi ummerki af þessum jarðhræringum,“ segir Vilhjálmur. „Þó að við séum ekki heima í Grindavík þá erum við samfélag ennþá og samfélagið okkar er öflugt. Og það hefur mikla þýðingu og íþróttirnar munu sameina okkur í því að halda samfélaginu okkar öflugu.“ Hann segir stuðninginn sem körfuboltaliðið hefur fengið hafa skilað góðum úrslitum. „Og þetta er sá stuðningur sem við finnum fyrir frá þjóðinni í dag og hvetur okkur áfram í því verkefni sem við erum í,“ segir Vilhjálmur að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Körfubolti Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður og Grindvíkingur ræddi við fréttamann á leiknum í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann heimsótti Grindavík í dag og sagði frá hver staðan væri á bænum. „Hún er misjöfn eftir hvar við erum í bænum. Það er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn og það eru mörg hús sem eru við þessa sprungu sem eru mjög illa farin. En almennt séð er bærinn fallegur og reisn yfir honum. Þannig að þegar þú ert í bænum þá upplifirðu ekki allar þessar miklu skemmdir en vissulega eru mörg hús og sprungan sjáanleg í gegnum bæinn,“ segir Vilhjálmur. Hvernig var tilfinningin að koma aftur inn í Grindavík? „Það er alltaf gott að koma í Grindavík og mér líður alltaf betur eftir þessi bæði skipti sem ég er búinn að koma. Þá hefur mér bara liðið betur eftir og sjá þessa reisn sem er ennþá yfir bænum þó að vissulega séu þessar skemmdir, þessi ummerki af þessum jarðhræringum,“ segir Vilhjálmur. „Þó að við séum ekki heima í Grindavík þá erum við samfélag ennþá og samfélagið okkar er öflugt. Og það hefur mikla þýðingu og íþróttirnar munu sameina okkur í því að halda samfélaginu okkar öflugu.“ Hann segir stuðninginn sem körfuboltaliðið hefur fengið hafa skilað góðum úrslitum. „Og þetta er sá stuðningur sem við finnum fyrir frá þjóðinni í dag og hvetur okkur áfram í því verkefni sem við erum í,“ segir Vilhjálmur að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Körfubolti Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira