Úrúgvæ fyrst til að vinna Argentínu eftir heimsmeistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 06:30 Lionel Messi svekkir sig í tapi Argentínu í nótt. Getty/Marcos Brindicci Úrúgvæ sótti tvö stig til Buenos Aires í Argentínu í nótt í leik þjóðanna í undankeppni HM 2026. Þetta er fyrsti tapleikur argentínska landsliðsins síðan að liðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Katar í lok síðasta árs. Leikurinn fór fram á hinum heimsfræga Bombonera-leikvangi en það dugði ekki Argentínumönnum að vera á heimavelli. Úrúgvæska liðið var betra liðið frá byrjun og vann leikinn 2-0 með mörkum frá Ronald Araújo og Liverpool-manninum Darwin Núnez. Argentínska landsliðið er enn á toppi riðilsins með tólf stig af fimmtán mögulegum en Úrúgvæ situr nú í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir. URUGUAY BEAT ARGENTINA 2-0 It's Argentina's first loss since winning the World Cup pic.twitter.com/3PPGlIHcqs— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 Lionel Messi var í liði Argentínu en hann hafði ekki spilað fótboltaleik í 25 daga eða eftir að keppnistímabilinu lauk í Bandaríkjunum. „Þeir eru með lið sem spilar af miklum ákafa og það var erfitt fyrir okkur að spila okkar leik. Þeir eru með fljóta og grimma leikmenn á miðjunni. Okkur leið aldrei vel og gekk illa að halda boltanum í einhvern tíma. Leikurinn var hraður og við spiluðum á tempói sem hentar okkur ekki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. Messi hrósaði Marcelo Bielsa sem er nýtekinn við úrúgvæska landsliðinu. „Þú sérð handbragð Bielsa á því hvernig Úrúgvæ spilar. Í öllum liðum hans, félagsliðum og landsliðum, þá er hans stíll auðþekkjanlegur. Hann er líka að vinna með góða kynslóð leikmanna í Úrúgvæ,“ sagði Messi. Messi tókst ekki að skora en hann var búinn að skora í níu byrjunarliðsleikjum í röð. Honum tókst síðast ekki að skora í leik sem hann byrjaði þegar Argentína mætti Póllandi á HM í Katar 30. nóvember 2022. „Þetta tap er próf fyrir okkur. Þetta gat alltaf gerst en nú þurftum við að standa upp aftur og reyna að spila okkar besta leik í Brasilíu í næstu viku,“ sagði Messi. Uruguay ends Argentina's longest unbeaten run in FIFA World Cup Qualifying history (25 games) It's also the first game that Lionel Messi started for Argentina in which he did not score since last November pic.twitter.com/LLwS8mhs07— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 HM 2026 í fótbolta Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Leikurinn fór fram á hinum heimsfræga Bombonera-leikvangi en það dugði ekki Argentínumönnum að vera á heimavelli. Úrúgvæska liðið var betra liðið frá byrjun og vann leikinn 2-0 með mörkum frá Ronald Araújo og Liverpool-manninum Darwin Núnez. Argentínska landsliðið er enn á toppi riðilsins með tólf stig af fimmtán mögulegum en Úrúgvæ situr nú í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir. URUGUAY BEAT ARGENTINA 2-0 It's Argentina's first loss since winning the World Cup pic.twitter.com/3PPGlIHcqs— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 Lionel Messi var í liði Argentínu en hann hafði ekki spilað fótboltaleik í 25 daga eða eftir að keppnistímabilinu lauk í Bandaríkjunum. „Þeir eru með lið sem spilar af miklum ákafa og það var erfitt fyrir okkur að spila okkar leik. Þeir eru með fljóta og grimma leikmenn á miðjunni. Okkur leið aldrei vel og gekk illa að halda boltanum í einhvern tíma. Leikurinn var hraður og við spiluðum á tempói sem hentar okkur ekki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. Messi hrósaði Marcelo Bielsa sem er nýtekinn við úrúgvæska landsliðinu. „Þú sérð handbragð Bielsa á því hvernig Úrúgvæ spilar. Í öllum liðum hans, félagsliðum og landsliðum, þá er hans stíll auðþekkjanlegur. Hann er líka að vinna með góða kynslóð leikmanna í Úrúgvæ,“ sagði Messi. Messi tókst ekki að skora en hann var búinn að skora í níu byrjunarliðsleikjum í röð. Honum tókst síðast ekki að skora í leik sem hann byrjaði þegar Argentína mætti Póllandi á HM í Katar 30. nóvember 2022. „Þetta tap er próf fyrir okkur. Þetta gat alltaf gerst en nú þurftum við að standa upp aftur og reyna að spila okkar besta leik í Brasilíu í næstu viku,“ sagði Messi. Uruguay ends Argentina's longest unbeaten run in FIFA World Cup Qualifying history (25 games) It's also the first game that Lionel Messi started for Argentina in which he did not score since last November pic.twitter.com/LLwS8mhs07— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira