Ashley Judd refsað fyrir að vitna gegn Weinstein Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2023 09:00 Ashley Judd á glæstan feril í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún er einnig mikil aðgerðarkona varðandi réttindi kvenna til fóstureyðinga. Sjálf fór hún í fóstureyðingu eftir nauðgun. Stöð 2/Sigurjón Bandaríska kvikmyndaleikkonan Ashley Judd segir að henni sé enn refsað fyrir að hafa greint frá kynferðislegu áreiti kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem samanlagt hefur verið dæmdur í tæplega fjörutíu ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn konum. Ashley Judd á glæsilegan feril í kvikmyndum og sjónvarpi en hún er einnig mjög virkur aðgerðasinni varðandi rétt kvenna til fóstureyðinga og fleira og er virk innan Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Hún var meðal gesta á sjötta Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu á mánudag og þriðjudag þar sem hún flutti sláandi erindi. Auk þess tók hún þátt í umræðum á þinginu og flutti erindi við Háskóla Íslands. Ashley Judd hefur sýnt glæstan leik í fjölda stórmynda á móti mörgum virtustu karlleikurum heimsins eins og Morgan Freeman, Harrison Ford og Kevin Klein.Getty/(Marcus Yam „Ég man fyrst eftir að hafa verið misnotuð af karlmanni þegar ég var sjö ára og fór strax til tveggja fullorðinna og sagði frá því sem hafi verið gert við mig.Veistu hvað þau sögðu, Guði sé lof að hlutirnir eru öðruvísi í dag; Hann er góður gamall maður. Þetta er ekki það sem hann meinti,“ sagði Judd í erindi sínu á heimsþinginu. Hún segist lengi hafa ætlað sér að koma til Íslands og taldi rétt að gera loksins alvöru úr því eftir að hafa flogið magsinnis yfir landið þegar henni hafi verið boðið að koma á heimsþingið og flytja erindi við Háskóla Íslands. Ashley Judd var meðal gesta á Heimsþingi kvenleiðtoga þar sem hún flutti sláandi erindi um ofbeldi gegn konum og valdeflingu kvenna. Hún gaf Stöð 2 einkaviðtal sem má sjá í þessari frétt.Stöð 2/Sigurjón Judd hefur leikið í um fjörutíu kvikmyndum og á annan tug sjónvarpsmynda og hlotið fyrir það fjölda viðurkenninga. Það vakti því mikla athygli þegar hún kom fyrst kvenna fram undir nafni og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni. „Ég hef verið kynferðislega áreitt svo oft í Hollywood að listinn er orðinn langur. Til að mynda af framleiðanda sem flaug inn fyrir einn dag, hann var fjármálamaður, sem beinlínis sagði mér að hann hefði átt að nauðga mér þegar hann hafði tækifæri til þess þegar ég var yngri og hafði ekki komist til áhrifa,“ segir Judd. Henni væri enn refsað með því að ganga fram hjá henni við val á leikkonum í kvikmyndir eftir vitnisburðinn gegn Weinstein. En sem betur fer hafi Me too byltingin kallað fram breytingar í kvikmyndaheiminum. Þannig væri ekki lengur ásættanlegt að konur ættu fundi með framleiðendum og leikstjórum á hótelherbergjum. Þær ættu nú einnig rétt á að hafa fulltrúa með sér í leikprufum. „Þetta er kerfi og bergmálshellir þar sem karlmenn kalla ekki aðra karlmenn til ábyrgðar. Þannig að persónur eins og Harvey Weinstein geta athafnað sig án þess að vera dregnir til ábyrgðar. Vegna þess að enginn var til staðar til að trufla þetta feðraveldis ofbeldi. En það hefur breyst ídag. Við konur stöndum meira saman núna. Við deilum upplýsingum, höfum fyrirkomulag sem við köllum Hvíslaranet sem sendir út skilaboð eins og gættu þín á þessum gaur,“ segir Judd. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Ashley Judd í heild sinni: Klippa: Kvikmyndastjarna og aðgerðarkona sem berst fyrir réttindum kvenna Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Íslandsvinir Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Afturför í viðhorfum til leiðtogakvenna en Ísland á toppnum Afturför hefur orðið í viðhorfi almennings til kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstöðum á heimsvísu samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrr Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík. Norðurlöndin og þá Ísland sérstaklega skera sig úr í jákvæðum viðhorfum til kvenna í leiðtogastörfum. 14. nóvember 2023 20:10 Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. 13. nóvember 2023 19:38 Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Ashley Judd á glæsilegan feril í kvikmyndum og sjónvarpi en hún er einnig mjög virkur aðgerðasinni varðandi rétt kvenna til fóstureyðinga og fleira og er virk innan Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Hún var meðal gesta á sjötta Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu á mánudag og þriðjudag þar sem hún flutti sláandi erindi. Auk þess tók hún þátt í umræðum á þinginu og flutti erindi við Háskóla Íslands. Ashley Judd hefur sýnt glæstan leik í fjölda stórmynda á móti mörgum virtustu karlleikurum heimsins eins og Morgan Freeman, Harrison Ford og Kevin Klein.Getty/(Marcus Yam „Ég man fyrst eftir að hafa verið misnotuð af karlmanni þegar ég var sjö ára og fór strax til tveggja fullorðinna og sagði frá því sem hafi verið gert við mig.Veistu hvað þau sögðu, Guði sé lof að hlutirnir eru öðruvísi í dag; Hann er góður gamall maður. Þetta er ekki það sem hann meinti,“ sagði Judd í erindi sínu á heimsþinginu. Hún segist lengi hafa ætlað sér að koma til Íslands og taldi rétt að gera loksins alvöru úr því eftir að hafa flogið magsinnis yfir landið þegar henni hafi verið boðið að koma á heimsþingið og flytja erindi við Háskóla Íslands. Ashley Judd var meðal gesta á Heimsþingi kvenleiðtoga þar sem hún flutti sláandi erindi um ofbeldi gegn konum og valdeflingu kvenna. Hún gaf Stöð 2 einkaviðtal sem má sjá í þessari frétt.Stöð 2/Sigurjón Judd hefur leikið í um fjörutíu kvikmyndum og á annan tug sjónvarpsmynda og hlotið fyrir það fjölda viðurkenninga. Það vakti því mikla athygli þegar hún kom fyrst kvenna fram undir nafni og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni. „Ég hef verið kynferðislega áreitt svo oft í Hollywood að listinn er orðinn langur. Til að mynda af framleiðanda sem flaug inn fyrir einn dag, hann var fjármálamaður, sem beinlínis sagði mér að hann hefði átt að nauðga mér þegar hann hafði tækifæri til þess þegar ég var yngri og hafði ekki komist til áhrifa,“ segir Judd. Henni væri enn refsað með því að ganga fram hjá henni við val á leikkonum í kvikmyndir eftir vitnisburðinn gegn Weinstein. En sem betur fer hafi Me too byltingin kallað fram breytingar í kvikmyndaheiminum. Þannig væri ekki lengur ásættanlegt að konur ættu fundi með framleiðendum og leikstjórum á hótelherbergjum. Þær ættu nú einnig rétt á að hafa fulltrúa með sér í leikprufum. „Þetta er kerfi og bergmálshellir þar sem karlmenn kalla ekki aðra karlmenn til ábyrgðar. Þannig að persónur eins og Harvey Weinstein geta athafnað sig án þess að vera dregnir til ábyrgðar. Vegna þess að enginn var til staðar til að trufla þetta feðraveldis ofbeldi. En það hefur breyst ídag. Við konur stöndum meira saman núna. Við deilum upplýsingum, höfum fyrirkomulag sem við köllum Hvíslaranet sem sendir út skilaboð eins og gættu þín á þessum gaur,“ segir Judd. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Ashley Judd í heild sinni: Klippa: Kvikmyndastjarna og aðgerðarkona sem berst fyrir réttindum kvenna
Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Íslandsvinir Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Afturför í viðhorfum til leiðtogakvenna en Ísland á toppnum Afturför hefur orðið í viðhorfi almennings til kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstöðum á heimsvísu samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrr Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík. Norðurlöndin og þá Ísland sérstaklega skera sig úr í jákvæðum viðhorfum til kvenna í leiðtogastörfum. 14. nóvember 2023 20:10 Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. 13. nóvember 2023 19:38 Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Afturför í viðhorfum til leiðtogakvenna en Ísland á toppnum Afturför hefur orðið í viðhorfi almennings til kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstöðum á heimsvísu samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrr Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík. Norðurlöndin og þá Ísland sérstaklega skera sig úr í jákvæðum viðhorfum til kvenna í leiðtogastörfum. 14. nóvember 2023 20:10
Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. 13. nóvember 2023 19:38
Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29