Telur gos ennþá yfirvofandi: Yrði ekki stórt en staðsetning erfið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 12:12 Jarðfræðingurinn Magnús Tumi er enn á því að líklegasta sviðsmynd umbrotanna á Reykjanesskaga sé að þau endi með eldgosi. Vísir/Einar Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegustu sviðsmyndina að það muni gjósa á Reykjanesskaga, fyrst kvika streymi enn í kvikuganginn. Þó yrði það gos líklega ekki stórt og meira í líkingu við gos undanfarinna ára. Vika er síðan Grindavíkurbær var rýmdur í kjölfar ákafrar jarðskjálftahrinu og kvikusöfnunar undir bænum. Talið var að kvikuflæðið væri hátt í hundrað rúmmetrar á sekúndu inn í kvikugangin. Síðan hefur hægst mikið á innrennslinu en það hefur ekki hætt. „Kvika er að renna inn í ganginn en hún fer alltaf minnkandi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur. „Það er í sjálfu sér góðar fréttir, það bendir til þess að ef það gýs, sem við verðum að telja líklegt á meðan kvika flæðir enn inn, þá yrði það gos ekki stórt.“ Líkleg staðsetning mögulegs goss væri hinsvegar erfið. Grindavík og orkuverið væru mjög berskjölduð, en tíminn vinni með fólki þar sem undirbúningur varnargarða sé í fullum gangi. Bæði sammála og ósammála Haraldi Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sagði í viðtali á Vísi í morgun að hann telji flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kvikuna sem kunni að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. Magnús Tumi segir það samdóma álit vísindamanna að undirliggjandi ástæða umbrotanna séu flekahreyfingar. Landið er að gliðna í sundur, það er það sama og ég var að segja, bara orðað aðeins öðruvísi. „Það getur vel verið að kvikan nái ekki til yfirborðs og við sjáum merki um að hana langar svo sem ekkert lengra ef svo má að orði komast, þrýstingur er ekki nægur,“ segir Magnús Tumi. „En ef hún nær ekki að gliðna, ef það næst ekki að togast eða ýtast meira í sundur og kvika heldur áfram að streyma þá getur þetta endað með gosi. Það er svona sú sviðsmynd sem við teljum að ekki sé hægt að draga neitt úr enn sem komið er.“ „Aflögunin og virknin er miklu meiri norðar og þar er langmest opnun. Gliðnunin er mest nálægt miðjunni og þar er líklegt að gjósi.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Vika er síðan Grindavíkurbær var rýmdur í kjölfar ákafrar jarðskjálftahrinu og kvikusöfnunar undir bænum. Talið var að kvikuflæðið væri hátt í hundrað rúmmetrar á sekúndu inn í kvikugangin. Síðan hefur hægst mikið á innrennslinu en það hefur ekki hætt. „Kvika er að renna inn í ganginn en hún fer alltaf minnkandi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur. „Það er í sjálfu sér góðar fréttir, það bendir til þess að ef það gýs, sem við verðum að telja líklegt á meðan kvika flæðir enn inn, þá yrði það gos ekki stórt.“ Líkleg staðsetning mögulegs goss væri hinsvegar erfið. Grindavík og orkuverið væru mjög berskjölduð, en tíminn vinni með fólki þar sem undirbúningur varnargarða sé í fullum gangi. Bæði sammála og ósammála Haraldi Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sagði í viðtali á Vísi í morgun að hann telji flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kvikuna sem kunni að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. Magnús Tumi segir það samdóma álit vísindamanna að undirliggjandi ástæða umbrotanna séu flekahreyfingar. Landið er að gliðna í sundur, það er það sama og ég var að segja, bara orðað aðeins öðruvísi. „Það getur vel verið að kvikan nái ekki til yfirborðs og við sjáum merki um að hana langar svo sem ekkert lengra ef svo má að orði komast, þrýstingur er ekki nægur,“ segir Magnús Tumi. „En ef hún nær ekki að gliðna, ef það næst ekki að togast eða ýtast meira í sundur og kvika heldur áfram að streyma þá getur þetta endað með gosi. Það er svona sú sviðsmynd sem við teljum að ekki sé hægt að draga neitt úr enn sem komið er.“ „Aflögunin og virknin er miklu meiri norðar og þar er langmest opnun. Gliðnunin er mest nálægt miðjunni og þar er líklegt að gjósi.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira