Um níutíu Grindvíkingar, sem búa á skilgreindu hættusvæði, fengu að fara heim í dag til að sækja verðmæti. Íbúi segist í mikilli óvissu eftir að húsnæði hans gjöreyðilagðist í hamförunum.
Í kvöldfréttum verður rætt við forstjóra HS Veitna í beinni útsendingu en enn er rafmagnslaust í hluta bæjarins. Mjög krefjandi aðstæður tóku við viðgerðarteymi HS Veitna í Grindavík í morgun.
Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.