„Við bíðum bara eftir gosi“ Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 18:17 Ólöf Helga segir að það verði að koma betur til móts við Grindvíkinga. Óvissan sé mikil og mjög erfið. Vísir/Ívar Fannar Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík segir óvissuna erfiðasta. Fjölskyldan sé örugg og það sé mikilvægast. Hún segir áríðandi að Grindvíkingar fái aðstoð með lán, leigu og afkomu. „Þetta er búið að vera óvissa. Mér lítið breytast dag frá degi nema mér finnst maður fara upp og niður í bjartsýni og svartsýni á móti. Maður er bjartsýnn á að komast heim og svo eftir tíu mínútur er maður farinn að gráta og sakna heimilisins,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík. Hún segir Grindvíkinga í miklum tilfinningarússíbana og að óvissan sé hvað erfiðust. „Við bíðum bara eftir gosi. Okkur líður bara eins og við séum í bíómynd sem við viljum helst að taki enda.“ Ólöf Helga var í dag á sérstökum upplýsingafundi sem haldinn var í Laugardalshöll um skólamál barna frá Grindavík. Hún segist sjálf vinna fyrir bæinn og hafi verið meðvituð um upplýsingar en að það sé mikilvægt að stefna fólki saman til að geta miðlað helstu upplýsingum til fólks. „Ég hef fundið að fólki hefur þótt óþægilegt að vita ekki hvert krakkarnir eru að fara. En að mínu leyti hef ég ekki einu sinni hugsað út í skólamál strax. Ég er bara að reyna að dreifa huga þeirra. Ég get ekki hugsað mér að senda þau í skóla með ókunnugum börnum og senda þau í enn meiri óvissu,“ segir hún en að gott sé að vita að unnið sé að málinu og að það verði til úrræði þegar þau eru tilbúin. Hvað varðar húsnæðismál fjölskyldunnar segir Ólöf Helga að þau séu fimm í fjölskyldu og þau hafi fengið inn hjá bróður hennar í Vesturbæ Reykjavíkur. „Þar erum við með tvö herbergi. Á meðan við erum örugg erum við ekki að kvarta. Auðvitað þurfum við að minnka töluvert við okkur en í stóra samhenginu skiptir það ekki máli,“ segir hún og að þau séu með allt sem þau þurfi eins og stendur. Horfa til næstu sex mánaða Hún segist á sama tíma meðvituð um það að Grindvíkingar séu ekki að fara heim næstu mánuði. Því séu þau að reyna að finna einhverjar lausnir til langs tíma. „Allir eru að gera sér grein fyrir því. Jafnvel í sex mánuði, ef einhvern tímann,“ segir hún og að fólk vonist til þess að þau verði aðstoðuð. Það sé áríðandi að fá skýr svör hvað varðar lán, leigu og afkomu Grindvíkinga. „Það gerir svo mikið þessi óvissa, að vita ekki um afkomu okkar. Það er það sem veldur mestum kvíða og óöryggi.“ Hún segir frystingu lána bjarnargreiða og að það verði að koma betur til móts við Grindvíkinga þarna. „Við þurfum að fá einhverja hjálp þarna.“ Hún segir að maður hennar og bróðir hafi fengið að fara heim á mánudag að sækja verðmæti en hafi gleymt miklu. Maðurinn hennar hafi fengið að fara aftur inn í dag og hafi verið á heimleið síðdegis í dag. „Við Grindvíkingar erum ótrúlega sterk og samheldin og ég trúi að við getum sigrast á þessu saman.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
„Þetta er búið að vera óvissa. Mér lítið breytast dag frá degi nema mér finnst maður fara upp og niður í bjartsýni og svartsýni á móti. Maður er bjartsýnn á að komast heim og svo eftir tíu mínútur er maður farinn að gráta og sakna heimilisins,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík. Hún segir Grindvíkinga í miklum tilfinningarússíbana og að óvissan sé hvað erfiðust. „Við bíðum bara eftir gosi. Okkur líður bara eins og við séum í bíómynd sem við viljum helst að taki enda.“ Ólöf Helga var í dag á sérstökum upplýsingafundi sem haldinn var í Laugardalshöll um skólamál barna frá Grindavík. Hún segist sjálf vinna fyrir bæinn og hafi verið meðvituð um upplýsingar en að það sé mikilvægt að stefna fólki saman til að geta miðlað helstu upplýsingum til fólks. „Ég hef fundið að fólki hefur þótt óþægilegt að vita ekki hvert krakkarnir eru að fara. En að mínu leyti hef ég ekki einu sinni hugsað út í skólamál strax. Ég er bara að reyna að dreifa huga þeirra. Ég get ekki hugsað mér að senda þau í skóla með ókunnugum börnum og senda þau í enn meiri óvissu,“ segir hún en að gott sé að vita að unnið sé að málinu og að það verði til úrræði þegar þau eru tilbúin. Hvað varðar húsnæðismál fjölskyldunnar segir Ólöf Helga að þau séu fimm í fjölskyldu og þau hafi fengið inn hjá bróður hennar í Vesturbæ Reykjavíkur. „Þar erum við með tvö herbergi. Á meðan við erum örugg erum við ekki að kvarta. Auðvitað þurfum við að minnka töluvert við okkur en í stóra samhenginu skiptir það ekki máli,“ segir hún og að þau séu með allt sem þau þurfi eins og stendur. Horfa til næstu sex mánaða Hún segist á sama tíma meðvituð um það að Grindvíkingar séu ekki að fara heim næstu mánuði. Því séu þau að reyna að finna einhverjar lausnir til langs tíma. „Allir eru að gera sér grein fyrir því. Jafnvel í sex mánuði, ef einhvern tímann,“ segir hún og að fólk vonist til þess að þau verði aðstoðuð. Það sé áríðandi að fá skýr svör hvað varðar lán, leigu og afkomu Grindvíkinga. „Það gerir svo mikið þessi óvissa, að vita ekki um afkomu okkar. Það er það sem veldur mestum kvíða og óöryggi.“ Hún segir frystingu lána bjarnargreiða og að það verði að koma betur til móts við Grindvíkinga þarna. „Við þurfum að fá einhverja hjálp þarna.“ Hún segir að maður hennar og bróðir hafi fengið að fara heim á mánudag að sækja verðmæti en hafi gleymt miklu. Maðurinn hennar hafi fengið að fara aftur inn í dag og hafi verið á heimleið síðdegis í dag. „Við Grindvíkingar erum ótrúlega sterk og samheldin og ég trúi að við getum sigrast á þessu saman.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira