Láta sér ekki leiðast: Sá reynslumesti klárar stúdentinn | „Mikið í meðhöndlun“ Aron Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2023 11:00 VIð spurðum nokkra leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hvað þeir hefðu fyrir stafni á dauðum stundum í landsliðsverkefnum. Vísir/Samsett mynd Íslenska landsliðið er nú mætt til Lisabon í Portúgal þar sem framundan er leikur við ansi sterkt lið heimamanna á morgun í lokaumferð undankeppni EM í fótbolta. Aron Guðmundsson skrifar frá Lisabon. Ísland mætir til leiks án þess að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum eftir þungt 4-2 tap gegn Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn. Það skal engum dyljast að á meðan á landsliðsverkefnum stendur er nóg um að vera hjá bæði þjálfarateymi, leikmönnum og öðru starfsliði íslenska landsliðsins og að nægu að huga. Við spurðum nokkra leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hvað þeir geri milli æfinga, leikja og funda í landsliðsverkefnum til þess að stytta sér stundir. Athuga ber að viðtölin voru tekin í Vínarborg á þriðjudaginn síðastliðinn þar sem að landsliðið undirbjó sig fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. Aron Einar Gunnarsson (103 A-landsleikir, 5 mörk): Klippa: Aron Einar: Hvað gera leikmenn til að stytta sér stundir? „Staða mín er bara þannig að ég er mikið í meðhöndlun. Þá er ég að klára stúdentinn á fjölgreinabraut. Svo eru menn annað hvort bara í Play Station eða slaka á. Endurheimt er mjög mikilvæg í þessum bransa sem við erum í. Sérstaklega þar sem að stutt er á milli leikja hjá mönnum.“ Arnór Ingvi Traustason (52 A-landsleikir, 5 mörk): Klippa: Arnór Ingvi: Hvað gera landsliðsmenn til að stytta sér stundir? „Sjúkraþjálfararnir fá að finna fyrir því. Við erum að pútta, hendum okkur í spa-ið og það er spilað. Og eins hér í Vín (þar sem Arnór spilaði á sínum tíma hjá Rapid Wien) þá hef ég farið og hitt fólk sem ég kynntist hér á sínum tíma. Það er margt í boði en svo er það bara slökun líka.“ Orri Steinn Óskarsson(5 A-landsleikir, 2 mörk): Klippa: Orri Steinn: Hvað gera landsliðsmenn til að stytta sér stundir? „Það er bara mismunandi eftir mönnum. Ég persónulega er mikið í því að spila spil, kíkja út í göngutúra, horfa á þætti eða vera eitthvað með strákunum. Það er bara mjög rólegt og maður safnar kröftum fyrir æfingar og leiki. Maður vill ekki vera gera eitthvað of mikið. Maður kíkir kannski í spa-ið en það er bara mjög fínt að vera á góðum hótelum og slaka bara á.“ Arnór Sigurðsson (29 A-landsleikir, 2 mörk): Klippa: Arnór Sig: Hvað gera landsliðsmenn til þess að stytta sér stundir? „Ég er mikið að spila lúdó svo er vinsælt að spila tíu. Ég er reyndar ekki kominn inn í það teymi. Svo er maður inni í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurunum að spjalla. Við hittumst ekki oft og því er alltaf gaman og nóg að segja frá þegar að við komum saman aftur. Þetta er öðruvísi en hjá félagsliði manns. Margir af leikmönnum landsliðsins eru góðir vinir manns til langs tíma. Leikmenn sem maður hefur þekkt upp öll yngri landsliðin. Það er alltaf extra skemmtilegt að hanga á hótelinu, spila og gera nánast ekki neitt.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lisabon. Ísland mætir til leiks án þess að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum eftir þungt 4-2 tap gegn Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn. Það skal engum dyljast að á meðan á landsliðsverkefnum stendur er nóg um að vera hjá bæði þjálfarateymi, leikmönnum og öðru starfsliði íslenska landsliðsins og að nægu að huga. Við spurðum nokkra leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hvað þeir geri milli æfinga, leikja og funda í landsliðsverkefnum til þess að stytta sér stundir. Athuga ber að viðtölin voru tekin í Vínarborg á þriðjudaginn síðastliðinn þar sem að landsliðið undirbjó sig fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. Aron Einar Gunnarsson (103 A-landsleikir, 5 mörk): Klippa: Aron Einar: Hvað gera leikmenn til að stytta sér stundir? „Staða mín er bara þannig að ég er mikið í meðhöndlun. Þá er ég að klára stúdentinn á fjölgreinabraut. Svo eru menn annað hvort bara í Play Station eða slaka á. Endurheimt er mjög mikilvæg í þessum bransa sem við erum í. Sérstaklega þar sem að stutt er á milli leikja hjá mönnum.“ Arnór Ingvi Traustason (52 A-landsleikir, 5 mörk): Klippa: Arnór Ingvi: Hvað gera landsliðsmenn til að stytta sér stundir? „Sjúkraþjálfararnir fá að finna fyrir því. Við erum að pútta, hendum okkur í spa-ið og það er spilað. Og eins hér í Vín (þar sem Arnór spilaði á sínum tíma hjá Rapid Wien) þá hef ég farið og hitt fólk sem ég kynntist hér á sínum tíma. Það er margt í boði en svo er það bara slökun líka.“ Orri Steinn Óskarsson(5 A-landsleikir, 2 mörk): Klippa: Orri Steinn: Hvað gera landsliðsmenn til að stytta sér stundir? „Það er bara mismunandi eftir mönnum. Ég persónulega er mikið í því að spila spil, kíkja út í göngutúra, horfa á þætti eða vera eitthvað með strákunum. Það er bara mjög rólegt og maður safnar kröftum fyrir æfingar og leiki. Maður vill ekki vera gera eitthvað of mikið. Maður kíkir kannski í spa-ið en það er bara mjög fínt að vera á góðum hótelum og slaka bara á.“ Arnór Sigurðsson (29 A-landsleikir, 2 mörk): Klippa: Arnór Sig: Hvað gera landsliðsmenn til þess að stytta sér stundir? „Ég er mikið að spila lúdó svo er vinsælt að spila tíu. Ég er reyndar ekki kominn inn í það teymi. Svo er maður inni í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurunum að spjalla. Við hittumst ekki oft og því er alltaf gaman og nóg að segja frá þegar að við komum saman aftur. Þetta er öðruvísi en hjá félagsliði manns. Margir af leikmönnum landsliðsins eru góðir vinir manns til langs tíma. Leikmenn sem maður hefur þekkt upp öll yngri landsliðin. Það er alltaf extra skemmtilegt að hanga á hótelinu, spila og gera nánast ekki neitt.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira